Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201930 UTAN ÚR HEIMI CASE Tetra – fyrsta metanknúna hjólaskóflan í heiminum CASE Tetra hjólaskófla er með 6 strokka NEF gasmótor [náttúrugas – NG] frá FPT industrial. Myndir / CASE Fyrsta metanknúna þunga­ vinnuvél í heimi var kynnt á Bauma 2019 vinnuvélasýningunni í München í Þýskalandi í apríl. Þetta er CASE Tetra hjólaskófla sem er með 6 strokka NEF gasmótor [náttúrugas – NG] frá FPT industrial. Skilar hann 230 hestöflum og togi upp á 1.184 Newtonmetra [Nm]. Það er sami togkraftur og er í CASE 821G hjólaskóflunni. Þessi frumgerð er fyrsta gasknúna vélin frá vinnuvélaframleiðandanum CACE. Mótorinn er að grunni til dísilmótor en í gasútfærslunni er hann mun hljóðlátari og með mýkri gang. Þá er hann sagður eyða um 30% minna eldsneyti en sambærilegur dísilknúinn mótor. Mun minni loftmengun Mótorinn gengur á þjöppuðu gasi [Compressed Natural Gas - CNG] sem skilar 15% minna af koltvísýringi út í andrúmsloftið en dísilmótor og 99% minni sótögnum. Mótorinn er með fjölinnsprautun og sérhönnuðum stimplum til að tryggja rétt jafnvægi gass og loftblöndunar við allar aðstæður. Það á jafnframt að tryggja mjög hreinan bruna. Samkvæmt tímaritinu OEM er gasknúna hjólaskóflan frá CASE 10–30% ódýrari í rekstri en hefðbundin dísilknúin vél. Þá er háþróaður kveikibúnaður sagður valda mun minni titringi í mótor en áður hefur þekkst. Hávaði frá vélinni í vinnslu er sagður 50% minni en í hefðbundinni vél. Hann á að standast alla nýjustu mengunarstaðla eins og Euro VI og Stage V. Með 40 ára reynslu í smíði gasmótora FPT industrial hefur yfir 40 ára reynslu af að framleiða gasknúna mótora í trukka og hefur framleitt yfir 40.000 slíka mótora. Þar hafa verið í boði mótorar á bilinu 136– 460 hestöfl. Geta mótorarnir bæði gengið á þjöppuðu CNG gasi og fljótandi gasi eða LNG. Þá er einnig hægt að nota lífrænt metangas á vélarnar [Biomethane]. Stefnt er að því að draga enn frekar ú losun á koltvísýringi frá mótorum FPT eða niður undir 0. FPT industrial hefur einnig skaffað mótora í dráttarvélar, m.a. í frumgerð af New Holland metanknúna traktornum sem kynntur var 2013. Um 95% minna af CO2 með lífgasi Samkvæmt upplýsingum frá CASE skilar Tetra vélin 95% minna af koltvísýringi [CO2] en dísilknúin vél þegar keyrt er á lífgasi [Biomethane]. Þá skilar hún um 90% minna af niturdíoxíði og 99% minni sótögnum en dísilknúin vél. Í heild er dregið úr loftmengun um 80% miðað við sambærilega vél með dísilmótor. CASE er framleiddur af CNH iðnaðarsamsteypunni sem framleiðir líka New Holland. Samsteypan framleiðir einnig IVECO trukka, vinnubíla og rútur og eru um 28.000 slík ökutæki nú knúin metangasi. /HKr. Vinnuaðstaðan er ekki dónaleg. Útlitið spillir ekki fyrir. CASE Tetra á að vera 15–30% ódýrari í rekstri. Caterpillar trónir á toppnum sem þekktasta og öflugasta merkið í vinnuvélabransanum. Hér er stærsta jarðýta fyrirtækisins, CAT 11D. Caterpillar trónir á toppnum sem öflugasta merkið: Um 230 milljarða dollara vinnuvélamarkaður Búist er við að markaður fyrir stórar vinnuvélar í heiminum verði kominn í 230,9 milljarða dollara á árinu 2020 og hafi þá vaxið úr 181,6 milljörðum dollara árið 2016. Það gerir um 6,2% árlegan vöxt á þessum fjórum árum. Er þetta að stærstum hluta drifið áfram af mikilli uppbyggingu íbúðar- og iðnaðarhúsnæðis, einkum í Asíu, þ.e. Kína, Indlandi og í Malasíu. Kínverjar hafa um árabil verið öflugastir í framleiðslu þungavinnuvéla hvað fjölda véla áhrærir. Er því spáð að Kínverjar verði með um 40% hlutdeild á vélasölumarkaðnum fram til 2021. Hafa verður í huga að Kínverjar eru að framleiða margvíslegar vinnuvélar í tengslum við þekkta framleiðendur og í mörgum tilfellum með íhlutum og búnaði sem framleiddur er með leyfi frá vestrænum fyrirtækjum. Einnig er búist við umtalsverðri söluaukningu véla frá Evrópu og Bandaríkjunum, eða um 3–4% fram til 2020, samkvæmt vefsíðu BizVibe. Caterpillar á toppnum Ef skoðuð er staða tíu stærstu og söluhæstu framleiðenda stórra vinnuvéla í heiminum þá trónir Caterpillar í Bandaríkjunum á toppnum með 45,5 milljarða dollara veltu 2017 og sölu upp á 26,6 milljarða. Hélt Caterpillar stöðunni á heimsmarkaði 2018 sem öflugasta merkið í bransanum. Komatsu og Hitachi í öðru og þriðja sæti Komatsu í Japan var í öðru sæti með 19,2 milljarða dollara sölu og Hitachi í Japan var í þriðja sæti með 8,3 milljarða dollara sölu. Í fjórða sæti kom Volvo í Svíþjóð með sölu upp á 7,8 milljarða dollara. Libherr í Sviss var í fimmta sæti með 7,4 milljarða dollara sölu. Kínverskir framleiðendur í 6. 8. og 10. sæti XCMG í Kína var í sjötta sæti og seldi fyrir 7 milljarða dollara. Doosan Infracore í Suður-Kóreu var í sjöunda sæti með 6,2 milljarða dollara sölu. Sany í Kína var í áttunda sæti með 5,9 milljarða dollara sölu. John Deere í Bandaríkjunum var í níunda sæti með 5,7 milljarða dollara sölu og Zoomlion í Kína var í tíunda sæti með sölu upp á 3,6 milljarða dollara. /HKr. Vaxandi markaður fyrir landbúnaðartæki: Spáð um 9% aukningu í tækjasölu á heimsmarkaði til 2025 Búist er við að heimsmarkaður fyrir landbúnaðartæki muni vaxa um 8,9% fram til ársins 2025 og velti þá um 244,2 milljörðum dollara. Samkvæmt rannsókn Grand View Research, Inc. (GVR) eru ástæður þessa sagðar aukinn þrýstingur á landbúnaðinn um að auka matvælaframleiðslu vegna fólksfjölgunar í heiminum. Í þróaðri hluta heims hafa bændur í auknum mæli verið að innleiða nýja tækni eins og dróna, rakaskynjara og GPS stýrðar vélar til að ná fram meiri nákvæmni í framleiðslustýringu og auka uppskeru. Dráttarvélaframleiðslan stendur á bak við um fjórðung veltunnar í dag og búist er við að svo muni verða áfram. Samt er búist við að mikil aukning verði í sölu uppskeruvéla af ýmsu tagi og muni vaxa um10% frá 2019 til 2025. Þá gera framleiðendur líka ráð fyrir stóraukinni sölu á tækjabúnaði í ríkjum eins og Indlandi, Kína og Brasilíu vegna aukinna umsvifa í landbúnaði. Búist er við að markaður fyrir landbúnaðartæki í Asíu vaxi um 9% fram til 2025. Tækjaframleiðendur sjá þó ekki tóma hamingju framundan, því samfara aukinni eftirspurn er víða verið að glíma við efnahagsvanda og erfiðleika við að fjármagna dýr landbúnaðartæki. Fáir stórir framleiðendur eru leiðandi á heimsmarkaði samkvæmt úttekt GVR. Þar eru nöfn eins og John Deere, ACCO samsteypan, Mahindra & Mahindra, CNH Industrial N.V., Iseki & Co og Kubota. Mörg þessara fyrirtækja séu að fjárfesta grimmt í tækniþekkingu í því augnamiði að styrkja stöðu sína á markaði. /HKr. Í þróaðri ríkjum mun verða aukin notkun á nýrri tækni og fjarstýrðum landbúnaðartækjum til að ná fram aukinni uppskeru af hverjum hektara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.