Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201946 Nýjasta útspil Skoda er smájepplingurinn KAROQ, og kemur í stað YETI smájeppans sem var afar sterkur og lipur jepplingur. Karoq er mikið öðruvísi en Yeti og algjörlega hannaður frá grunni með bestu fáanlegu nýjungum sem Skoda býður upp á í framleiðslulínunni. Fyrir skömmu tók ég góðan prufuakstur á þessum nýja og ódýra smá-jepplingi. Lengi getur gott „bestnað“, ótrúlegt hvað hraðastillirinn virkar vel Fyrst var ekið innanbæjar og svo út fyrir bæinn til að prófa bílinn á malarvegi. Á malarveginum, sem var þurr og laus, var ég ánægður með fjöðrunina sem tekur dæmigerðar „pottholur“ vel, en aðeins smásteinahljóð kom frá framdekkjunum upp undir bílinn. Í lok prufuakstursins ók ég til Keflavíkur og til baka án þess að nota hraðastillinn (cruse control) fyrr en í bakaleiðinni við Straumsvík. Stillti ég hann þá viljandi á of mikinn hraða til að skoða sjálfvirkni hraðastillisins. Í prufuakstursbílnum er sérstakur aukabúnaður sem er sjálfvirkur fjarlægðarmælir tengdur við hraðastillinn sem heldur alltaf sama bilinu í næsta bíl fyrir framan. Ástæða þess að ég skoðaði þetta var að hingað til hafa allir bílar sem ég hef prófað týnt bílnum sem á undan ekur í hringtorgum. Ég hafði hins vegar lesið um að hraðastillirinn í þessum Karoq bíl væri betri og nákvæmari. Orðrómurinn sem ég hafði heyrt var réttur, þessi bíll týndi ekki bílnum fyrir framan þrátt fyrir hringtorgið við N1 Lækjargötu í Hafnarfirði. Alltaf sama vegalengd á milli bílanna og á næstu ljósum stoppaði bíllinn sjálfkrafa og fór af stað án þess að ég gerði nokkurn skapaðan hlut. Persónulega myndi ég ekki treysta þessu 100%, því öll mannanna verk geta bilað. Akstur og eyðsla lofar góðu Bíllinn sem ég prófaði var bensínbíll með 1,5 TSI vél sem skilar 150 hestöflum. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 5,4 lítrar á hundraðið. Að loknum um 150 km akstri var mín eyðsla 7,5 lítrar á hundraðið sem er nokkuð gott að mínu mati þar sem ég tók vel á bílnum og reyndi ekkert að keyra sparakstur. Þrátt fyrir að vera ekkert að reyna að keyra sparakstur kom það mér á óvart hversu lágar eyðslutölur ég sá við aksturinn og miðað við það tel ég að auðvelt sé að ná eyðslunni verulega niður sé keyrt á ráðlögðum hraða. Eins og alla aðra bíla sem ég prófa hávaðamæli ég bílana á 90 km hraða (alltaf eins og á sama stað). Skoda Karoq mældist mjög nálægt 70 db. sem er gott miðað við stærð bílsins. Oftast mælist hljóð aðeins hærra í litlum bílum en þeim stærri. Í öllum prufuakstrinum var ég hvergi var við aðstæður þar sem ég var ósáttur við bílinn. Ekkert út á að setja við aksturinn, útsýni gott og ökumannssætið þægilegt. Margt gott í bílnum, en fáir mínusar Fyrst ber að nefna verðið, en Skoda Karoq er á tilboði núna á verði frá 4.990.000 (sá ódýrasti prófaður, en í boði eru 5 mismunandi Karoq). Bíllinn sem prófaður var er með aukalega fjarlægðartengdan hraðastilli sem kostar aukalega 55.000 (mæli eindregið með honum). Hann var með dráttarkrók sem kostar aukalega 160.000, en bíllinn má draga kerru eða vagn með bremsubúnaði sem er allt að 2000 kg. Mikið af aukabúnaði er hægt að fá í Karoq sem að mínu mati er nauðsynlegur, s.s. hituð framrúða, hita í stýri, bílastæðaaðstoð og margt fleira. Í bílnum er varadekk sem ég kýs að kalla „aumingja“ sem ekki má keyra á langt og hratt. Það minnir einna helst á skellinöðrudekk á felgu. Einnig er í bílnum millistykki fyrir mismunandi kerrurafmagnstengi, varúðarþríhyrningur, tjakkur og verkfæri til að skipta um dekk, en gula vestið vantar. Fínn fjölnota bíll með gott rými bæði fyrir farþega og farangur. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is kominn í stað Skoda Yeti Skoda Karoq 4X4 Ambition. Myndir / HLJ Glettilega hátt undir lægsta punkt í Karoq. Góð bakkmyndavél og skynjararnir nema vel til hliðanna. Hér er allt til að redda sér ef springur dekk, en það vantar gula vestið.Hljóðlátur að innan miðað við stærð. Helstu mál og upplýsingar Þyngd 1.872 - 1.886 kg Hæð 1.840 mm Breidd 1.850 mm Lengd 5.330mm Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is A f l v é l a r e h f . e r n ý r i n n f l u t n i n g s o g s ö l u a ð i l i K O N I á Í s l a n d i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.