Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201940 Dalíur hafa verið vinsælar garðplöntur í Evrópu allt frá því þær bárust þangað fyrst frá Ameríku árið 1789. Áður höfðu Aztekar ræktað þær sem nytjaplöntur en rótarhnýðin voru nýtt til matar. Einhverra hluta vegna náði þessi fæðuflokkur ekki vinsældum hérna megin Atlantsála en vinsældir dalíanna sem skrautplantna áttu eftir að ná miklum hæðum. Íslendingar tóku dalíum opnum örmum eins og aðrar þjóðir og vöktu þær svo mikla hrifningu að sérstakur dalíuklúbbur var stofnaður innan Garðyrkjufélags Íslands um ræktun plantnanna. Sá klúbbur er enn starfandi og þykir mikill heiður að fá inngöngu í hann, þótt tengsl hans við Garðyrkjufélagið séu kannski óljósari en áður. Fjölgað með fræi eða hnýðum Íslenskt heiti dalí­ anna er glitfífill en einhverra hluta vegna hefur það heiti ekki náð miklu flugi, í daglegu tali er alltaf talað um dalíur. Þær dalíur sem mest eru ræktaðar hérlendis eru flokkaðar í tvo hópa, sáðdalíur sem eru frekar lágvaxnar og ræktaðar upp af fræi og svo hnýðisdalíur sem eru ræktaðar upp af hnýðum og geta orðið mjög stórar og myndarlegar. Dalíur tilheyra körfublómaættinni. Endalaus litadýrð Sáðdalíur eru, eins og áður sagði ræktaðar upp af fræi og er sáð til þeirra á vorin. Blómgunartími þeirra er um 6–8 vikur yfir sumarið og eru blómin ákaflega fjölbreytt að stærð og lit. Blóm dalíanna geta verið frá því að vera einföld (með einfalda röð af tungukrónum í jaðri blóms) yfir í að vera þéttfyllt. Blómlitir dalíanna eru hvítir, gulir, appelsínugulir, rauðir og bleikir en þær eiga það sameiginlegt með rósum að þær eru aldrei bláar. Hæð sáðdalía er um 30–50 cm, þær mynda fallegan blaðbrúsk og standa skrautleg blómin svo upp úr honum á grönnum blómstönglum. Hnýðisdalíur eru ræktaðar upp af hnýðum sem fást í öllum betri blómaverslunum á vorin. Einnig bjóða margar garðyrkjustöðvar upp á forræktaðar plöntur í pottum og eru þær þá yfirleitt tilbúnar til að fara út í garð. Hnýðisdalíur eru aftur flokkaðar í fjölmarga hópa eftir stærð og lögun blómanna. Sumar þeirra eru með svo stór blóm að þau eru á stærð við barnshöfuð. Til eru hnýðisdalíur með kúlulaga blóm, sumar eru með örmjó krónublöð en yfirleitt eru þær allar með fallega fyllt blóm. Blómlitir hnýðisdalía eru eins og annarra dalía, nær allir litir nema blár og oft eru þær tvílitar. Birtan skiptir máli Allar dalíur eiga það sameiginlegt að vilja sólríkan, hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað. Blóm plantnanna eru svo stór og á það grönnum stilkum að hætt er við að þau brotni af í hvassviðri. Dalíur kjósa rakaheldinn og frjósaman jarðveg og mikilvægt er að muna eftir að gefa þeim áburð ef þær standa í pottum eða kerum. Einnig er skynsamlegt að styðja við blómstöngla hnýðisdalía með bambuspriki, til að draga úr hættunni á skakkaföllum og stöngulbroti. Sagt hefur verið að blóm dalía nálgist það að vera fullkomin, frá sjónarhorni fegurðar og blómlögunar, að öllu leyti nema því að blómin ilma ekki. Það gæti valdið vonbrigðum hjá sumum en gleði hjá öðrum því ekki eru allir hrifnir af mikið ilmandi plöntum. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá LbhÍ GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Dásamlegar dalíur – glæsilegir glitfíflar Blómgunartími dalía er 6–8 vikur og eru blómin ákaflega fjölbreytt að stærð og lit. Allar dalíur vilja sólríkan, hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað. Dahlia x cultorum. Fyllt með bleikum kanti. Sagt hefur verið að blóm dalía nálgist það að vera fullkomin, frá sjónarhorni fegurðarinnar. UMHVERFI&NAFNGIFTIR Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Leiðbeiningar handa sveitarfélögum um samsetningu og notkun örnefna Sífellt er þörf fyrir ný örnefni á Íslandi. Reglulega verða landsumbrot sem breyta landslagi þannig að kallar á ný örnefni. Nýleg dæmi eru Holuhraun og berghlaupið í Hítardal ásamt stöðuvatninu sem það myndaði: Skriðan og Bakkavatn. Stöðugt verða hægfara breytingar á landslagi, til dæmis hefur hop skriðjökla á undanförnum árum leitt til myndunar nýrra lóna sem hefur þurft að nefna. Þetta eru nöfn á náttúrufyrirbærum, en uppbygging mannvirkja í bæjum og sveitum kallar líka á ný nöfn á til dæmis götum og torgum, býlum og landeignum, og þetta eru líka örnefni. Þessi síðastnefndu örnefni eru notuð til að skrá svonefnd staðföng, en það er hugtak sem nær yfir það sem í daglegu tali er kallað heimilisföng, en hefur einnig víðari skírskotun. Nánari upplýsingar um hugtakið staðfang má finna í Handbók um skráningu staðfanga sem Þjóðskrá Íslands hefur gefið út. Lög um örnefni Í fréttatilkynningu frá Stofnun Árna Magnússonar segir að ný lög um örnefni hafi tekið gildi snemma árs 2015 og er í þeim meðal annars kveðið á um að ný örnefni skuli vera í samræmi við staðhætti og íslenska örnefnahefð og einnig í samræmi við íslenska málfræði og málvenju. Lögin kveða einnig á um veigamikið hlutverk sveitarfélaga bæði við að búa til og skrá ný örnefni. Að sumu leyti er hlutverk þeirra stærra en var fyrir setningu nýju laganna. Sem dæmi eru umsóknir um ný og breytt nöfn á býlum ekki lengur afgreiddar af Örnefnanefnd heldur af viðkomandi sveitarfélagi. Áður lagði Örnefnanefnd mat á það meðal annars hvort tillögur að nýjum bæjanöfnum samrýmdust íslenskri örnefnahefð og samþykkti þær eða hafnaði þeim eftir atvikum. Lögin kveða eftir sem áður á um að ný nöfn skuli samrýmast íslenskum nafngiftahefðum (og uppfylla önnur skilyrði laga), en nú eiga sveitarfélögin að ganga úr skugga um að svo sé áður en ný örnefni eru skráð. Skráning örnefna Við skráningu nýrra örnefna þarf þess vegna að huga að mörgu og mikilvægt er að sveitarfélög hafi sem greiðastan aðgang að leiðbeiningum um örnefnamál. Liður í því eru nýjar leiðbeiningar: Örnefni — Leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landmælingar Íslands og Örnefnanefnd hafa nú gefið út. Í leiðbeiningunum er meðal annars gerð grein fyrir því helsta sem hafa þarf í huga til þess að ný örnefni samræmist markmiðum örnefnalaga um viðhald og varðveislu örnefna og örnefnahefða. Þar er einnig farið yfir reglur sem gilda um samráð við Örnefnanefnd í ákveðnum tegundum mála og minnt á öryggissjónarmið sem taka þarf tillit til við skráningu staðfanga, svo eitthvað sé nefnt. Ráðgjöf við val á nýjum örnefnum Leiðbeiningarnar eru sérstaklega ætlaðar fulltrúum sveitarfélaga sem sjá um skráningu staðfanga á vegum þeirra, en einnig þeim sem gera tillögur að nýjum örnefnum: nöfnum á býlum, götum, sveitarfélögum og náttúrufyrirbærum. Þær eru þáttur í því að aðstoða sveitarfélög við að viðhafa góða starfshætti í örnefnamálum. Í bæklingnum er einnig sagt frá því að hægt er að sækja ráðgjöf um skráningu staðfanga og um örnefnamál almennt til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM). Hún hefur það hlutverk að veita almenningi og stofnunum ráðgjöf um örnefni, til dæmis um nýjar nafngiftir og skráningu örnefna. Samkvæmt lögum eru staðföng, til dæmis bæjanöfn og götunöfn skilgreind sem tegund örnefna og þau falla því undir ákvæði laga um örnefni. Ráðgjafarhlutverki SÁM á sviði örnefnamála er sinnt á nafnfræðisviði stofnunarinnar sem er arftaki Örnefnastofnunar Íslands. Fulltrúar sveitarfélaga sem starfa við að skrá staðföng geta haft samband við starfsmenn sviðsins þegar vafi leikur á því að nafn, sem nota á við skráningu staðfangs, samræmist góðum háttum í örnefnamálum. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu sviðsins: https://www.arnastofnun. is/is/nafnfraedi Leiðbeiningarnar hafa þegar verið sendar til allra 72 sveitarfélaga á landinu. Þær er einnig hægt að nálgast á rafrænu formi á heimasíðu Örnefnanefndar: www. örnefnanefnd.is. /VH Þórisstaðir í Svínadal. Myndir / Guðni Hannesson Akratorg á Akranesi. Skaftafell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.