Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201934
UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI
Á vefsíðu English Russia er
að finna margt áhugavert
og skemmti legt efni eins og
umfjöllun um þennan merki
lega Moskvich. Allar árgerðir
Moskvichbifreiða sem fram
leiddar voru á Sovét tímanum
voru bæði hannaðar sem
fólksbifreiðar og sem sendibílar.
Þar var Moskvich engin
undantekning.
Fólksbíllinn Moskvich
400 var líka framleiddur sem
sendibíll í gerðum 400 til 422 á
fjórða og fimmta áratug síðustu
aldar. Sendibílsútgáfan var all
sérstök þar sem yfirbyggingin
á henni var úr timbri. Það
var þó ekki af einhverjum
hönnunarstælum sem timbrið
var notað, heldur einfaldlega af
praktískum ástæðum í stálskorti
eftirstríðsáranna í Sovétríkjunum.
Menn hugsuðu einfaldlega um
það sem hendi var næst og voru
ekki að fást um það sem ekki
fékkst.
Spýtubíllinn sem hér sést var
Moskvich af árgerð 1954. Vegna
efniviðsins sem í honum var entist
hann fremur illa því hann bæði
ryðgaði og fúnaði. Því varðveittust
ekki nema einn og einn bíll sem
finna má á söfnum. /HKr.
Moskvich-spýtubíllinn
frá Sovétríkjunum
Glæsilegur Moskvich úr stáli og timbri.
Þó hér sé um sendibíl að ræða
var vélaraflið ekki mikið, aðeins
23 hestöfl.
Stórt stýrishjól með gírskiptingu í stýri. Ekki mikið verið að hugsa um
óþarfa prjál eða pjátur og á bílnum voru t.d. engin stefnuljós.
„Boddýið“ var ansi rúmgott.
Engin hætta á að hurðin fyki upp
og lítið mál að gera við ef þetta
skemmdist.
Framhurðir og yfirbygging voru
haganlega smíðaðar úr birki og
lítið mála að finna varahluti.
Þessi sovéski Moskvich-422 er ekki eftirgerð heldur upprunalegt farartæki. Verður hann seint talinn til snilldar
hugarsmíðar sovéskra bílahönnuða. Hann var einfaldlega eftirmynd af hinum þýska Opel Kadett K38 sem kom
á markaðinn í Þýskalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina. Enginn hefur heldur reynt að þræta fyrir þann uppruna.
Bílar sem voru með hluta yfirbyggingar úr tré voru vinsælir í Evrópu og í Bandaríkjunum á fyrri hluta síðustu
aldar. Hélst þessi áhugi í Bandaríkjunum lengi vel, en þegar á leið var þar frekar um að ræða viðarskreytingar
utan á stályfirbyggingar og síðar eins konar veggfóður úr plasti. Myndir / English Russia
Séð utan frá líkist verslunin einna helst litlu leikfangahúsi til að hafa í
garðinum eða sem athvarf á leikvelli fyrir börn.
Sjálfsafgreiðsluverslun
með 32 vörutegundir
Þýska smáverslunin Non Stop
Shop er meðal annars sveita
verslun sem hægt er að flytja
milli staða en þetta er sjálfs
afgreiðslustöð þar sem fólk getur
greitt fyrir 32 mismunandi vörur
með greiðslukorti.
Séð utan frá líkist verslunin einna
helst litlu leikfangahúsi til að hafa í
garðinum eða sem athvarf á leikvelli
fyrir börn.
Að sögn Janine Baalmann,
frá þýska framleiðandanum
Westermann í Meppen, er hug
myndin á bak við Non Stop Ship
að annaðhvort sé hægt að setja
nokkra mismunandi vöruflokka í
sölu frá eigin fyrirtæki eða að fleiri
framleiðendur geti sammælst um
verslunina. Hér skipti staðsetning
engu máli þar sem hægt er að færa
húsnæðið til að vild, hvort sem því er
ætlað að standa innan eða utandyra.
Innandyra er hægt að hafa kæli sem
er myndavélavaktaður í XXLstærð
og skjár sem sýnir viðskiptavininum
allt að 32 mismunandi vörutegundir
sem í boði eru og síðan greiðir
kaupandinn með greiðslukorti sínu.
„Þetta geta verið kökur, egg,
grænmeti, ostur, kjöt, safar, bjór,
vín, já og í raun allt sem þarf
að hafa í kæli. Með því að nota
greiðslukortalausn komum við líka
í veg fyrir að ólögráða einstaklingar
geti til dæmis keypt sér alkohól.
Hitastigið inni í Non Stop Shop er
alltaf stöðugt í tveimur gráðum, óháð
hitastigi utandyra, og innréttingin í
verslunarrýminu er ryðfrítt stál sem
auðvelt er að hreinsa og tryggir
góðan árangur gegn meindýrum.
Ef að villa kemur upp í kælingunni
eða um skemmdarverk á rýminu
er að ræða fá eigendur sjálfkrafa
viðvörun með skilaboðum í síma
sína. Hið sama gerist ef einhverjar
af vörutegundum 32 seljast upp,“
útskýrir Janine.
Nú hefur fyrirtækið afhent fyrsta
verslunarrýmið til samvinnufélags
úti á landsbyggðinni í Þýskalandi og
er verðið um fimm milljónir íslenskra
króna. Hugmyndin er ekki alveg ný
af nálinni þó útfærslan sé nýstárleg.
Þannig hefur þýska fyrirtækið Risto
selt yfir 700 sjálfsafgreiðslustöðvar
fyrir ferska mjólk í VesturEvrópu
og hannað fleiri lausnir því tengdu.
/landbrugsavisen/ehg
Síðastliðna 18 mánuði hefur Deuz-Fahr fjárfest fyrir 10 milljónir evra í
verksmiðju í Bandirma í Tyrklandi.
Deutz-Fahr:
Framleiðir 15 þúsund
traktora árlega
Vélaframleiðandinn Deutz
Fahr rekur, eins og margir aðrir
dráttarvélaframleiðendur, hluta
af framleiðslu sinni í löndum þar
sem framleiðslukostnaðurinn er
lægri en í heimalandinu.
Síðastliðna 18 mánuði hefur
fyrirtækið fjárfest fyrir 10 milljónir
evra í verksmiðju í Bandirma í
Tyrklandi og hafa um leið tvöfaldað
framleiðslugetu sína. Markmið
fyrirtækisins er að geta framleitt 15
þúsund traktora á hverju ári.
Verksmiðjan í Bandirma er
ein af sex framleiðslustöðvum
fyrirtækisins því einnig framleiða
þeir í Ítalíu, Þýskalandi, Indlandi
og Kína. Fjárfestingunni er
ætlað að gera verksmiðjuna að
framleiðslustöð sem þjónar bæði
innanlands og utanlandsmarkaði,
þar með talið Evrópu, þegar
kemur að 50–150 hestafla
traktorum. Nú þegar hefur gamla
verksmiðjan gengið í endurnýjun
lífdaga með viðhaldi en þar að
auki hefur fyrirtækið byggt nýja
framleiðslubyggingu sem er
10.000 fermetrar að stærð. Nú er
verksmiðjusvæðið í heild hátt í
30.000 fermetrar að stærð. Með
stækkuninni er nú meðal annars
pláss fyrir nútíma lökkunarhöll
og nýþróaða samsetningarlínu
með tilheyrandi prufubekk fyrir
legur og fleira. Þar að auki hefur
varahlutalager verksmiðjunnar
verið stækkaður til muna. Í nýju
verksmiðjunni er einnig ný prufu
og námskeiðsmiðstöð þar sem tekið
verður á móti viðskiptavinum alls
staðar að úr heiminum til að kenna
á tækni nýrra véla og hvernig þær
virka. /traktor.no/ehg