Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201948 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir tóku við búskapnum í Gröf í Skaftártungu vorið 2018 af foreldrum Jóns Atla; Ólöfu Rögnu og Jóni Geir. Býli: Gröf. Staðsett í sveit: Í Skaftártungu. Ábúendur: Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum Melkorku Sif, 8 mánaða. Svo eru 2 aðrir ættliðir í sama húsi, foreldrar Jóns Atla, bróðir og amma og afi. Stærð jarðar? 49 ha ræktaðir en jörðin er 643 ha að heildarstærð. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 420 fjár og smalahundarnir Röskva og Títla. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar hefjast á kaffibolla, annars eru þeir mjög óhefðbundnir í búskap. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema að gefa heimagöngunum. Sauðburður og göngur/réttir toppa allt! Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonum að við verðum starfandi og á góðu róli. Hvaða skoðun hafið þið á félags­ málum bænda? Við erum þakklát fyrir fólkið sem sinnir þeim störfum og viljum samheldni. Hvernig mun íslenskum land­ búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi mun honum ganga vel og að það verði meira jákvætt tal heldur en neikvætt. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er bara spurning hvenær með lambakjötið ... það er svo gott. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Túristasinnep, rjómi fyrir ísvélina og smjörvi, svona 13 dósir. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Léttreyktur lambahryggur er veislukostur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við þurftum að bruna beint heim af fæðingardeildinni til að finna fyrstu lömbin á sláturbíl það haustið. Eldun á fiski og íslensk jarðarber Það er lykilatriði að elda fisk ekki of mikið. Þurr fiskur er ekki góður. Þumalputtareglan varðandi eldun á fiski er sú að þegar þig grunar að fiskurinn sé tilbúinn, þá er hann það örugglega! Eldunartíminn ræðst af þykkt stykkjanna, gerð þeirra og eldunarhitanum – því er tíminn misjafn. Ég reyni að fylgjast vel með fisknum, um leið og liturinn á honum fer að umbreytast úr glæru yfir í hvítt (eða í ljósbleikt með lax og silung) er fiskurinn tilbúinn. Þegar gaffli er stungið í stykkið vil ég sjá flögur myndast í holdinu, hann á ekki að molna því þá er hann líklega orðinn þurr. Þegar ég pönnusteiki fisk með roði hef ég pönnuna vel heita og steiki fiskinn á roðinu og sný honum svo aðeins yfir á hina hliðina – þá verður hann stökkur að utan og safamikill að innan. Ég elska kartöflumús með fisk, þá bara nýjar íslenskar kartöflur með smjöri (grófmarðar). Það er endalaust hægt að leika sér með hana með því að bæta kryddjurtum í og næstum því hverju sem er. Grilluð rauðspretta › 600–800 g rauðspretta › 200 g smjör › 30 g kapers › 1 stk. sítróna › Salt og pipar Aðferð Brúnum smjörið rólega á pönnu og setjum síðan grillaða rauðsprettuna í álbakka – það kemur skemmtilegt hnetubragð af smjörinu. Bætum kapers við ásamt niðurskornu sítrónukjöti og -berki sem búið er að rífa niður með fínu rifjárni á pönnuna. Látum fiskinn eldast á pönnunni, smökkum til með salti og pipar og færum hann svo beint upp á disk. Ef ekki er til kapers er ágætt að nota fínt saxaðar ólífur eða sólþurrkaða tómata í staðinn. Lúða með basilikulaufum › 300 g lúða › Nokkur basilikulauf (þurrkuð basilika) eða steinselja › 50 ml olía (t.d. ólífuolía) salt og pipar Aðferð Skerum fiskinn í litlar steikur og penslum með ólífuolíu. Grillum á báðum hliðum og kryddum með basiliku, steinselju, salti og pipar. Íslenskir tómatar væru fullkomið meðlæti. Blandaður fiskur í álpappír › 600–800 g blandaður fiskur, lax, steinbítur og kræklingur › 1 dl ólífuolía › 1 laukur, saxaður › 3–6 hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar Aðferð Skerum fiskinn í hæfilega stóra bita og veltum hvítlauksolíu saman við og svo er hráum kræk lingi bætt við. Bakið á grilli í álpappír eða bakka í nokkrar mín. eða þar til kræklingurinn er opnaður. Léttsteikjum svo lauk og setjum yfir fiskinn fyrir framreiðslu. Súkkulaði- og karamellukrem með ís og íslenskum jarðarberjum › 160 g gott súkkulaði › 150 g sykur › 250 g rjómi eða hreint skyr › 20 g hunang › 50 g smjör Aðferð Notum sykurinn til að búa til karamellu á vægum hita (bara á þurri pönnu), síðan blanda hana með rjómanum og hunangi (ef skyr er notað er það sett eftir á). Látum hitastigið falla niður í (75– 80 gráður), hellum síðan smám saman brædda súkkulaðinu saman við og notum spaða til að hræra vel. Blöndum strax með rafmagnstöfrasprota til að gera fullkomið krem. Lækkum hitann niður í 40 gráður, bætum smjörinu við (eða skyri), blöndum aftur í rafmagnsblandara. Leyfum að stífna í kæli og framreið um með íslenskum berjum og góðum ís. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Gröf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.