Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 9

Bændablaðið - 27.06.2019, Síða 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 9 Afríska svínapestin hefur höggvið gríðarlegt skarð í svínarækt í Kína. Hefur svínastofninn í landinu minnkað um rúmlega 20%, eða um 100 milljón dýr á einu ári, að því er fram kemur í Economist. Faraldurinn er líka farinn að hafa alvarleg áhrif á stöðu UBS-bankans í Sviss í samskiptum við Kínverja vegna mistúlkunar á orðalagi í tölvupóstum starfsmanns. Vandræði þessi stafa af því að menn hafa haft áhyggjur af verðbólguáhrifum svínapestarinnar á heimsvísu, sem hefur ýtt undir hækkun á neysluverðsverði. Því skiptir miklu máli hvernig menn koma þeim áhyggjum á framfæri í tölvupóstum, sér í lagi þegar rætt er um kínverska markaðinn eins og Paul Donovan, sem er aðalhagfræðingur UBS-bankans í auðlindastjórnunarmálum, hefur fengið að finna fyrir. Í tölvupóstum frá Donovan til fjárfesta talaði hann um kínversk svín (Chinese pig) í stað þess að segja svín í Kína. Þetta orðasamband þykir hins vegar afar móðgandi í Kína og hljómar jafnvel eins og örgustu kynþáttafordómar. Fóru tölvupóstar Donovan á flug meðal fjárfesta og sérfræðinga og kölluðu fram mikla reiði. Baðst Donovan skriflega afsökunar á að UBS hafi ekki eytt þeim tölvupóstum, en sú afsökunarbeiðni breytti litlu. Kínverska verðbréfafyrirtækið í Hong Kong fór fram á að Donovan yrði rekinn. Verðbréfamiðlunin Haitong International Securities sagðist myndu slíta viðskiptum við UBS-bankann. Kínverska járnbrautafélagið China Railway Construction Corp ákvað síðan að afturkalla tilnefningu um að fyrirtækið starfaði sem samræmingaraðili fyrir skuldabréfaútgáfu UBS-bankann. Vegna vaxandi þrýstings ákvað stjórn USB-bankans að senda Donovan í leyfi. Misskilningur, mistúlkun eða samsæri? Sumir áheyrnarfulltrúar hafa greint þessi viðbrögð sem merki um vaxandi andúð í Kína gagnvart erlendum viðskiptum og að það geti aukið enn þann klofning sem verið hefur í viðskiptum Kína og Bandaríkjanna. Aðrir tala hreinlega um samsæri gegn USB- bankanum. Er bent á að UBS hefur verið eitt vinsælasta erlenda fjármálafyrirtækið í Kína og hafi verið ætlað að gegna stóru hlutverki eftir að hafa hlotið samþykki til að leiða fjármálaöryggisverkefni kínverskra stjórnvalda. Kínverskir keppinautar gætu því alveg sætt sig við að ná skerf að þeirri köku ef UBS verður fyrir áföllum. Dýrkeypt tungumálakennsla Reiðin í garð USB-bankans er allavega mikil. Það að kalla einhvern svín í Kína er mjög móðgandi. Í því samhengi er samt ljóst að Donovan meinti raunveruleg svín en ekki fólk í sínum tölvupóstum. Orðasambandið kínversk svín hafi hins vegar annan skilning meðal Kínverja auk þess sem ýtt hafi verið undir þetta á samfélagsmiðlum. Hefði hann talað um „svín í Kína“ í stað „kínversk svín“ hefði þetta kannski sloppið. Eða eins og fréttastofa Bloomberg, orðaði það, þá var niðurstaðan „dýrkeypt tungumálakennsla“. Þykir faglegur og ljúfur drengur Fyrir þá sem þekkja Mr Donovan, þykir óréttlætið vera augljóst. Hann er sagður mjög faglegur í vinnubrögðum, vinsæll hjá samstarfsfólki og sérfræðingur í verðbólgumálum. Þá skrifaði hann m.a. bók um þau málefni árið 2015. Ef UBS ákveður að reka hann er talað um að bankinn geri úlfalda úr mýflugu, eða öllu heldur eins og breska máltækið segir; „it will have made a pig’s ear of the whole thing.“ /HKr. Kínverjar æfir út í svissneskan banka: Misskilið orðalag í tölvupóstum um svínapest í Kína hefur alvarleg áhrif á stöðu UBS-bankans í Sviss Hey! Næringarríkara hey í vetur með íblöndunar- efni og rúlluplasti frá Líflandi Advance Grass íblöndunarefni er blanda bakteríustofna og ensíma sem hefur jákvæð áhrif á gerjun, dregur úr hitamyndun, þurrefnistapi og eykur meltanleika gróffóðurs. Gerðu gott fóður betra með Advance Grass! Öll íblöndunarefni með 10% afslætti TOPSIL íblöndunarefnin hafa farið sigurför á dönskum markaði og gefið góða raun við að ná fram bættum verkunargæðum með minni tilkostnaði en áður. TOPSIL max er íblöndunarefni í grasslægju, smáratöðu og ertur til að draga úr verkunartapi. TOPSIL max lækkar sýrustig með skjótum og áhrifaríkum hætti og stöðvar niðurbrot próteina og kolvetna. TOPSIL stabil notist í kornheilsæði, repjuheilsæði, grasslægju og smáratöðu. TOPSIL stabil dregur úr fjölda ger- og myglusveppa sem minnkar líkur á hitamyndun og myglu í stæðu- og rúlluverkuðu fóðri með háu þurrefnishlutfalli. Megastretch rúlluplastið hefur skapað sér góðan orðstír fyrir að vera gott í vinnslu, hafa góða límeiginleika og fyrir að tryggja góða varðveislu fóðurs við íslenskar aðstæður. Megastretch plastið er unnið úr DOWLEX PE plastfilmu sem er þekkt fyrir styrk, ógegndræpni og þanþol. Megastretch plastið er ekki forstrekkt. *Tilboðsverð m.v. greiðslu fyrir 15. júlí. Sé óskað eftir greiðslum í haust leggjast 150 kr við hverja rúllu af plasti. Tilboðið miðast við kaup á 10 plastrúllum eða fleiri. Flutningur innifalinn ef teknar eru 20 plastrúllur eða fleiri. Öll verð eru í krónum án vsk. Megastretch 75 cm x 1500 m, 5 laga, 25 míkron VHPLAST75GR GRÆNT Verð áður 10.150 - nú 9.850 VHPLAST75HV HVÍTT Verð áður 10.250 - nú 9.950 VHPLAST75SV SVART Verð áður 9.850 - nú 9.550 Megastretch Extreme 75 cm x 1800 m, 7 laga, 22 míkron VH5AM75G22PE GRÆNT (20 stk) Verð áður 224.500 - nú 218.000 VH5AM75W22PE HVÍTT (20 stk) UPPSELT VH5AM75Z22PE SVART (20 stk) Verð áður 220.000 - nú 214.000 Rúlluplast 50 cm x 1800 m VHPLAST50GR Megastretch GRÆNT Verð áður 8.550 - nú 7.990 VHUNTERLAND50 Unterland X-Plus HVÍTT 7.450 - takmarkað magn, rýmingarsala Rúllunet VHTC130CMX3000M Total Cover 1,30m x 3000 m Verð áður 20.800 - nú 18.900 VHTOTALCOVER3600 Total Cover 1,23m x 3600 m Verð áður 23.700 - nú 21.600 Möttulfilma – plast í stað nets VH5VM1282200 17 míkron 1,28 x 2200 m Verð áður 25.600 - nú 24.600 VH5VM1402000 17 míkron 1,4 x 2000 m Verð áður 26.300 - nú 25.300 Stæðuplast 10% afsláttur af öllu stæðuplasti og tengdum vörum. Verðdæmi: Megacombi 2in1 stæðuplast 16 x 50 m Verð áður 64.500 - nú 58.050 TopSeal undirplast 16 x 50 m Verð áður 12.900 - nú 11.610 MegaplastPower yfirbreiðsluplast 14 x 50 m Verð áður 36.550 - nú 32.895 Meganyl varnarnet 12 x 15 m Verð áður 33.950 - nú 30.555 Sandpokar 20 x 120 cm Verð áður 165 - nú 149 Bænda 11. júlí

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.