Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201950 Um fjórðungur styrkja ríkisins til sauðfjárbænda er háður því að þeir geti sýnt fram á að um sjálfbæra landnýtingu sé að ræða. Ef svo er ekki verða þeir að leggja fram marktæka landbótaáætlun sér til halds. Þrátt fyrir að hátt í 20 prósent bænda standist ekki þetta próf hefur enginn fram til þessa verið felldur á því. Nýleg skýrsla Ólafs Arnalds prófessors um styrkveitingar til sauðfjárræktar felur í sér æði óskemmtilega lýsingu á stjórnsýsluklúðri og misnotkun á opinberu fé. Svo virðist sem Landgræðslan hafi verið þvinguð til að staðfesta að landnotkun og landbótaáætlanir væru í samræmi við gildandi viðmið og reglur um sjálfbæra landnýtingu svo greiða mætti út styrki til bænda sem ekki standast nein eðlileg viðmið. Skýrslan byggir á haldgóðum upplýsingum með ítarlegum rökstuðningi, svo það er rík ástæða til að taka hana mjög alvarlega. Það sem kemur fram í skýrslunni er harður dómur um stjórnsýslu á þessu sviði, vægast sagt. Innan við fimmtungur sauðfjárbænda er ábyrgur fyrir eyðileggjandi landnýtingu en niðurstaða skýrslunnar er engu að síður svartur blettur á sauðfjárrækt almennt. Skýrsla Ólafs sýnir sem betur fer að mikill meirihluti bænda uppfyllir öll skilyrði fyrir sjálfbærri landnýtingu og eiga þar með fullan rétt á þeim styrkjum sem því fylgja. Málið virðist svo alvarlegt að eðlilegt væri að Alþingi fæli Ríkisendurskoðun að fara í saumana á framkvæmdinni. Ýmislegt bendir til þess að milljarðar króna hafi farið úr ríkissjóði til bænda sem hafa ekki átt rétt á slíkum greiðslum. Best færi að sjálfsögðu á því að Bændasamtökin sjálf tækju þátt í því að upplýsa þetta mál að fullu. Eyðing gróðurs og jarðvegs er enn ein helsta umhverfisplága Íslands. Að opinberu fé sé veitt til búskapar sem viðheldur þessu vandamáli er reginhneyksli. Að framkvæmd vottunar á landnýtingu sé gerð með því að þvinga fagstofnun ríkisins á þessu sviði til samþykktar er misnotkun á valdi. Að greiða fé úr ríkissjóði til þeirra sem ekki eiga rétt á greiðslunum kann að vera refsivert. Er ekki kominn tími til að stjórnsýsla landsins vakni af dvalanum og taki til hendinni? Tryggvi Felixson formaður Landverndar LESENDABÁS Eldsneyti framtíðarinnar – íslenskar orkujurtir Framleiðsla jarðefnaeldsneytis mun innan nokkurra áratuga dragast verulega saman. Í þeirri staðreynd felst sú áskorun að framleiða nýja orkugjafa hér á landi sem eru bæði endurnýjanlegir og umhverfisvænir. Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Repjuræktun og framleiðsla á eldsneyti úr repjuolíu er sjálfbær leið til að sjá fiskiskipaflotanum fyrir eldsneyti sem ekki veldur koltvísýringsútblæstri. Möguleikar á því að framleiða eigið eldsneyti í stað þess að flytja það inn til landsins eiga að kalla á umfangsmikla greiningu á þeim hagræna ávinningi sem mun skapast fyrir þjóðarbúið, bændur og framleiðendur og ekki síst út frá umhverfislegum markmiðum. Aðgerðir og ívilnanir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis Í samgönguáætlun íslenskra stjórnvalda eru sett fram markmið um að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna. Stefnt verði að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna á Íslandi verði undir 750 þúsund tonnum árið 2020 sem er í samræmi við aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á að auknar verði rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum til að þróa og framleiða vistvænt eldsneyti. Einnig að markvissar aðgerðir og ívilnanir miði að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að samgöngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Sérstök áhersla er lögð á að auka notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotann. Þessi stefna íslenskra stjórnvalda er í takt við það sem er að gerast í kringum okkur. Evrópusambandið hefur sett reglur um framleiðslu og notkun umhverfisvænna orkugjafa og hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) hafa verið lagðar fram hugmyndir um aukna notkun á umhverfisvænum orkugjöfum í skipum sem þáttur í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ræktun á repju er kolefnisjöfnun Bíódísill úr repjuolíu er lífræn dísilolía og endurnýjanlegur orkugjafi og telst einn umhverfishlutlausasti orkugjafinn sem getur komið í stað jarðdísilolíu á bíla, skip og flugvélar. Við brennslu á bíódísil, sem framleiddur hefur verið úr repjuolíu, er talið að um rúmlega 70% minni mengun sé að ræða en þegar jarðdísill er notaður. Repjuræktun felur í sér tvöfalda kolefnisjöfnun með tilliti til útblásturs á koltvísýringi þar sem ræktunin tekur til sín tvöfalt meira af koltvísýringi en brennsla olíunnar gefur frá sér við útblástur. Einn repjuhektari fullnægir vel meðalþörf fólksbíls á einu ári, þ.e. rúmlega 1000 lítrar af 100% lífdísil. Bíódísil má nota í olíubrennurum og á allar dísilvélar farartækja og varla þarf að breyta vélunum ef skipta skal yfir á bíódísil. Bíódísill virkar eins og dísilolía nema hvað hann er óeitraður, veldur lágmarks mengun og hefur einnig meiri hreinsunar- og smureiginleika. Ræktunarland er til staðar Með ofangreint í huga fellur repjuræktun sem orkuöflun sérstaklega vel að hugtakinu umhverfisleg sjálfbærni sem innlend og endurnýjanleg orka því ræktunina má endurtaka án þess að ganga á auðlindaforða náttúrunnar. Að auki sparar íslensk framleiðsla á bíódísil og repjuolíu innflutningi á þessum afurðum. Vinnsla þeirra hérlendis skapar atvinnu og eykur þar með þjóðartekjur sem og orkuöryggi þjóðarinnar. Ísland hefur þá sérstöðu að ekki þarf að taka undir ræktunina land sem almennt er í ræktun fyrir matjurtir. Nauðsynlegt er því að nýta það landsvæði sem almennt er ekki í ræktun hjá bændum til að rækta orkujurtir eins og repju. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er gott ræktunarland hér á Íslandi um 600.000 hektarar eða einungis 6% af flatarmáli landsins. Þar af eru þegar í ræktun um 120.000 hektarar og tiltækt ræktunarland er því um 480.000 hektarar. Með sérstöku átaki mætti framleiða alla þá olíu sem íslenski skipaflotinn notar á nú ónýttu landi. Minnkum innflutning – aukum orkuöryggi Íslenski fiskiskipaflotinn notar að meðaltali um 160 þúsund tonn af skipagasolíu á ári. Þegar Þegar svartolía og skipaolía, sem keypt hefur verið erlendis, er meðtalin fer notkunin í um 200 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að á næstu 10 árum muni olíunotkun íslenskra fiskiskipa verða svipuð og í dag eða árlega í kringum 160 til 200 þúsund tonn af jarðolíu. Tæknilega væri unnt að minnka losun margra gróðurhúsalofttegunda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt með því að breyta eldsneytisnotkun skipa þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Útgerðirnar gætu ræktað repju og breytt henni í bíódísil fyrir skip sín. Næstu skref Undirbúa þarf sem fyrst og með kostgæfni notkun bíódísils á aðalvélar íslenskra skipa með hagkvæmni og umhverfislegan ávinning að leiðarljósi. Byrja mætti í minni skipum og síðan auka sviðið jafnt og þétt. Einnig mætti byrja á lágu íblöndunarhlutfalli bíódísils í jarðdísil eins og til dæmis 5% og hækka síðan hlutfallið jafnt og þétt með aukinni repjuræktun og framleiðslu á bíódísil. Undirrituð hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til samgönguráðherra varðandi ræktun og nýtingu íslenskra orkujurta fyrir fiskiskipaflotann. Það verður áhugavert að sjá hver næstu skref verða í þeim efnum, þar sem stórkostleg tækifæri felast í aukinni nýtingu íslenskra orkujurta, ekki síst fyrir umhverfið og orkuöryggi þjóðarinnar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins Silja Dögg Gunnarsdóttir. Sauðfjárrækt, gæðavottun og grænþvottur Byggðaþróun sveitarfélaga – framtíðarsýn Í stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024 er lagt upp með að Ísland verði í fararbroddi með nútímainnviði, framsækna þjónustu og verðmætasköpun. Að lífsgæði verði jöfn, sveitarfélög öflug og geti annast staðbundin verkefni. Að þau geti veitt íbúum hagkvæma og góða þjónustu með markmið sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Hérna skiptir byggðaþróun og atvinnuuppbygging á landinu miklu máli. Í Grænbók, stefnu um málefni sveitarfélaga, sem nýlega var í samráðsgátt stjórnvalda, er tafla frá Byggðastofnun, spá um þróun mannfjölda á Íslandi 2017–2030 byggð á miðspá Hagstofu Íslands. Samkvæmt þeirri spá er ekki gert ráð fyrir viðsnúningi á mannfjöldaþróun síðustu áratuga sem þýðir að áfram verður aukningin mest á stór-Reykjavíkursvæðinu og áhrifasvæði þess, þ.e. á Suður- nesjum og Suðurlandi. Þá er spáð fólksfækkun á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi á þessu tímabili. Sá þáttur sem spilar hvað fyrst inn í hjá fólki sem íhugar búferlaflutninga af þessum svæðum til suðvesturhornsins er einhæft atvinnulíf á núverandi búsetusvæði. Þessari þróun verður að snúa við því sveitarfélög eiga að vera sjálfbær og óháð því að jöfnunarsjóður haldi þeim á floti vegna fólksfækkunar. Það verður ekki gert nema með skipulögðu inngripi af hálfu ríkisvaldsins. Þarna er aðgerðin „störf án staðsetningar“ ekki nóg. Þó ráðið sé í starf án staðsetningar og sá ráðni staðsettur fjarri höfuðborginni er tilhneigingin sú að einstaklingurinn endar á að flytja á stór-Reykjavíkursvæðið innan fárra ára þar sem höfuðstöðvar starfseminnar eru. Alþingi Íslendinga þarf að taka upplýsta ákvörðun um að flytja ríkisstofnanir og dreifa þeim um landsbyggðirnar með markvissum hætti. Þannig eru sveitarfélög styrkt, undið ofan af neikvæðri búsetuþróun og slagkraftur heimamanna aukinn. Með því að flytja ríkisstofnanir í heilu lagi en ekki einstök störf eða deildir er byggt undir viðkomandi sveitarfélög með verðmætari störfum og breiðari þekkingu inn á svæðin. Þannig styrkist tekjugrunnur sveitarfélaga og ungt fólk sem hefur lokið námi á greiðari aðgang aftur til heimahaganna ef menntastörf eru í boði. Það er eitt af því sem vantar, hvati fyrir ungt fólk á barneignaaldri til að flytjast út um landsbyggðirnar. Í Grænbók, kafla 6.2. á bls. 35, er fjallað um mögulegar leiðir sem gætu verið líklegar til árangurs. Eru pólitískt fýsilegar, tæknilega álitlegar, leiða til jákvæðra efnahagslegra áhrifa og langtímaáhrifa. Þar er m.a. bent á þá leið að fela tilteknum aðilum rekstur tiltekinna verkefna eða breyta stofnanakerfinu til að ná betur þeim árangri sem stefnt er að. Ofangreind leið, flutningur ríkisstofnana út um landið, fellur vel að þessu markmiði og ætti að geta orðið mjög vænleg til árangurs til framtíðar litið. Slík byggðaaðgerð myndi hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu um allt land og myndi þannig styrkja sveitarstjórnarstigið. Katrín Sigurjónsdóttir, Sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð og stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Katrín Sigurjónsdóttir. Bænda 11. júlí 1 2 3 4 5 6 Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin fimm ár samkvæmt könnunum Gallup 20 14 4 3, 3% 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 14 3 3, 9% 20 15 3 1, 0% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 14 1 1, 3% 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 8 ,0 % 20 18 9 ,1 % 20 18 2 4, 6% 20 18 2 2, 1% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið 20 18 4 5, 6% 20 18 1 0, 8% 20 18 5 ,1 % Bæ nd ab la ði ð / H Kr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.