Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 43 0,5% chlorhexidine, 0,29% joð og 0,8% mjólkursýru höfðu mest áhrif á Streptococcus bakteríur. Vísindafólkið sem að rannsókninni stóð mæltu með því að til að ná bestum jafnaðarárangri þá ættu bændur að nota dýfur sem innihalda chlorhexidine. Of margir fara ekki eftir ráðleggingum! Þrátt fyrir að fyrir liggi ýmis góð ráð til að draga úr líkum á júgurbólgu þá eru enn of margir bændur að gera eitthvað allt annað! Þetta kom m.a. fram í erindi sem byggði á sænskri rannsókn á 180 þarlendum kúabúum. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að bústjórn kúabændanna og hvernig hana mátti tengja við júgurheilbrigði kúa á fyrsta mjaltaskeiði. Kúabúunum var skipt upp í þrjá mismunandi hópa eftir því hvernig frumutala búanna breyttist á milli þeirra mælidaga sem rannsóknin náði til. Bændurnir voru svo heimsóttir og spurðir spjörunum úr varðandi það hvernig þeir stóðu að bústjórninni og umhirðu gripa sinna frá fæðingu að fyrsta burði. Í ljós kom að þeir bændur sem áttu í mestum erfiðleikum með júgurheilbrigði þessara ungu kúa höfðu gert margt kolrangt í uppeldi og meðferð þeirra. Þannig gáfu t.d. 57% bændanna kvígunum mjólk frá kúm með júgurbólgu og 67% gáfu kvígunum mjólk frá kúm með háa frumutölu. Þá hýstu 77% bændanna kvígur, sem voru langt gengnar, með geldkúnum. Margt annað kom fram í rannsókninni sem bendir til þess að þrátt fyrir að almenn vitneskja sé til staðar um hvað beri að gera til að draga úr hættu á slæmu júgurheilbriði hjá ungum kúm, þá meðtaki hreinlega ekki allir þá vitneskju. Aukin örvun eykur afköstin Þeir sem nota mjaltaþjóna við mjaltir þekkja það vel að kýr selja misvel og mjaltatíminn getur verið afar breytilegur. Starfsfólk mjaltaþjónaframleiðandans Lely skoðaði nýverið áhrif mismunandi burstatíma, þ.e. örvunar á spenaenda, á afköst mjaltaþjóna á 26 kúabúum. Niðurstaðan kemur etv. ekki stórlega á óvart, enda kom í ljós að með aukinni örvun ákveðinna kúa mátti auka afköst mjaltaþjónanna. Þetta á sér í lagi við um kýr sem eru seinar í gang og eru í raun tómmjólkaðar í upphafi mjalta þar sem flæði mjólkurinnar frá mjólkurblöðrunum fer seint af stað. Í ljós kom í þessari rannsókn Lely að með því að lengja burstatíma á spenaendum kúa sem eru lengi í gang var hægt að minnka tómmjaltirnar í upphafi mjalta, auka meðalflæðihraða mjólkurinnar og um leið auka afköst mjaltaþjónsins mælt í lítrum mjólkur á hverja klukkustund. Niðurstöðurnar benda skýrt til þess, sem raunar hefur verið ráðlagt í áraraðir, að á hverju búi með mjaltaþjón þá eigi að skoða mjaltaeiginleika hverrar kýr og haga stillingum mjaltaþjónsins í samræmi við hinar ólíku þarfir sem kýrnar hafa. Umhverfisvænni mjólkur­ framleiðsla með betra júgurheilbrigði Lokaerindi ráðstefnunnar flutti hinn reynslumikli og virti Norðmaður og Íslandsvinur Dr. Olav Østerås en hann hefur starfað að júgurheilbrigðismálum í áratugi. Hann fór nýjar og áhugaverðar leiðir í sínu erindi en hann velti upp samhenginu á milli sjálfbærni-markmiða Sameinuðu þjóðanna og júgurheilbrigði! Etv. ekki alveg skýrt samhengi þarna á milli við fyrstu sýn en tilfellið er að með betra júgurheilbrigði þá er hægt að vera með umtalsvert umhverfisvænni mjólkurframleiðslu í heiminum en hún er í dag! Í máli Dr. Olav kom fram að mjólkurframleiðsla heimsins er í dag mun umhverfisvænni en hún var fyrir þó ekki nema rúmum áratug. Árið 2005 nam losun á CO2 2,8kg á hvert framleitt kíló mjólkur en árið 2015 nam losunin ekki nema 2,5 kg af CO2. Bæting um 11% á 10 árum en á sama tíma hefur mjólkurframleiðsla heimsins aukist þannig að þrátt fyrir að minna sé losað í dag af CO2 fyrir hvert framleitt kíló mjólkur þá hefur heildarlosun búgreinarinnar sem slíkrar aukist á þessu tímabili. Hann benti á að ef það tækist að ná betri tökum á júgurbólgunni þá hefði það margvísleg áhrif sem ná langt út fyrir það sem almennt er tengt við umræðu um júgurheilbrigði. Þannig mætti, með betra júgurheilbrigði, selja fleiri lítra af mjólk í stað þess að henda henni með tilheyrandi framleiðslukostnaði og umhverfisáhrifum. Bætt júgurheilbrigði stuðlar einnig að aukum afurðum kúnna, sem lækka enn frekar umhverfisáhrif framleiðslunnar og um leið dregur bætt júgurheilbrigði úr líkunum á aukningu lyfjaónæmra baktería. Allt væru þetta þættir sem skipta ekki bara mjólkurfram- leiðendur í heiminum máli, heldur heimsbyggðina alla. ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4980 info@yamaha.is www.yamaha.is Vandaðir utanborðs- mótorar í mörgum stærðum F2,5 - F350 ÞEGAR ÁREIÐANLEIKI OG ÖRYGGI GERA GÆFUMUNINN! KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á WWW.YAMAHA.IS Á ráðstefnunni var haldin vegleg veggpjaldasýning þar sem kynntur var margs konar fróðleikur varðandi júgurheilbrigði. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 TINDAR OG HNÍFAR GOTT ÚRVAL - Vörubílar - Rútur - Vinnuvélar TIL SÖLU: FORTRON IÐNAÐARSAUMAVÉL til merkingar á fatnað, derhúfur og vefnaðarvöru. Kemur með öllum fylgihlutum og tölvu til hönnunar. Vélin hefur verið í þjónustu hjá Pfaff. Verðtilboð. Hafið samband í s. 897-7917 Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.