Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 7 LÍF&STARF Í þessum vísnaþætti verður áfram valið efni úr „úrklippubók“ Hermanns Jónssonar frá Lambanesi í Fljótum. Ingibjörg Gísladóttir á Akranesi orti þessa lipru stöku þegar gengi hinnar eldri Viðreisnar tók að halla verulega: Viðreisnin er voða bág, vekur það mörgum angur. Henni sæmir héðan í frá heitið niðurgangur. Eftir Þormóð Pálsson frá Njálsstöðum er þessi staka: Mörg er vist og víða gist, varir þyrstar, dans og kæti. Ein er kysst en óðar misst önnur flyzt í hennar sæti. Vestur í Winnipeg orti Einar Þorgrímsson: Ég er blauður orðinn þræll og mun trauður gleyma, nú væri auður vinur sæll að vera snauður heima. Eftir Ólínu Jónsdóttur er þessi lipra hringhenda: Stefjagróður, stuðlaföll stytta hljóða vöku. Hlýnar blóð og hugsun öll heyri ég góða stöku. Jónas bóndi Illugason frá Brattahlíð gaf atómskáldum svofellda einkunn: Atómskálda þynnkan þynnt er þynnri en nokkur skita. Hvort hún verður þynnra þynnt það má fjandinn vita. Þegar Guðmundur Friðbjarnarson frá Skál í Köldukinn las ljóðkorn eftir eitt af okkar yngri skáldum, orti hann þessa snjöllu vísu: Hann nær ekki landi, því bilið er breitt, það er bölvað að vera kjáni. Þó hefur manngreyið þrjátíu og eitt þingmannsvit, að láni. Þrátt fyrir napra samlíkingu er ofan greinir, þá fylgdist Karl Sigtryggsson á Húsavík nokkuð með úrslitum kosninga. Í þeim kosningum sem greinir, jók Framsókn heldur fylgi sitt. Karl orti þá þessar tvær vísur: Maddaman er meira en drjúg í mála ragi. Þó ei gali hátt á haugi, hún er að verða efst á baugi. Þó að standi á fúnum fótum fremri partur, aftur hluti er eitil hertur, einkum Löngumýrar stertur. Þá svaraði Guðmundur Friðbjarnarson: Engu þyrmir þjóðin mín þegar fúna gömlu sprekin. Þegar breytt er vatni í vín vítaspyrna er dæmd- og tekin. Sigurður Jónsson í Katadal leit í heit og ástleitin augu ungrar stúlku og kvað: Böl er sveinum bið og hik, best í leynum gengur. Þetta eina augnablik ætti að treinast lengur. Og Hannes Hafstein orti um svipað efni: Karlmannsþrá er vitum vér, vefja svanna fangi. kvenmannsþráin einkum er að hann til þess langi. Stephan G. Stephansson orti um trúarskoðun sína þessa vísu: Í æsku tók ég eins og barn alheimskunnar trúna. Með aldri varð ég efagjarn, engu trúi ég núna. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 228MÆLT AF MUNNI FRAM Sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins: Íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun Sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins nú í sumar nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun og var hún opnuð á uppstigningardag. Um er að ræða farandsýningu sem má rekja til rann­ sóknarverkefnis Heimilis iðnaðar safnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins – húss skáldsins. Skýrsla um þessa rannsókn er birt á vefsíðum safnanna. Í framhaldi var ákveðið að hlutgera afraksturinn með farandsýningu sem var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í desember árið 2017. Auður Ösp Guðmundsdóttir sýningarhönnuður sá um að hanna sýninguna og koma henni upp. Um svipað leyti kom út bókin um íslensku lopapeysuna eftir Ásdísi Jóelsdóttur sem byggð er á rannsóknarskýrslunni sem hún vann á sínum tíma. Fyrri hluta árs 2018 var sýningin sett upp á Nord Atlantes Brygge í Kaupmannahöfn og síðan fór sýningin til Odense. Auður Ösp setti svo sýninguna upp aftur í Heimilisiðnaðarsafninu. Kom fyrst fram á fimmta áratug síðustu aldar Safnasjóður styrkti bæði rannsóknarvinnuna og farandsýninguna og einnig fékkst styrkur frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til sýningarinnar og má segja að sá styrkur hafi gert Heimilisiðnaðarsafninu kleift að taka þátt í verkefninu. Íslenska lopapeysan kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Einnig er ljóst að engin ein prjónakona hannaði lopapeysuna heldur hefur útlit og gerð hennar tengst mörgum áhrifaþáttum. Auður Laxness átti þó mikinn þátt í því að móta útlit peysunnar og kynna hana í gegnum tengslanet sitt. Duggarapeysurnar til sýnis Elín S. Sigurðardóttir safnstjóri fór nokkrum orðum um frumgerðir þriggja peysa sem allar eru varðveittar í safninu og voru í fyrstu uppsetningu sýningarinnar. Peysurnar voru síðan endurgerðar áður en sýningin var send til Danmerkur. Sagði Elín að í heimildum um sjómannspeysuna, eða duggarapeysuna, úr safni Halldóru Bjarnadóttur komi fram að peysan hafi verið prjónuð árið 1920. Halldóra segir einnig að á kreppuárunum hafi peysur af því tagi verið handprjónaðar þúsundum saman, aðallega norðanlands en einnig á Vestfjörðum og seldar veiðarfæraverslunum í Reykjavík og Akureyri. Haft er eftir Halldóru að það hafi þótt góð atvinna og eftirsótt að prjóna peysurnar. Gömlu peysurnar liggja frammi á meðan sýningin verður í Heimilisiðnaðarsafninu. Elín kvað samstarfsverkefnið hafa verið mjög árangursríkt og gott dæmi um góðan ávöxt af samstarfi ólíkra safna. Sautjánda sérsýningin Í lokaorðum Elínar kom fram að þetta væri í sautjánda sinn sem sérsýning væri opnuð í safninu sem teljist merkilegt hjá ekki stærri stofnun. Hún minnti einnig á þann heiður og ábyrgð sem byggðarlaginu hefði hlotnast að eiga slíkt safn sem Heimilisiðnaðarsafnið, sem nyti daglegrar viðurkenningar gesta, fræða- og listafólks og augljósasta dæmi um þessa viðurkenningu væri stöðugur áhugi listafólks um að fá að halda sérsýningu í safninu. Ágæt aðsókn var við opnunina og þáðu gestir kaffi og kleinur og áttu notalega samverustund í kaffirými safnsins. Safnið er opið í sumar, frá júní og til ágústloka, frá kl. 10 til 17. /MÞÞ Björg Baldursdóttir frá Kvæðamannafélaginu Gná kvað stemmur bæði í upphafi athafnar og í lokin og var gerður góður rómur af. Björg Baldursdóttir og Elín S. Sigurðardóttir safnstjóri við opnunina. Upprunalegu peysurnar sem voru endurgerðar. Myndir / Jóhannes Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.