Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 29 Rúlluplast - Rúllunet - Stæðuplast Eykur fóðurgæði - Betri inntaka - Meiri meltanleiki Heilbrigðari kýr - Betri afkoma Meiri upplýsingar á www.josilac.com Stæðuplast/ Undirplast 10*50 - 12*50 14*50 - 16*50 18*50 - 20*50 Stæðuplastið er svart/hvítt 150 mµ Undirplastið er transparent 40 mµ PolyStretch Litur: Grænt Styrkur 25 mµ UV stability: 12 mán. Stærð: 0,75*1.500m Verð án vsk: Kr. 10.900,- Polywrap rúllunet 1,23*3000 Rúllutape Rúllubindigarn/ Stórbaggagarn Lavanda Litur: Fjólublátt Styrkur 25 mµ UV stability: 12 mán. Stærð: 0,75*1.500m Verð án vsk: Kr. 10.900,- íblöndunarefniJOSILAC Ég finn mikinn mun á lystugleika á þeim rúllum sem hafa Josilac Classic. Reynir Sverrir Sverrisson Bringu Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vinnufatnaður frá Sunna framleiðir um 27 tonn af grænmeti á ári: Selst alltaf allt – utan þess hlutar sem fer í þeirra eigin matseld Margir þeir sem kunna að meta góða tómata þekkja afurðirnar frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum. Um 27 tonn grænmetis er framleitt þar á hverju ári og fer framleiðslan á almennan markað en er líka afar mikilvægt hráefni inn í rekstur eldhúss Grænu könnunnar á Sólheimum sem þjónar bæði sem mötuneyti fyrir þorpsbúana og er fyrsta flokks veitingastaður fyrir gesti. Þá leggur Sunna einnig til hráefni fyrir matvælaframleiðsluna sem er starfrækt í gegnum Grænu könnuna og er afraksturinn seldur á staðnum. „Það skiptir miklu máli að hafa sólina fyrir stöð eins og okkar sem ekki er með lýsingu nema fyrir uppeldisplönturnar,“ segir Jón Þröstur Ólafsson, deildarstjóri Sunnu, um hvaða áhrif það hafi fyrir þeirra framleiðslu að hafa svo sólríkt vor og sumar. „Við þurfum þá bara að vökva aðeins meira og það er allt í lagi. Eina vandamálið er hvað það er erfitt að vinna í þessum hita, en þetta er gott fyrir tómatana og framleiðsluna. Það þroskast allt miklu hraðar núna miðað við í fyrra.“ Ræktunarferillinn frá janúar og út október Við erum með lífrænt vottaða ræktun hér og plönturnar standa í jarðveginum sjálfum en ekki í pottum. Það er ekki leyft að gefa þeim tilbúinn áburð þannig að okkar næringargjöf samanstendur af fiskimjöli, þörungamjöli og fljótandi sykurreyr líka. Það má segja að ræktunartímabilið hefjist um miðjan janúar, en þá byrjun við að sá og þrífum húsin. Setjum hrossaskít og þörungamjöl í ræktunarsvæðin og tætum það saman við jarðveginn. Einum og hálfum mánuði síðar er hægt að planta út í húsin þar sem plöntunum er ætlað að standa. Þetta er gert þannig í nokkrum hollum og uppeldisplöntunum er þannig raðað í vaxtarhúsin koll af kolli. Við fáum uppskeru frá maí og út október að meðaltali. Við höfum verið með mest af tómötum; kirsuberjatómata, konfekttómata, bufftómata og hefðbundna tómata. Af öðru grænmeti má nefna nokkur kúrbítsyrki, papriku, eggaldin og gúrku – og ég hef leikið mér talsvert með afbrigði af þessum tegundum, til dæmis í litum og lögun. Í söluöskjunum frá Sólheimum, sem er að finna í verslunum, er ýmsum tómatayrkjum gjarnan blandað saman. „Já, við erum frekar nýlega farin að gera þetta. Ég sá þetta á ferðum mínum um Holland og fannst upplagt að prófa þetta hérna. Það hentar betur til dæmis fyrir smærri fjölskyldur og einstaklinga, sem þurfa ekki mikið magn af hverri sort,“ segir Jón Þröstur, en mest af vörunum fer í Bónusverslanir á Selfossi og í Hveragerði. Öllu er pakkað beint frá Sólheimum, að hluta til í nýlegri pökkunarvél sem sérmerkir vörurnar Sunnu. Grænmeti frá Sunnu fæst líka í versluninni Völu, sem nú er undir sama þaki og Græna kannan. Selst alltaf allt frá okkur Jón Þröstur kom til starfa hjá Sunnu fyrir rúmum tveimur árum og hann finnur meðbyr með lífrænt vottuðum afurðum þó að ekki fjölgi í stétt slíkra ræktenda. „Já, ég finn að það er sífellt meira sótt í þessar vörur og þær fá góðan hljómgrunn. Það selst alltaf allt frá okkur. Ég veit svo sem ekki hvað veldur því að svo fáir fara út í að ná sér í vottun, en það er alltaf ákveðin áskorun að fara úr í slíka ræktun og hún gerir mönnum ekkert endilega auðveldara fyrir. Ég þekki það sjálfur, þar sem ég hafði ekki stundað lífræna ræktun áður og ekki ræktað matjurtir. Ég hafði komið nálægt flestum öðrum sviðum garðyrkju áður en ég tók við Sunnu; skrúðgarðyrkju, afskornum blómum, pottablómum. Ég get samt sagt að þegar ég var orðinn öruggur í ræktuninni þá var þetta bara ekkert síðra en annað – og er í raun mjög gefandi og skemmtilegt að rækta svo vandaðar matjurtir eins og við gerum hér.“ /smh Jón Þröstur með nokkra formfagra og litskrúðuga kúrbíta. Mynd / smh Nýleg pökkunarvél merkir vörurnar Sunnu á hagkvæman hátt. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.