Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 21 hæðin í Kuibyshev-uppistöðu- lóninu verið áætluð 52,5 metrar í byrjun júní. Aðrir eru hins vegar áhyggjufullir yfir því að þeim sem beri ábyrgð á stjórnun flókinna vatnsmiðlana hafi ekki tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Leysingavatnið hvarf í jarðveginn og skilaði sér ekki í Volgu Þó að snjókoman í fjöllum við upptök Volgu hafi verið meiri en í meðalári hefur veturinn einnig verið verulega hlýrri á öllu svæðinu en venjulega. „Undanfarin 20 ár hefur jörðin frosið og snjórinn safnast á frosna jörð. Snjóbráðin á vorin hefur síðan runnið í Volgu,“ segir Sergei Simak, formaður grænu hreyfingarinnar í Rússlandi [Russian Green League]. Segir hann að vatnasérfræðingar hafi búist við svipaðri stöðu í vetur, en yfirborð jarðar fraus ekki og því hafi stór hluti af snjóbráðnuninni farið beint niður í jarðveginn í stað þess að renna út í Volgu. Það sé reyndar gott fyrir jarðveginn, en vegna þess að vatnasérfræðingarnir hafa misreiknað sig er staðan nú verri í vatnsmiðlun við Volgu en annars væri. Hagsmunir vatnsorkuvera, landbúnaðar og fiskveiða fara ekki alltaf saman Volga er lengsta fljótið í Evrópu, um 3.520 km frá Tver-svæðinu í norðvesturhluta Rússlands til Kaspíahafsins í suðri. Vatnasvæði Volgu spannar yfir 1,35 milljónir ferkílómetra og nær nánast yfir allan Evrópuhluta Rússlands. Á þessu svæði eru 11 af 20 stærstu borgum landsins. Þar eru líka 13 vatnsorkuver sem nýta vatnsflæðið úr Volgu. Syðst myndar Volga gríðarstórt ármynni sunnan borgarinnar Astrakhan áður en fljótið rennur út í Kaspíahaf. Áhrifasvæði fljótsins er mikilvægt fyrir landbúnað, skógrækt og fiskveiðar, auk þess sem Volga er mikilvæg flutningsleið. Fram að þeim tíma sem skrifstofa vatnaeftirlits landsins fyrirskipaði lokun vatnsmiðlunar úr uppistöðulónum 14. maí, hafði vatnsmiðlunin aðeins verið opin í 23 daga í vor. Aleksandr Epifanov, sérfræðingur við Vatnsforðastofnunina um miðbik Volgu, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að miðla vatni einungis til lægra Volgu-svæðisins til að auðvelda styrjuhrygningu fyrir kavíarframleiðslu svæðisins. Hann segir að þetta hafi venjulega verið gert í lok apríl og í byrjun maí, en á þessu ári hafi vorleysingavatn ekki komið í lónin í stað þess vatns sem hleypt var úr þeim. Því hafi orðið að takmarka útrennslið. Epifanov viðurkennir í samtali við RFE/RL að fiskveiðum á vatnasvæðum um miðbik Volgu hafi nú verið fórnað í þágu mikilvægari fiskiðnaðar í suðri. „Þetta er sannleikurinn, en við neyddumst til að gera þetta. Enginn hefur getað komið með lausn sem gefur góða stöðu á einum stað og frábæra á öðrum. Ef það er góð staða fyrir fiskveiðar um miðja Volgu, þá verður tapið gríðarlegt fyrir svæðin sem liggja lægra og neikvæðu áhrifin yrðu í það minnsta þreföld,“ segir Epifanov. Miklar áhyggjur af fiskstofnum Kirill Lunin, sérfræðingur samtakanna, segir að fiskstofnar sem lifa um miðbik Volgu, eins og hin forna aborrategund Pike sem lifir á grunnsvæði, Bream og Carp geti orðið illa úti vegna þess að þeir hafa nú þegar hrygnt á svæðum sem nú eru að þorna upp. Vatnið hafi farið að minnka strax við lok hrygningartímans. Ljóst sé að mikil afföll verði á næstu kynslóð þessara tegunda sem muni hafa mikil áhrif á stofnana. Lunin segir að meira en 3.000 hrygningarsvæði á vatnasvæði um Mið-Volgu hafi orðið fyrir áhrifum af þurrkunum. Líka vandræði vegna drykkjarvatns Árið 2010, þegar vatnsborð Volgu var einnig hættulega lágt vegna mikilla þurrka, upplifðu íbúar borgarinnar Tolyatti að mengun jókst mjög í drykkjarvatni. Um það bil helmingur neysluvatnsins kemur úr Volgu. Vistfræðingur Simak segir að núverandi ástand muni ekki valda hörmungum, en borgir eins og Tolyatti verði að eyða meiri fjármunum en ella til að hreinsa drykkjarvatn. Þá geti almenningur orðið var við neikvæð áhrif vegna íblöndunar á klór í vatnið sem nauðsynlegt er til að drepa þörungablóma. Þar af leiðir að gæði vatnsins minnka. Vandinn liggur í gróðasjónarmiðum vegna raforkuframleiðslu Verkfræðingur Yevgeny Burdin hefur skrifað nokkrar bækur um sögu vatnsorkuþróunar í Volgu. Hann bendir á að lágmarksstaða vatnsins hafi farið versnandi vegna þess að öllum stíflunum í Volgu sé stjórnað af Rusgidro-ríkisfyrirtækinu sem er stýrt af stjórnvöldum. Hagnaður af raforkuframleiðslunni renni til Moskvu og peningaelítu landsins. Þeim sé sama um allt nema hagnaðinn af því að búa til og selja rafmagn. „Sú staðreynd að við höfum engan fisk eða hreint drykkjarvatn er afleiðing þessa hugarfars,“ segir Burdin. Vísbending um það sem koma skal Líffræðingur Mikhail Shustov, sem lærði vistfræði Volgu-svæðisins í rússnesku vísindaakademíunni, segir að ástand vatnasvæðis Volgu á þessu ári gæti verið vísbending um það sem koma skal. Hann efast um getu ríkisstjórnarinnar til að laga sig að breyttum aðstæðum. „Því miður hafa margar áætlanir sem ríkisstjórnin hefur kynnt í fortíðinni reynst árangurslausar,“ sagði hann í nýlegu viðtali við Ulyanovsk-útgáfu af hinu vinsæla vikublaði „Deilumál og staðreyndir“ [Аргументы и факты eða Argumenty I fakty]. Athyglisvert er að þessi gagnrýnu ummæli skuli birtast þar, því blaðið sem var komið í eigu Promsvyazbank var keypt upp af stjórnvöldum í Moskvu í mars 2014. Hafa þau kaup verið nefnd sem dæmi um hnignun frjálsra fjölmiðla í Rússlandi. Árið 1990 komst blaðið í heimsmetabók Guinnes fyrir að hafa mesta útbreiðslu vikublaða í heiminum og var þá dreift í 33,5 milljónum eintaka og lesendur voru taldir vera um 100 milljónir. Búum okkur undir enn verri atburði „Ef núverandi áætlun um að bæta stöðuna við Volgu hlýtur sömu örlög og fyrri opinberar áætlanir þá verðum við að venjast því að sjá Volgu eins og hún er í dag. Við ættum því að búa okkur undir enn verri atburðarás,“ sagði Shustov. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar. Útimálning sem endist og endist Svona er umhorfs víða á vatnasvæði Volgu samkvæmt þessari skjámynd sem er úr upptöku RFE/RL. Volga-vatnsorkuverið, eða Волжская ГЭС á rússnesku, sem er í Volgograd- héraði. Til hliðar við stífluna er skipaskurður. Framkvæmdir við orkuverið hófust 6. ágúst 1950 og var það vígt 10. september 1961. Stíflan er 44 metra há og 725 metrar að lengd. Lónið rúmar 31,5 rúmkílómetra af vatni og nær áhrifasvæði stíflunnar yfir 3.117 ferkílómetra. Uppsett afl virkjunarinnar er 2.671 til 2.744 megawött (MW). Í virkjuninni eru sjö 115 MW túrbínur, tíu 125,5 MW túrbínur, fimm 120 MW túrbínur og ein 11 MW túrbína. Samtals framleiða þessar vatnsaflsvélar 10.999 gígawattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiða allar vatnsaflsstöðvar Landsvirkjunar samanlagt 13.541 gígawattstund á ári. Vatnsyfirborðið í sumum uppistöðulónanna við Volgu hefur lækkað svo mjög að þar má ganga þurrum fótum á botninum. Mynd / RFE/RL. Bryggjan komin á þurrt og þeir sem vilja sulla í vatninu í borginni Ulyanovsk í Mið-Rússlandi verða að ganga drjúgan spöl eftir uppþornuðum vatnsbotni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.