Bændablaðið - 27.06.2019, Side 54

Bændablaðið - 27.06.2019, Side 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201954 Umhverfisvænar lausnir eru notaðar í Sundlauginni á Blönduósi. Klór er framleiddur á staðnum og er matarsalt eina afurðin sem þarf í framleiðsluna ásamt rafmagni og vatni. Framleitt er klórgas og það sett beint inn í sótthreinsun, auk þess sem kerfið framleiðir klórvatn sem notað er til að mæta dagssveiflum í notkun. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Helstu kostir nýja kerfisins eru enginn flutningur á milli staða á hættulegum efnum, klórlykt minnkar, sviði í augum minnkar verulega, húðerting minnkar, vistvænt fyrir starfsfólk og stuðlar að umhverfisvænu umhverfi. Aðsókn eykst Góð aðsókn hefur verið í Sundlaugina á Blönduósi í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestur heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugargestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukning um 12,9% milli ára. Ef miðað er við sama tímabil árið 2017 við árið í ár, þá voru gestir 14.530 talsins sem sóttu sundlaugina heim. Aukningin miðað við árið í ár er 17,9%, þannig að stöðug aukning er ár frá ári. Sundlaugin er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, tvö ísböð, tvær stórar rennibrautir og mikið af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. /MÞÞ Nýlega lauk framkvæmdum á vegum Hafrannsóknastofnunar við fyrirstöðuþrep, sem staðsett er neðarlega í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Tilgangur framkvæmdanna var að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talninga og greininga á göngufiski í ánni og er framkvæmdin hluti af vöktun náttúrulegra veiðivatna í tengslum við uppbyggingu sjókvíaeldis. Fyrirstöðuþrepið er um 40 metra langt. Nýjum myndavélateljara var komið fyrir í teljarastíflu í mannvirkinu og eru þrjú þrep neðan við teljarann til að auðvelda fiski uppgönguna. Teljarinn telur göngufiska og tekur mynd af hverjum fiski sem á leið upp ána. Með þessum búnaði og út frá veiðitölum er ætlunin að meta heildarstofnstærð laxa í ánni. Fyrirhugað er að teljarinn verði í virkni á þeim tíma sem von er á göum laxfiska úr sjó eins langt fram eftir hausti sem von er á fiski og unnt er vegna aðstæðna. Með nýja búnaðinum er mögulegt að tegundagreina og stærðarmæla einstaka fiska sem ganga í ána. Einnig er hægt að greina ytri eldiseinkenni, eind og eydda ugga, ef laxar sem sloppið hafa úr sjókvíaeldi ganga um teljarann og unnið er að því að hægt verði að meta magn laxalúsa á fiskinum. /VH Fossháls 1 - 110 Reykjavík Ormsvelli 4 - 860 Hvolsvelli S: 575 6071 / buvorur@ss.is www.buvorur.is Búvörur Búvörur Flugnafælufatnaður Insect Shield Sokkar Stærðir: 37-41 og 42-46 2.995 kr Fatnaður meðhöndlaður með permetrín. Lyktarlaus og góð ending. Virkar á flugur, maura og mítla. Skyrta græn einlit Stærðir: S - 3XL 8.916 kr Föt á alla fjölskylduna Skoðið úrvalið á www.buvorur.is Grisport gönguskór Stærðir: 36-47 11.990 kr Insect Shield buxur barna St.: 110/116, 122/128 og 134/140 6.820 kr Grisport leðurgönguskór Stærðir: 36-47 18.600 kr Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Athugið! Athugið! Lumar þú á gömlum rafbassagítar inn í skáp og vilt losna við? Skoða allt framleitt fyrir árið 1990. Hafið samband í síma 659-0371 eða birkir026@gmail.com Óska eftir að kaupa vinnuvélar frá ca árinu 1980 til dagsins í dag. Uppl. í síma 847-6628. Óska eftir íbúð til leigu á Egilsstöðum í nokkra mánuði eða sumarbústað í grennd við Egilsstaði. Skilvís og lofa góðri umgengni. Húsnæðið þarf ekki að vera búið húsgögnum. Uppl. í síma 787-2717. Óska eftir sláttuþyrlu PZ165. Þarf að vera vel nothæf. Uppl. í síma 856-1821. Erum 5 manna fjölskylda að leita að húsnæði/sumarhúsi/heilsárshúsi til leigu sem fyrst á Vesturlandi. Allt kemur til greina. Langtímaleiga. Uppl. í síma 867-9085. Járnrennibekkur óskast, margt kemur til greina. Uppl. í síma 852-3538. 29 ára íslensk kona frá Reykjavík óskar eftir að komast í sveitastörf og annast dýr. Nánari upplýsingar gegnum netfangið tarasverris@gmail.com Lítill sumarbústaður í langtímaleigu. Um 5 mín. frá Borgarnesi. Frá 1. júlí. Uppl. í síma 846-2852 . Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið sam- band í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang einar.g9@gmail.com, Einar G. Smiður getur bætt við sig verkum í sumar. Sumarhús, sökklar, uppsláttur. Get tekið að mér byggingarstjórn, 1. 2. 3. stig. Get gert úttektir á húsum. Tilboð tímavinna. Upplýsingar nybyggd@gmal.com Eplauppskeru- og ævintýraferð til Noregs 4. – 8. október 2019 Flogið í beinu flugi til Bergen með Icelandair, gist í 1 nótt í Harðangursfirði, 1 nótt í Voss og 2 nætur í Bergen. Ferðin er stútfull af áhugaverðri dagskrá og hér má sjá brot af því sem þátttakendur munu upplifa: • Heimsækjum bændur sem selja beint frá býli og fáum þjóðlegar veitingar. • Skoðum stafkirkjuna í Fantoft í Bergen. • Náttúruperlur kannaðar og kíkt á kraftmikla fossa. • Tökum þátt í eplauppskeru íslensku eplabændanna í Harðangursfirði. • Heimsækjum glæsilega eplavínsverksmiðju í Ulvik. • Fáum kynnisferð um Oleana-prjónaverksmiðjuna í Bergen, ofl., ofl. • Verð á mann í tvíbýli: 140.300,- Verð á mann í einbýli: 165.900,- (Allt innifalið fyrir utan 2 hádegisverðir og 2 kvöldverðir ásamt drykkjum) Fararstjóri: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, epla- og eggjabóndi í Harðangursfirði og blaðamaður Bændablaðsins. Skráning á erlagunn@gmail.com fyrir 20. júlí 2019. Fyrir frekari upplýsingar og ferðadagskrá er hægt að senda tölvupóst á erlagunn@gmail.com eða í síma 563-0320. Óska eftir Atvinna Til leigu Þjónusta Fyrirstöðuþrep í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Teljarinn er staðsettur í hólfinu ofan við þrepið. Mynd / Hafrannsóknastofnun. Hafrannsóknastofnun: Fyrirstöðuþrep með fiskteljara í Langadalsá Bæjarstjórnin í Hornafirði: Áhyggjur af umferðarmálum í Öræfum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur lýst yfir áhyggjum yfir ástandi í umferðarmálum í Öræfum. Samþykkti bæjarstjórn bókun þar um á dögunum en í henni kemur fram að slysatíðni hafi aukist samhliða aukinni umferð og banaslysum hafi fjölgað undanfarin ár. Langt sé í viðbragðsaðila í Öræfum og mikið álag sé á björgunarsveitinni Kára og slökkviliðinu í Öræfum sem byggt er upp af sömu einstaklingum. Gestir í Skaftafelli og Jökulsárlóni voru um 800 til 850 þúsund á síðasta ári, eða að meðaltali um 2.000 gestir á hverjum degi. Meðalfjöldi bifreiða á liðnu ári við Lómagnúp var 1.344 á dag. Segir bæjarstjórn í bókun sinni að vegakerfið sé ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og óskar eftir samtali við samgönguyfirvöld um málið. Lagt er til að unnið verði að áætlun um breikkun vega og frekari fækkun einbreiðra brúa með það að markmiði að efla umferðaröryggi. /MÞÞ Vegurinn um Freysnes, rétt austan við Skaftafell. Mynd / HKr. Sundlaugin á Blönduósi: Umhverfisvænar lausnir og aðsókn eykst Fleiri gestir hafa sótt sundlaugina á Blönduósi heim nú en í fyrra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.