Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201918 „Jazz undir fjöllum“, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í sextánda sinn laugardaginn 6. júlí næstkomandi. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 6. júlí kl. 21.00. Þar kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni og fiðluleikaranum Unni Birnu Bassadóttur. Sigurgeir Skafti Flosason leikur á bassa og Skúli Gíslason á trommur. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá uppáhaldslaga úr ólíkum áttum á sinn hátt, spjalla og grínast. Í Skógakaffi verður boðið upp á tónlist þennan sama dag frá kl. 14–17. Þar verða óformlegri tónleikar eða nokkurs konar „Jam session“ þar sem saxófónleikarinn Sigurður Flosason leiðir kvartett sem skipaður er Vigni Þór Stefánssyni á píanó og Leifi Gunnarssyni á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Sérstakur gestur verður brasilíski píanóleikarinn og söngvarinn Paulo Malaguti. Ókeypis er inn á þessa tónleika og reiknað með að gestir geti komið og farið að vild meðan á tónleikunum stendur. Þess má geta að óvenju margir þátttakendur á hátíðinni í ár eru ýmist búsettir eða uppaldir á Suðurlandi eða alls fimm talsins. Hér verður því á ferðinni sannkallaður sjóðandi „Suðurlands jazz“. /MHH LÍF&STARF Nú snemma í maímánuði kom út hefti ársins af Súlum, sem er norðlenskt tímarit, gefið út af Sögufélagi Eyfirðinga á Akureyri. Þetta er 58. hefti Súlna, og er nú sem oftar 160 bls. að lengd. Hér er að finna ýmislegt efni, m.a. viðtöl og þjóðlegan fróðleik sem einkum tengist Eyjafjarðarsvæðinu. Ritið er prentað í Ásprenti á Akureyri. Fremst í heftinu er viðtal sem Kristín Aðalsteinsdóttir tók nú nýlega við Ásgerði Snorradóttur á Akureyri. Þar segir Ásgerður frá uppvexti sínum og síðan veikindum barna sinna, en þar er um athyglisverða sorgarsögu að ræða. Ásgerði skal hér með sérstaklega þakkað fyrir að hafa samþykkt að láta birta við sig svo opinskátt viðtal. Tvö önnur viðtöl eru birt í heftinu, einnig við konur. Jón Hjaltason ræðir við Ingibjörgu R. Magnúsdóttur sem er að verða 96 ára gömul. Hún fæddist og ólst upp á Akureyri og var hjúkrunarforstjóri Sjúkrahússins þar á árunum 1961–71. Síðar var hún deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í Reykjavík. Síðasta viðtalið er við Soffíu Halldórsdóttur, sem lengi var verkstjóri í prjónaverksmiðjunni Heklu, það var tekið upp 2008 en Soffía er nú látin. Þá er í heftinu ritgerð eftir Jóhann Lárus Jónasson lækni og Hlaðgerði Laxdal um einn af fyrstu frumbyggjum Fjörunnar á Akureyri, nefnilega Grím Laxdal bókbindara. M.a. er rætt um „brúðarrán“ hans og afkomendur. Hér birtist fremur stutt erindi eftir Sigurð Ágústsson um ömmu hans, Margréti Valdimarsdóttur, leikkonu á Akureyri. Einnig er hér stutt erindi eftir Friðjón Kristinsson um sögu Verkalýðsfélags Dalvíkur. – Þá er birt ferðasaga suður á land frá árinu 2001 eftir Arnstein Stefánsson, sem lengi var bóndi í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, í ferðasögunni er margt hnyttilegra vísna. Stutt frásögn er hér eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur á Dalvík. Björn Teitsson, ritstjóri Súlna, á í heftinu ritgerð um guðshús og dýrlinga á miðöldum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Með fylgja uppdrættir af sýslunum og eru fornar sóknarkirkjur merktar inn á þá. Forsíðumynd heftisins er frá einum hinna fornu kirkjustaða, Siglunesi við Siglufjörð. Sími Sögufélagsins / símsvari er 462 4024. Áskriftarverð þessa heftis Súlna er kr. 4.500. Ritið fæst einnig í lausasölu í Pennanum á Akureyri. Við áskriftarbeiðnum tekur Guðmundur P. Steindórsson, netfang: gudps@ simnet.is. Netfang ritstjóra er: banna@simnet.is. Í ritnefnd eru auk Björns ritstjóra þau Ása Marinósdóttir, Jón Hjaltason og Kristín Aðalsteinsdóttir, sem taka líka við efni til birtingar, og eru sérlega vel þegnir minningaþættir eða stuttar frásagnir, segir í fréttatilkynningu um útgáfuna. /MÞÞ Tímaritið Súlur 2019 komið út Jazzhátíð í Skógum laugardaginn 6. júlí Frá Skógum. Bænda 11. júlí Norðurstrandarleið frá Hvammstanga til Bakkafjarðar: Sannfærð um að verkefnið á eftir að skila miklum árangri í ferðaþjónustunni – segir Arnheiður Jóhannsdóttir hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way eins og leiðin nefnist á ensku, var formlega opnuð fyrr í þessum mánuði, bæði á Hvammstanga og Bakkafirði. Leiðin hefur verið í þróun í meira en þrjú ár og því náðist merkur áfangi með formlegri opnun hennar. Hún hafði þegar vakið athygli áður en að þeirri opnun kom, sem m.a. sést á því að Lonely Planet valdi leiðina sem þriðja besta áfangastað í Evrópu á þessu ári. Við opnunina voru ný skilti vígð sem marka Norðurstrandarleið og segja ferðamönnum hvenær þeir ferðast eftir henni. Þessi skilti marka þáttaskil í íslenskri ferðaþjónustu, því í fyrsta sinn eru komin upp skilti með brúnum lit. Sá litur er þekktur erlendis fyrir skilti sem tengjast ferðaþjónustu. 900 kílómetra löng leið með 21 sjávarþorpi Norðurstandarleið er um 900 kílómetra löng, frá Hvammstanga til Bakkafjarðar, á leiðinni eru sex skagar og nes, sandfjörur, klettar, jökulsárgljúfur, firðir og fjallstindar. Hver lítill bær, allir í námunda við norðurheimsskautsbauginn á leiðinni, hefur sína sögu. Á leiðinni eru sumir af bestu fuglaskoðunarstöðum landsins og með því að bregða sér í siglingu gefst kostur á að eiga stund með hvölum og selum, en einnig er hægt að fara út í nokkrar eyjar á leiðinni. Á Norðurstandarleið eru 21 sjávarþorp eða bæir, ferjur ganga til 6 eyja, boðið er upp á hvala-, sela og fuglaskoðun á leiðinni, 18 sundlaugar og eða náttúrulaugar eru á leiðinni auk tilkomumikilla gönguleiða um fjöll og útivist af ýmsu tagi. Margir einstakir staðir eru í boði til að fylgjast með miðnætursól eða norðurljósum. Vildu draga fram minna sótt svæði „Þessi leið hefur verið í þróun í um það bil þrjú ár og fjöldinn allur af fólki tekið þátt. Verkefnið var í fyrstu eins konar grasrótarverkefni sem hófst hjá einstaklingum í ferðaþjónustu á Norðurlandi sem voru að huga að þróun hringja fyrir ferðamenn, Arctic Circle Route og Tröllaskagahring sem dæmi. Þessum verkefnum var svo steypt saman í eitt og ákveðið að hýsa það hjá okkur,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands. Niðurstaða í greiningarvinnu beindi mönnum fljótlega að þeirri niðurstöðu að leggja áherslu á strandlengjuna og draga fram minna sótt svæði með því að sýna fram á hversu eftirsóknarverð þau eru. Fleiri sveitarfélög en þau sem upphaflega tóku þátt bættust í hópinn. Fyrir liggur greining á því hvar þörf er á uppbyggingu innviða, eins og bílastæða, salernisaðstöðu og áningarstaða. Góðar viðtökur strax í byrjun „Að sjálfsögðu er síðan búið að kortleggja vegamálin, vetrarþjónustu og merkingar og erum við hér einmitt að fagna því að búið er að merkja leiðina með nýrri tegund skilta en þetta eru fyrstu brúnu skiltin fyrir ferðamenn á Íslandi,“ segir Arnheiður. Þessi tegund skilta er þekkt víða erlendis og vísar ferðafólki á áhugaverða staði. Vegagerðin sá um uppsetningu skiltanna. „Það er ánægjulegt hversu vel ferðamenn hafa tekið Norðurstrandarleiðinni, Lonely Planet tilnefndi leiðina sem þriðja besta áfangastað Evrópu 2019 og við erum því sannfærð um að þetta verkefni á eftir að skila miklum árangri í því að fá ferðamenn til að ferðast víðar um Norðurland, dvelja lengur og þannig byggja upp ferðaþjónustuna á þessu svæði sem heilsárs atvinnugrein,“ segir Arnheiður. /MÞÞ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða við afleggjarann inn á Hvammstanga og opnuðu Norðurstrandarleið formlega. Í borðann héldu Christiane Stadler, verkefnastjóri Norðurstrandarleiðar, og Björn H. Reynisson, verkefnastjóri hjá MN. Ný heimasíða hefur verið sett í loftið, en á www.arcticcoastway.is má nú sjá allt það helsta sem hægt er að sjá og gera á leiðinni. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar, klipptu á borða við afleggjarann inn á Bakkafjörð. Halldóra Gunnarsdóttir frá Norðurhjara og Reinhard Reinhardsson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga héldu í borðann. Áningarstaðurinn „Þar sem vegurinn endar“ var formlega opnaður í tengslum við opnun Norðurstrandarleiðar. Áningarstaðurinn er við Útgerðarsafnið á Grenivík og var verkefnið styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.