Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 49 Ég hef lengi dáðst að litadýrðinni í Drops Eskimo garninu, en það er fáanlegt í 52 litbrigðum. Ég hafði bara ekki fundið rétta verkefnið þar til ég fann uppskriftina að þessum hekluðu sessum. Þá vissi ég að rétta verkefnið væri fundið. Samverustundirnar í garðinum verða enn notalegri með þessar litríku sessur að sitja á. Uppskriftin er í hekltáknum. Garn: Drops Eskimo, fæst hjá Handverkskúnst 1 dokka af hverjum lit í eina sessu. • Litasamsetning 1: Litur 1 - millifjólublár nr 54, litur 2 - bleikur nr 26, litur 3 - pastelblár nr 31, litur 4 - natur nr 01. • Litasamsetning 2: Litur 1 - ljósbleikur nr 30, litur 2 - ljósblár nr 12, litur 3 - lime nr 35, litur 4 - natur nr 01. • Litasamsetning 3: Litur 1 - gulur nr 24, litur 2- sægrænn nr 66, litur 3 - ljós bleikur nr 30, litur 4 - natur nr 01. Heklunál: nr 9 Stærð: Þvermál 56 cm fyrir þæfingu, þvermál 34 cm eftir þæfingu. Þæfing: Setjið sessuna ásamt handklæði í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Mótið sessuna á meðan hún er enn blaut og leggið til þerris. Síðar meir er sessan þvegin eins og venjuleg ullarflík. Litaskipti eftir umferðum: Umf 1, 2, 6 og 8 eru í lit 1. Umf 3 og 7 eru í lit 2. Umf 4 og 9 eru í lit 3. Umf 5 og 10 eru í lit 4. Mynstur = Heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju í fyrstu loftlykkju, svarti punkturinn táknar byrjun umferðar. umferð = Loftlykkja = Tvöfaldur stuðull heklaður í/undir loftlykkjur = Tvöfaldur stuðull heklaður í tvöfaldan stuðul = Hálfstuðull = 4 loftlykkjur heklaðar í byrjun umferðar, telst sem 1 tvöfaldur stuðull, umferðinni er lokað með keðjulykkju í 4. loftlykkju. = 2 loftlykkjur heklaðar í byrjun umferðar, telst sem 1 hálfstuðull, umferðinni er lokað með keðju lykkju í 2. loftlykkju og svo er hekluð keðjulykkja yfir í næsta loftlykkjubil. = 2 loftlykkjur heklaðar í byrjun umferðar, telst sem 1 hálfstuðull, umferðinni er lokað með keðjulykkju í 2. loftlykkju. Sumarlegar sessur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 2 1 6 6 4 3 9 7 9 1 2 3 5 7 1 2 2 5 6 9 3 8 5 4 3 1 8 7 5 9 2 5 7 5 6 3 4 8 Þyngst 6 7 2 8 3 4 8 1 8 9 3 4 5 7 4 2 8 3 1 4 1 5 9 4 7 1 9 6 9 5 7 2 6 8 9 5 6 4 7 2 1 5 3 5 7 9 1 6 1 2 9 9 3 3 4 5 8 3 4 6 5 1 9 2 7 8 5 1 2 1 4 9 2 8 5 6 2 9 3 8 4 1 5 1 8 7 6 8 9 7 6 3 7 1 Ætlar að verða afreks- maður í íþróttum FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Viðar Hrafn stefnir á að njóta lífsins í sveitinni í sumar með fjölskyldu og vinum. Nafn: Viðar Hrafn Victorsson. Aldur: Ég verð 13 ára 2. desember. Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Skyggnisholt, Flóahreppi. Skóli: Flóaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og sund. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Nautasteik. Uppáhaldshljómsveit: Led Zeppelin. Uppáhaldskvikmynd: Gladiator. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 4 ára og labbaði Leggjabrjótinn með fjölskyldu minni. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta en er frá vegna meiðsla og æfði á bassa í nokkur ár. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Afreksmaður í íþróttum. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að stelast í kappreiðar með Victori bróður og Tindi frænda á sumarkvöldum. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Spila fótbolta og vera með fjölskyldu og vinum. Næst » Viðar Hrafn skorar á Kötlu Rún Magnúsardóttur frá Djúpavogi að svara næst. Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Gluggar og hurðir fyrir íslenskar aðstæður Í yfir 20 ár hefur Viking Window AS selt tréglugga og hurðir á Íslandi Gluggar og hurðir með eða án álkápu, allir RAL litir í boði að innan og utaverðu Afhendist glerjað og tilbúið til uppsetningar Afgreiðslutími 6-10 vikur Sjá nánar á: viking.ee Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.