Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 201914 Veiðin á Þingvöllum hefur verið góð, fyrst urriðinn til að byrja með og svo bleikjan, en fátt er skemmtilegra en að veiða á Þingvöllum í frábæru veðri og fá vænar bleikjur til að taka fluguna. Já, það er ævintýri. „Já, þetta var góður morgunn í Skeiðavíkinni á Þingvöllum. Arnarfell blasir við til vinstri í bakgrunni, þá Skjaldbreið í fjarska,“ sagði Valsarinn Óttar Felix Hauksson í samtali og hélt áfram. Svo koma Hrafnabjörg og Kálfatindar og loks Miðfellið fremst til hægri. Það verður nóg að gera í silungabolluframleiðslu eftir þessa flottu veiði. Ég steiki þær og frysti síðan í skömmtum, 6–8 bollur saman,“ sagði Óttar enn fremur, hress með veiðina á Þingvöllum. HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is • Allar almennar vélaviðgerðir • Almenn renni- og fræsivinna • Rennum og slípum sveifarása • Málmsprautum slitfleti, t.d. á tjakkstöngum • Gerum við loftkælingu bíla • Almenn suðuvinna • Plönum hedd • Tjakkaviðgerðir alhliða vélaverkstæði Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Bræðurnir Davíð Már, Helgi Þór og Einar Geir við Pollinn á Akureyri. Mynd / María Gunnarsdóttir Bryggjuveiði færist í aukana Veiðin á bryggjum og við strendur landsins hefur færst verulega í aukana hin seinni árin. Strandveiði hefur aukist og veiðimenn á öllum aldri renna fyrir fiska. Við vorum við Pollinn á Akureyri fyrir skömmu og þar var líf og fjör, veiðimenn að fá flotta fiska, mest ufsa, sæmilega stóran og eina og eina bleikju. „Makríllinn er ekki mættur ennþá en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem hafði veitt einn flottan ufsa og bætti við öðrum skömmu seinna. Já, það var fjör við Pollinn á Akureyri. „Ég hef ekkert orðið var ennþá en ætla að reyna betur,“ sagði Davíð Már Andrésson, sem var við veiðar á bryggjunni með bræðrum sínum, Helga og Einari Geir. „Það er gaman að veiða,“ sagði Davíð sem ekki hafði áður veitt fisk enda ekki reynt áður. „Ég ætla að reyna áfram,“ sagði Davíð og kastaði aftur en fiskurinn var ekki í tökustuði. Það kemur fyrir hjá bestu veiðimönnum landsins. En hann bítur á að lokum. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Karl Óskarsson með 78 sentímetra lax úr Urriðafossi í Þjórsá. Mynd / Kristinn Gengið vel í Þjórsánni Já, veiðin gekk vel hjá okkur en við fengum 10 laxa á einum degi, flotta fiska,“ sagði Karl Óskarsson, sem var í Þjórsá fyrir skömmu. Veiðin þar hefur gengið vel og margir fengið vel í soðið. „Þetta var flott veiði og laxinn var vænn og vel haldinn,“ sagði Karl enn fremur. „Veiðin hefur gengið vel hjá okkur og veiðst vel,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um veiðina á svæðinu. Margir veiðimenn hafa náð kvótanum á svæðinu enda nóg vatn og fiskur að ganga á hverju flóði. Þetta er einmitt það sem veiðimenn vilja. Auðvitað vantar miklar rigningar Staðan er alls ekki góð þessa dagana við veiðiárnar. Það þarf miklar rigningar og það strax. Vatnið er orðið lítið í Norðurá, Þverá, Laxá í Leirársveit og Laxá í Kjós svo veiðimenn verða að fara varlega við veiðina. Þeir nota litlar flugur og skríða með árbökkunum þessa dagana. Það er það eina sem menn telja að dugi. Það dugir þó alls ekki alltaf. Veiðin hefur gengið ágætlega á Seleyri við Borgarnes og veiðimenn hafa verið að fá vel í soðið. Mest er þetta flottur silungur sem veiðimenn hafa verið að fá þar. Frábær silungsveiði hefur verið í Fögruhlíðarósi fyrir austan og veiðimaðurinn Súddi leiðsögumaður fékk við annan mann 60 flottar bleikjur. Veiðimenn fóru á eftir og fengu líka góða veiði. Mjög fallegt er við við ósinn. Vatnsmagnið fer minnkandi í veiði­ ánum þessa dagana. Mynd / María Gunnarsdóttir Árlegur veiðitúr Silungsveiðin hefur gengið frábærlega víða um land og veiðimenn verið að fá flotta fiska. Silungurinn kemur greinilega vel undan vetri þetta árið. Þetta á við veiðivötn og ár víða um landið. Fjóla Dís Færseth Guðjónsdóttir var í sínum fyrsta veiðitúr með afa og ömmu í Mývatnssveitinni í landi Haganess og fékk maríufiskinn, 2 punda í Urðarfossi í sól og blíðu. Ekki slæmt að byrja veiðiferilinn svona, svo vildi hún sleppa sínum fyrsta fiski, en afi hennar og amma, Óskar Færseth og amman Ásdís Guðbrandsdóttir, ekki. „Þetta er árlegur veiðitúr hjá okkur og gaman að fá barnabörnin með að veiða,“ sagði veiðimaðurinn snjalli, Óskar Færseth úr Keflavík. Já, silungsveiðin hefur víða verið góð, Elliðavatn, Þingvallavatn, Meðalfellsvatn, Hlíðarvatn, Hreðavatn, Laxárvatn og Ölvesvatn, svo fáein séu tínd til. Þetta er greinilega silungssumarið. Fjóla Dís með maríufiskinn og hún bætti við fleirum. Mynd / Óskar Fjör á bleikjuslóðum á Þingvöllum Óttar Felix Hauksson með flotta bleikjuveiði á Þingvöllum. Kalt en fiskar á land „Við skruppum í Ölvesvatn á Skagaheiði í landi Hvalness fyrir skömmu,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við Bændablaðið. „Þar voru dregnir 5 urriðar á land á ca 3 tímum. Það var ansi kalt og vindur hjá okkur við vatnið. Renndi einnig upp að Selvatni og við urðum ekki vör þar. Þó er það ekki alveg marktækt, þar sem var þó nokkuð hvasst og skítkalt. Það er frekar leiðinlegur slóði upp að Selvatni, eins og margir slóðar á Skagaheiði eru, en fínasti vegur upp að Ölvesvatni. Þar er flott fjölskyldusvæði til að veiða og gott aðgengi,“ sagði Pétur sem á örugglega eftir að fara á þessar slóðir seinna í sumar. Flottur urriði kominn á land í Ölves­ vatni. Mynd / Pétur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.