Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2019 31 Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum og sveitarfélaginu Árneshreppi, hafa kynnt áform um friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum sem óbyggð víðerni. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð 2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga, sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega. Í kjölfar kynningar­ t ímans munu full trúar Umhverfisstofnunar, umhverfis­ og auðlindaráðuneytisins, landeigenda og Árneshrepps vinna drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir rétthafa lands og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Fyrirhuguð friðlýsing mun að lokum verða auglýst opinberlega í þrjá mánuði og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlagða tillögu. Vilja viðhalda sérkennum svæðisins Friðlýsingin miðar að því að varðveita einkenni svæðisins, viðhalda fjölbreyttu og óvenjulegu landslagi sem og víðsýni, vernda heildstæð stór vistkerfi og tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið einveru og náttúru svæðisins án truflunar af umfangsmiklum mannvirkjum og umferð vélknúinna farartækja. Einnig miðar friðlýsingin að því að varðveita sérkenni og einkenni landslagsins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að kveða nánar á um takmarkanir sem leiða af friðlýsingunni, meðal annars á umferðarrétti, notkun veiðiréttar og framkvæmdum. Þá er jafnframt heimilt að kveða á um að afla skuli leyfis Umhverfisstofnunar til athafna og framkvæmda sem áhrif geta haft á verndargildi viðkomandi svæðis. Landnámsjörð Jörðin Drangar er yfir 100 km2 að flatarmáli og nær frá hábungu Drangajökuls að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. Drangar eru landnámsjörð, þar nam land Þorvaldur Ásvaldsson, hans sonur var Eiríkur rauði er flutti síðar til Grænlands, en sonur hans var Leifur heppni. Eiríkur bjó á Dröngum eftir föður sinn og færa má líkur að því að þar hafi Leifur sonur hans fæðst. Land jarðarinnar er að langmestu leyti óbyggð víðerni. Landslag er tilkomumikið, jarðfræði fjölbreytileg, gróðurfar sérstakt og náttúrufegurð almennt mikil á svæðinu. Dalir og hvilftir eru grafnar af jöklum ísaldar í almennt einsleitan og mjög reglulegan jarðlagastafla. Á milli basalthraunlaga eru rauðleit setlög, oftast forn jarðvegur að uppruna. Víðernisupplifun er mikil og svæðið nær óraskað. Svæðið er hluti af víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum. Skil á athugasemdum Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 23. ágúst 2019. Athugasemdum má skila hér að neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. /VH Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins DEUTZ-FAHR 4090E – 88 hö ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Helsti búnaður: DEUTZ-FAHR 4090E er rétti traktorinn fyrir þá sem vilja virkilega einfaldar vélar sem alltaf fara í gang. Hentar vel sem auka traktor eða túnavél á stærri búum eða sem aðalvél á minni búum og hjá tómstundabændum. DEUTZ-FAHR 4090E hefur slegið í gegn víðs vegar í Evrópu enda á frábæru verði og vél sem hentar vel í öll helstu landbúnaðarstörf DEUTZ-FAHR 4090E er búinn rúmgóðu sex pósta húsi, miðstöð og aðrandi sæti. DEUTZ-FAHR 4090E er lágbyggður traktor, einungis 2,50m í hæsta punkt á ökumannshúsi, svo vélin kemst nánast alls staðar að. Kr. 5.950.000,-án VSKDEUTZ-FAHR 4090E - 88 höVerð frá kr. *) Verð miðast við gengisskráningu á Evru = 142 ISK. *) Mótor: 3 cylindra FARMotion mótor, 88 hö Gírkassi: 5 gíra kassi, hátt og lágt drif og skriðgír. Mekanískur vendigír 40 km/klst hámarkshraði. Aflúrtak: 2 hraðar 540/540E Lyftigeta á beisli: 3.500 kg. Vökvakerfi: 50 l/mín vökvadæla. Stýrisdæla 17 l/mín Vökvatengi: 2 tvívirk vökvaúrtök (4 stútar) Lyftukrókur Dekkjastærð 320/70R24 að framan og 480/70R30 að aftan Til með og án ámoksturstækja. Drangar á Ströndum: Áform um friðlýsingu Bókamarkaðurinn á Snæfellsnesi er opinn föstudaga til sunnudags frá kl. 12 - 18. Markaðurinn er staðsettur á Borgarbraut 2, Grundarfirði. Bókamarkaðurinn á Snæfellsnesi - þar sem fjallið ber við himininn Drangaskörð. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.