Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 10

Bændablaðið - 26.09.2019, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201910 FRÉTTIR Í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi er síðasti hrepp- stjóri landsins starfandi með þann titil. Maðurinn heitir Halldór Kristján Jónsson og býr á Þverá og stóð vaktina sem réttarstjóri í Þverárrétt. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur hreppum fækkað jafnt og þétt með sameiningu sveitarfélaga og eru þeir nú 24 á landinu öllu af 70 sveitarfélögum. Samfara þeim breytingum og fækkun sýslumanns­ embætta hefur embættum hrepp­ stjóra fækkað, þannig að nú er einungis einn maður á landinu sem ber titil hreppstjóra. Síðasti „móhíkaninn“ „Ég er síðasti móhíkaninn með þennan titil, sagði Halldór í samtali við Bændablaðið. Hann sagði fækkun hreppstjóra vera eðlilegan gang lífsins og afleiðingu betri samgangna, aukinna samskipta og breytinga á stjórnkerfinu. Þá segir hann stefnuna vera þá að fækka sveitarfélögum enn frekar sem ýti undir breytingar á embættum. Hreppstjórar hafa alltaf verið æðri sveitarstjórnarstiginu ef svo má segja, því þeir hafa heyrt undir sýslumenn og voru eins konar framkvæmdaraðilar þeirra í minni sveitarfélögum. Þannig héldu hreppstjórar uppboð á sínu svæði og störfuðu sem ígildi lögreglustjóra. Sáu um kosningar og „aksjón“ „Við sjáum um kosningar og allt slíkt sem sveitarstjórnarmenn gera ekki. Nú er það allt orðið breytt enda hefur kjörstöðum fækkað mikið. Þegar menn fluttu t.d. af jörðum var svo haldið „aksjón“ (orð sem notað var áður fyrr yfir uppboð). Meira að segja þegar skólinn okkar var byggður eftir 1965 voru eftir leifar af ýmiss konar dóti og þá var haldin „aksjón“ á þeim hlutum. Þetta þóttu miklir menningarviðburðir,“ segir Halldór. Í lögum segir að hreppstjóri skuli vera í hverju sveitarfélagi utan aðseturs sýslumanns, nema sýslumaður telji þess ekki þörf. Þá er starf hreppstjóra losnar skal sýslumaður auglýsa það laust til umsóknar. Sýslumaður veitir stöðu hreppstjóra að fenginni umsögn sveitarstjórnar. Hafi sýslumaður skrifstofu í sveitarfélagi utan aðseturs síns er honum heimilt án auglýsingar að skipa forstöðu­ mann þeirrar skrifstofu jafnframt hreppstjóra í því sveitarfélagi. Er hreppstjórastarfið þá hluti af starfi forstöðumanns. Engan má skipa hreppstjóra, nema hann uppfylli eftirtalin skilyrði: 1. Sé svo andlega og líkamlega hraustur, að hann geti gegnt stöðunni. 2. Sé 21 árs að aldri. 3. Sé lögráða og hafi forræði á fé sínu. 4. Sé íslenskur ríkisborgari. Á Vesturlandi eru aðeins eftir tveir hreppar þótt sveitarfélögin séu 8 talsins. Það eru Eyja­ og Miklaholts­ hreppur sem er með eins starfandi hreppstjóra landsins. Síðan er Skorradals hreppur í samnefndum dal sem gengur austsuðaustur úr Borgarfirði. Á Vestfjörðum eru 9 sveitarfélög en af þeim eru fimm hreppar. Það eru Árneshreppur sem nær frá Reykjarfirði að Kaldbaksvík á Ströndum, Kaldrananes hreppur sem nær úr Kaldbaksvík og í botn Steingrímsfjarðar á Ströndum, Reykhóla hreppur sem nær yfir Austur­ Barðastrandasýslu, Súðavíkur hreppur sem nær yfir allt innanvert Ísafjarðar­ djúp að vestanverðu og Tálknafjarðar­ hreppur. Á Norðurlandi vestra eru tveir hreppar eftir af 7 sveitarfélögum, en það eru Akrahreppur í Skagafirði og Húnavatnshreppur inn af Húnafirði. Á Norðurlandi eystra eru fimm hreppar af 13 sveitarfélögum. Það eru Grýtubakkahreppur í Eyjafirði, Svalbarðsstrandarhreppur í Eyjafirði, Tjörneshreppur á samnefndu nesi, Skútustaðahreppur í Mývatnssveit og Svalbarðshreppur við Þistilfjörð, Á Austurlandi eru enn þrjú sveitar félög skilgreind sem hreppar af 7 sveitarfélögum. Það eru Vopnafjarðarhreppur, Borgarfjarðar­ hreppur sem nær yfir svæðið frá Héraðsflóa að Seyðisfirði, Fljótsdals hreppur í Fljótsdal inn af Lagarfljóti og Djúpavogshreppur. Á Suðurlandi eru 14 sveitarfélög en sjö hreppar með afar flókinni skiptingu. Það er Ásahreppur sem er tvískiptur á milli Rangárþings ytra, Flóahrepps og Skeiða­ og Gnúpverjahrepps. Grímsnes­ og Grafningshreppur er svo þrískiptur, austan við landamerki Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis. Hann er líka með landamerki í suður að Flóahreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, en þar á milli er Sveitarfélagið Árborg. Þá eru landamæri að Bláskógabyggð í norðri og Skeiða­ og Gnúpverjahreppi í austri. Hrunamannahreppur er svo á milli Bláskógabyggðar í vestri og Skeiða­ og Gnúpverjahrepps í austri. Mýrdalshreppur er með vesturlandamæri að Rangárþingi eystra og Skaftárhreppi í austri. Austan Skaftárhrepps er svo sveitar­ félagið Hornafjörður. Á Suðurnesjum eru 5 sveitarfélög en enginn hreppur. Á höfuðborgarsvæðinu eru 7 sveitarfélög og þar af er einn hreppur, Kjósarhreppur. Hafnar­fjörður er svo tvískiptur, en hluti sveitarfélagsins er á Krísuvíkursvæðinu á Suðurnesjum. /HKr. Síðasti hreppstjórinn á landinu í hlutverki réttarstjóra í Þverárrétt – Halldór Kristján Jónsson segist vera síðasti „móhíkaninn“ í þessari stétt Halldór Kristján Jónsson, síðasti hreppstjóri landsins, var reffilegur við að draga í dilka í Þverárrétt um síðustu helgi, en þar gegndi hann líka hlutverki réttarstjóra. Mynd / Anna Rún Halldórsdóttir. Skoðaðu úrvalið á: www.hekla.is/mitsubishisalur L200 4x4 InStyle, 33” breyttur Verðlistaverð 7.070.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri | Bílasala Selfoss | Bílás Akranesi | BVA Egilsstöðum Veiðitilboð Mitsubishi Tilboðsverð 6.470.000 kr. Costco semur við Norðlenska Costco á Íslandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Norðlenska um viðskipti með lambakjöt. Ágúst Torfi Hauksson, fram­ kvæmda stjóri Norðlenska, staðfesti í samtali við Bændablaðið að fyrir­ tækin hefðu náð samningi um sölu Norðlenska á lambakjöti til Costco en kaus að tjá sig ekki frekar um málið. Costco mun hafa óskað eftir verð­ tilboðum í lambakjötsviðskipti sín og ákvað í framhaldinu að semja við Norðlenska. /VH Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti. Viðbótartryggingin þýðir að þessum matvælum skal alltaf fylgja vottorð sem byggja á salmonellu­ rannsóknum og sýna að hún hafi ekki greinst. Í því felst að framleiðandi eða sendandi vörunnar taki sýni úr öllum sendingum á kjúklinga­ og kalkúnakjöti, sem og úr eggjum. Ef varan er laus við salmonellu er gefið út vottorð þess efnis. Án slíks vottorðs verður innflutningur ekki heimilaður. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2020. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði íslenskum stjórnvöldum hinn 16. janúar síðastliðinn að setja umræddar viðbótartryggingar að undangenginni umsókn atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins hinn 4. júlí 2018. Drög að reglugerðinni voru birt á Samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 4.–18. september en engar athugasemdir bárust. Viðbótartryggingarnar eru unnar í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní síðastliðinn. /VH Viðbótartryggingar varðandi salmonellu

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.