Bændablaðið - 26.09.2019, Side 36

Bændablaðið - 26.09.2019, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201936 Kjúklingabaunir eru megin hráefnið í hummus. Grikkir og Rómverjar litu á kjúklingabaunir sem fæðu fátæklinga. Heimspekingurinn Pýþagóras bannaði læri sveinum sínum að borða kjúklinga baunir og ganga um baunaakra vegna þess að þær slævðu æðri og skýra hugsun. Vegna lögunar sinnar voru þær taldar kynörvandi og neytt sem slíkra þrátt fyrir vindganginn sem neyslunni fylgir. Áætluð heimsframleiðsla á kjúklinga baunum árið 2017 var 14,8 milljón tonn. Indland ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur með 9,9 milljón tonn, Ástralía er í öðru sæti og framleiddi um tvö milljón tonn árið 2017. Þar á eftir komu Tyrkland og Mjanmar með 500 þúsund tonn hvort land og svo Rússland sem framleiddi 400 þúsund tonn af kjúklingabaunum árið 2017. Markaður fyrir kjúklingabaunir í heiminum er vaxandi og framleiðsla þeirra vaxið jafnt og þétt frá 1961 og gera spár ráð fyrir að ræktun þeirra á heimsvísu muni aukast um að minnsta kosti 4% til ársins 2022. Þrátt fyrir að framleiðsla kjúklinga­ bauna á Ástralíu sé lítil miðað við Indland eru Ástralir stærstu útflytjendur kjúklingabauna í heiminum. Stærstum hluta framleiðslunnar á Indlandi er neytt innanlands. Kanada og Argentína eru í öðru og þriðja sæti yfir útflytjendur. Auk þess að vera stærsti framleiðandi kjúklingabauna í heiminum er Indland einnig það land sem flytur inn mest af þeim og í kjölfarið koma Pakistan, Tyrkland, Sameinaða arabíska furstadæmið og Bangladess. Á vef Hagstofu Íslands segir að árið 2018 hafi verið flutt inn 71,3 tonn af hænsnabaunum. Langmest var flutt inn frá Ítalíu, eða rétt rúm 52 tonn, og þar næst frá Tyrklandi, 11,8 tonn. Það ár voru flutt inn rúm 4,8 tonn frá Hollandi og einhver kíló frá Kína, Frakklandi, Mexíkó og fleiri löndum. Ættkvíslin Cicer og tegundin arietinum Yfir 30 tegundir niturbindandi belgjurta tilheyra ættkvíslinni Cicer. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru annaðhvort ein­ eða fjölærar og allar upprunnar við botn Miðjarðarhafs og í Mið­Asíu. Þrátt fyrir að einungis ein tegund, C. arietinum, sé í ræktun eru margar villtar tegundir innan ættkvíslarinnar taldar efnilegar í ræktun til matvælaframleiðslu í framtíðinni. Tegundin C. arietinum er ein­ ær. Hraðvaxta, yfirleitt 20 til 60 sentímetra að hæð en getur náð um metra að hæð. Plantan er með öfluga stólparót sem getur náð allt að tvo metra niður, á stólparótinni eru margar hliðarrætur sem liggja á 15 til 30 sentímetra dýpi. Stönglar HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Kjúklingabaun er fjölskyldunafn heimspekingsins Cicero Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kjúklingabaunir dafna best í mildu loftslagi, 15 til 29° á Celsíus, en þola vel hita og þurrka og geta vaxið allt frá fjöruborði upp í 2.500 metra yfir sjávarmáli. Ljósar og dökkar kjúklingabaunir. Spíraðar kjúklingabaunir. Kjúklingabaunir eru undirstöðuhráefni í hummus.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.