Bændablaðið - 26.09.2019, Side 50

Bændablaðið - 26.09.2019, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201950 LESENDABÁS Ljósið í bæjarlæknum Orkuauðlindir landsins eru í eigu landeigenda. Ríkið er stærsti eigandi en þar á eftir koma sveitarfélög og aðrir landeigendur svo sem bændur. Flutningskerfi raforku eru í sameign þjóðar en landsmenn sitja ekki við sama borð er kemur að flutningi á raforkunni til síns heima, það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa. En erum við að fara yfir lækinn til að nálgast vatnið? Flutningskostnaður raforku Í landinu eru tvær gjaldskrár á flutningi rafmagns, þ.e. dreifbýlis­ verð og þéttbýlisverð. Dreif­ kostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli á undanförnum árum og ljóst er að stöðugt dregur í sundur og núverandi jöfnunargjald er langt frá því að jafna þennan mun. Nú er svo komið að það er u.þ.b. fjórðungi hærra í dreifbýli þrátt fyrir jöfnunargjaldið sem var sett á til að jafna dreifikostnað raforku í landinu. Skýringin á sífellt hækkandi kostnaði á dreifingu raforku er að kaupendum raforku fækkar í dreifbýlinu og fjárfestingaþörf og endurnýjunarþarfir er meiri í dreifbýli en þéttbýli og einnig átaksverkefni eins og þrífösun rafmagns. Þetta leiðir af sér aukinn mun á meðalverði í þéttbýli og dreifbýli. Smávirkjanir styrkja dreifikerfi raforku Smávirkjanir eru skilgreindar svo sem eru minni en 10MW. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum og eru kostir þeirra margir. Þarna flæðir umhverfisvæn orka og bæði mannvirki og náttúrurask eru oft að fullu afturkræfar framkvæmdir. Smávirkjanir tengjast kerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir, auk þess sem þær lækka flutningstöp raforku og lækka rekstrarkostnað dreifiveita. Stefna núverandi stjórnvalda er að styrkja byggð í öllu landinu, jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Þar undir fellur það verkefni að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli. Gerð smávirkjana stórmál Virkjunarkostir fyrir smávirkjanir hér á landi eru margir, sérstaklega á Vestfjörðum, Norðurlandi og fyrir austan, eða nánast alls staðar þar sem styrkja þarf dreifikerfið. En skiplags­ og leyfismál smávirkjana eru flókin og reglugerðir íþyngjandi. Ferlið frá hugmynd að tengingu er kostnaðarsamt og tímafrekt og langt frá samsvarandi ferli fram­ kvæmda t.d. í landbúnaði þar sem framkvæmdir bæði á landi og mann­ virkjum geta kostað umtalsvert rask. Einfalda þarf kerfið Ljóst er að smávirkjanir eru ein leið til að styrkja dreifikerfi landsins og lækka kostnað við rekstur þess. Með einföldun leyfis­ og skipulagsmála smávirkjana er opnað á leið til að ná niður dreifingarkostnaði raforku í dreifbýli og þar með leið að frekari jöfnun á raforkukostnaði og jafnar tækifærin til atvinnu og stuðlar að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Já, við þurfum ekki að vaða bæjarlækinn til að nálgast ljósið. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins Halla Signý Kristjánsdóttir. Markviss aðgerðaráætlun í jarðamálum Aðgerðaráætlun í jarðamálum, var lögð fram á Alþingi í síðustu viku en það er eitt af forgangs­ málum þingflokks Framsóknar. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu. Tillagan fellur vel að markmiði ríkisstjórnarinnar um að setja skilyrði um kaup á landi. Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld Flutningsmenn tillögunnar leggja til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr. Margskonar markmið sem styrkja búsetu og samfélög geta fallið þar undir, s.s. búfjárrækt, uppbygging gróðurauðlindar, landfrek atvinnustarfsemi eða nýsköpun byggð á sérstöðu svæðisins eins og menningarverðmætum eða náttúru. Landi geta fylgt dýrmæt hlunnindi, eins og t.d. veiði­ og vatnsréttindi. Í núverandi laga­ umhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir á Íslandi með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Danmörk og Noregur setja mun þrengri skorður á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti en Ísland. Í Danmörku þurfa einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að öðlast fasteignaréttindi í landinu. Með því að gera jarðakaup leyfisskyld er hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal­, svæðis­ og deiliskipulaga. Skýra og ábyrga stefnu skortir Umræðan um jarðamál blossar reglu­ lega upp, einkum í tengslum við jarðakaup fjársterkra erlendra aðila. Flutningsmenn líta svo á að ákveðið kæruleysi hafi ríkt í þessum málum undanfarin ár. Aðgerðaráætluninni er ætlað að ráða bót á því. Það er verkefni stjórnvalda að taka grundvallarákvörðun um hvernig þessum málum skuli háttað nú og til framtíðar. Liður í því er að samhæfa lög, reglur og verklag á þessu sviði. Reglurnar þurfa að taka mið af 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist. Svo virðist sem gengið hafi verið lengra í að opna heimildir til kaupa á landi en skuldbindingar Íslands gagnvart EES samningnum gera ráð fyrir. Einnig þarf að vinna að því að skilyrði leyfa verði skýr, nákvæm og gagnsæ. Hraða þarf flokkun landbúnaðarlands Nauðsynlegt er að hraða gerð leið­ beininga um flokkun á landbúnaðar­ landi svo sveitarfélög geti sett markmið um ráðstöfun lands í skipulagsáætlanir sínar. Mögulegt væri að skilgreina hvar hægt sé að gera kröfu um heilsársbúsetu, t.d. á grundvelli innviða eins og vega, rafmagns og ljósleiðara. Flutnings­ menn vilja endurskoða löggjöf sem nær yfir skráningar á landeignum og eignarmörkum. Landeignaskrá með hnitsettum eignarmörkum er forsenda þess að hægt sé að fylgja eftir reglum um ráðstöfun landeigna. Lög um skráningu eignarmarka eru svo að segja úrelt þar sem tölvur og nútímamælitæki voru ekki til þegar þau voru samin. Lánasjóður vegna jarðakaupa Land er takmörkuð auðlind, landið sjálft, jarðvegurinn og gróðurinn. Flutningsmenn leggja til að komið verði á laggirnar sérstökum lánasjóði og verði Byggða stofnun falið að útfæra verkefnið. Sjóðnum verði ætlað að lána til jarða kaupa en ekki til húsnæðis eða rekstrar. Nauðsynlegt er að endurskoða alla löggjöf um ráðstöfun jarða og auðlinda á landi m.a. markmið og stefnu varðandi eignarhald ríkisins á jörðum og þá ábyrgð og skyldur sem fylgja eignarhaldi á landi. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Það er löngu orðið tímabært að hrinda í framkvæmd heildstæðum og markvissum aðgerðum í jarðamálum. Líneik Anna Sævardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Líneik Anna Sævardóttir. Bænda Íslensku húsdýrin Íslensku húsdýrin hafa verið einangruð frá öðrum stofnum í meira en þúsund ár. Stofnarnir sjálfir eru þess vegna alveg ein­ stæðir, en það gildir líka um ýmis afbrigði sem þarf að varðveita. Við þurfum áfram að eiga bæði hyrndar og kollóttar kýr og ær. Fjölmörg litbrigði þarf líka að varðveita. Við viljum eiga bæði litfögur og skjótt hross af öllum afbrigðum og bæði góða brokkara og skeiðhesta, skjöldóttar, bröndóttar og líka sægráar kýr. Að sjálfsögðu mórauðar gráar og botnóttar, flekkóttar eða bíldóttar ær, auk forystufjár og ferhyrndra kinda. Og ekki má nú gleyma blessuðum köttunum. Geitastofninn er enn í útrýmingarhættu. Íslenska hundinum tókst að bjarga og hænsnunum að einhverju leyti. Verndun og við­ hald fjölbreytn­ innar geta auðvitað átt heima í land­ búnaðar stefnu, en alveg er skaðlaust að nefna þessi atriði líka í tengslum við velferð dýra og verndun lífríkis jarðar innar almennt. Öll þau dýr sem komu hingað við land nám eru íslensk dýr, alveg eins og öll önnur dýr sem lifa í landinu. En þar að auki eru þau dýr mætur menningar­ arfur sem íslenska þjóðin getur verið stolt af og á engan sinn líka í víðri veröld. Þetta ber okkur skylda til að varðveita. Þess vegna legg ég til að fjöl­ breytni erfðaefnis íslensku dýranna verði lögvarin með lagasetningu þess efnis að eiginleikar sem eru sjald gæfir njóti sérstakrar verndar og eftirlits með styrkjum ef nauðsyn krefur. Enda er Ísland full gildur aðili að alþjóð legum sátt­ mála um varð­ veislu erfða efnis og fjölbreyti leika í lífríkinu almennt. Þó að dýr séu húsdýr í umsjá mannsins ber að virða þau sem dýr, en ekki iðnaðar­ vöru sem leiðir til úrkynjunar. Þennan fjölbreyti leika og öll sér kenni verður að venda og verja. Lifum í friði og sátt við dýrin og náttúruna. Með bestu kveðju, Daníel Sveinn Daníelsson. Daníel Sveinn Daníelsson. Ö ll þau dýr sem komu hingað við landnám eru íslensk dýr, alveg eins og öll önnur dýr sem að lifa í landinu. En þar að auki eru þau dýrmætur menningararfur sem íslenska þjóðin getur verið stolt af og á engan sinn líka í víðri veröld. Þetta ber okkur skylda til að varðveita. Sveitarfélagið Skagafjörður: Umhverfisviðurkenningar veittar í fimmtánda sinn Afhending umhverfisviður­ kenninga Sveitarfélagsins Skaga­ fjarðar fór fram í fimmtánda sinn við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans, en það er Soroptimista­ klúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir sveitarfélagið. Viðurkenningaflokkarnir sem koma til greina eru sjö talsins, en ekki eru alltaf veitt verðlaun í öllum flokkum á sama ári. Í ár voru veittar sjö viðurkenningar í sex flokkum, en þá hafa alls verið veittar 94 viðurkenningar á 15 árum. Býli með búskap sem hlaut viðurkenninguna í ár er Hátún 1. Þar eru eigendur Gunnlaugur Hrafn Jónsson og Helga Sjöfn Helgadóttir. Býli án búskapar sem hlaut viðurkenninguna í ár er Syðra­ Skörðugil. Þar eru eigendur Ásdís Sigurjónsdóttir og Einar E. Gíslason, sem lést fyrir skömmu. Í ár voru veitt tvenn verðlaun í flokknum lóð í þéttbýli, annars vegar Drekahlíð 8, Sauðárkróki sem er í eigu Ástu Ragnarsdóttur og Magnúsar Sverrissonar og Brekkutún 4, Sauðárkróki í eigu Margrétar Grétarsdóttur og Páls Sighvatssonar. Lóð við opinbera stofnun sem hlaut verðlaun í ár er Hóladómkirkja. Það voru Laufey Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar og organistinn Jóhann Bjarnason sem tóku við viðurkenningunni fyrir Hóladómkirkju. Lóð við fyrirtæki sem hlaut verðlaun er Bændagistingin á Hofsstöðum. Eigendur þar sem og gestgjafar eru Elínborg Bessadóttir og Vésteinn Vésteinsson. Að lokum var veitt viðurkenning fyrir einstakt framtak. Það voru hjónin Herdís Sæmundardóttir og Guðmundur Ragnarsson sem hlutu þau verðlaun. Þau stóðu að því að reisa minnisvarða um Hrafna­Flóka í mynni Flókadals í Fljótum sem vígt var árið 2012. /MÞÞ Verðlaunahafar umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019. Mynd / Páll Friðriksson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.