Bændablaðið - 10.10.2019, Page 6

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 20196 Umhverfi og samfélag breytist hratt og þeir sem ekki aðlagast dragast aftur úr. Öll tökumst við á við daglegar áskoranir í okkar störfum, hvort heldur sem er úti í fjósi, á skrifstofunni eða í námi. Fyrir tveimur vikum tilkynntu stjórnendur Bændasamtakanna um breytingar sem varða framtíðarskipulag þeirra. Eftir að búnaðar gjald lagðist af og samdráttur varð í öðrum tekjustofnum BÍ varð ljóst að endurskipulagningar var þörf. Ákveðið var að endurmeta stöðuna og nýta tækifærið til að ná skýrari sýn á Bændasamtökin og hlutverk þeirra. Um leið og fundin var leið til þess að reka samtökin í breyttu umhverfi erum við að undirbúa þau til framtíðar litið. Markmið samtakanna verður eftir sem áður hagsmunabarátta fyrir bændur en ekki síður að leiða landbúnaðinn í átt til sjálfbærari þróunar. Tölvudeild Bændasamtakanna, sem sér um rekstur tölvukerfa og forritaþróun, mun færast yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um næstu áramót. Á sama tíma verður fjármálasvið samtakanna sameinað skrifstofurekstri Hótels Sögu sem er dótturfélag BÍ líkt og RML. Tilgangur breytinganna er að leita hagræð­ ingar og samlegðaráhrifa í rekstri samtakanna og dótturfélaga. Ástæðurnar eru einkum breyttar aðstæður í rekstri sem öll aðildarfélög BÍ, sem áður nutu tekna af búnaðargjaldi, eru að fást við. Fjármálaumsýsla samtakanna, þ.e. bókhald, reikningagerð, launagreiðslur og önnur tengd verkefni, mun eftir breytinguna fara fram í sameinaðri deild sem sinnir slíkum verkefnum fyrir samtökin, dótturfélög og mörg aðildarfélög. Tölvuþjónustan og forritaþróun mun án efa efla starfsemi RML og þar verður haldið áfram að smíða og viðhalda hugbúnaði sem bændur nota í sínum rekstri. Bændasamtökin verða á eftir líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu hérlendis, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. Það mun taka tíma að aðlagast nýju sniði á rekstri BÍ en það er sannfæring mín að sú leið sem nú er farin eigi eftir að koma vel út fyrir félagsmenn. Takmarkið er að verkefnin standi sterkari á eftir, bæði öflugri þjónusta við bændur og hagsmunabarátta. Sterk og öflug samtök til framtíðar Breytingarnar á Bændasamtökunum ganga í gegn á sama tíma og endurskoðun á sér stað á félagskerfi bænda í heild sinni. Í framhaldi af ákvörðun síðasta Búnaðarþings var skipuð nefnd sem falið var það hlutverk að koma með hugmyndir að því hvernig við getum þróað félagskerfið okkar til frambúðar, einfaldað það og gert það skilvirkara. Við einfaldlega verðum að ná að nýta fjármuni og mannauð sem er í félagskerfi bænda betur en við gerum í dag. Við verðum líka að verja tímanum okkar í jákvæð uppbyggjandi verkefni í stað þess að vera í stanslausri varnarbaráttu fyrir tilvist landbúnaðarins. Lausnin felst í því að sækja fram og byggja upp. Formannafundur á næsta leiti Félagskerfisnefndin kemur til með að kynna vinnu sína á formannafundi sem haldinn verður 24.–25. október næstkomandi. Í framhaldi af honum gefst aðildarfélögum kostur á að fá kynningu frá nefndinni heima í héraði þar sem vænta má samræðu um það hvernig bændur sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur öllum nauðsynlegt að geta tekið ákvarðanir á næsta Búnaðarþingi um það hvernig við ætlum að takast á við breytta tíma. Það er algjört lykilatriði að við náum að þétta raðirnar til þess að verða ennþá sterkari í hagsmunabaráttunni. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Hart hefur verið sótt að íslenskum landbúnaði sem er mikil áskorun á andlegt og pólitískt þrek bænda. Það blasir því fátt annað við í stöðunni en að bændur samstilli krafta sína í þéttum félagslegum samtakamætti. Sundurlausir sérhagsmunahópar ólíkra búgreina eru einfaldlega allt of auðveldar bráðir þeirra sem gæta annarra hagsmuna. Þetta snýst ekki síður um hvort íslenskum bændum takist að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar sem Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á. Á Íslandi er staðan verst í loðdýra­ búskapnum, sem er líka eina búgreinin sem byggir allt sitt á útflutningi. Þar hefur verið við öflug alþjóðleg fjárhagsöfl að etja sem litlir bændur á Íslandi geta lítið ráðið við. Loðdýrarækt hefur mætt miklum mótbyr sem drifinn hefur verið áfram af fagfjárfestum sem upphaflega komu úr olíuiðnaði. Frægt er þegar aðgerðarsinnar á Ítalíu mótmæltu loðdýrarækt og fengu fáklæddar sýningarstúlkur til að klæðast loðflíkum sem unnar voru úr plastefnum frá olíuiðnaðinum. Allt var þetta gert undir yfirskini náttúru­ og dýraverndar og dregin upp sú ímynd að loðdýrabændur væru náttúrusóðar og dýraníðingar. Þá komu stjórnmálamenn bændum ekki til hjálpar, enda voru þeir eins og undnar gólftuskur hangandi á þvottasnúru. Vitandi það að klemmurnar sem héldu þeim uppi voru að fullu í eigu fjárfestanna. Menn berja nefnilega ekki á höndina sem fæðir þá. Áróðurinn fyrir plastinu breiddist hratt út og gekk svo vel að nú er öll náttúruna heimsins meira og minna orðin menguð plastefnum og fjárfestarnir hafa grætt gríðarlega. Náttúrulegur klæðnaður úr skinnum er hins vegar litinn hornauga. Peningaöflin kunna sitt fag og í orku iðnaði í Evrópu hafa þeir róið hart á bæði borð til að tryggja sinn hag. Það hafa þeir gert með „lobbíisma“ í gegnum reglugerðarsmíði í Brussel. Enda var upphaflegur tilgangur Evrópu­ sambandsins að tryggja viðskipti, fyrst varðandi stál iðnaðinn. Þau markmið hafa ekkert breyst. Nú hefur fjármálaöflum tekist að koma regluverkinu á þann stað að ríkisrekstur á öllum raforkuverum, nema kannski kjarnorkuverum, er að hverfa og verið er að hleypa fjárfestum þar að kjötkötlunum. Með frjálsri verslun á raforku yfir landamæri er þeim svo í lófa lagið að skapa skortstöðu á einum stað til að hækka orkuverð. Með þessu regluverki er nú líka verið að ryðja fjárfestum leið inn á íslenskan orkumarkað og að sjálfsögðu er það gert undir yfirskini hagsmuna neytenda! Þetta er innleitt með 73% stuðningi íslenskra þingmanna. Bændur hafa verið uggandi varðandi ágang erlendra fjármálamanna sem hafa verið að sanka að sér íslenskum bújörðum. Þar hafa fylgt með veiði réttindi, vatnsréttindi og um leið möguleikar til orkuframleiðslu. Á þetta hafa íslenskir þingmenn horft aðgerðarlausir árum saman þó hér hafi verið leyft að ganga miklu lengra í þessum efnum en í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Það blasir við að haldi þessi þróun áfram mun íslenskur almenningur standa eftir sem leiguliðar fjárfesta í landi sem eitt sinn taldist vera eign íslensku þjóðarinnar. Fjárfestar munu þá hafa hér bæði tögl og hagldir. Við verðum þá öll í hlutverki stjórnmálamannanna sem þorðu ekki að styðja loðdýrabændur á sínum tíma. Eins og undnar gólftuskur á þvottasnúru og þorum hvorki að æmta né skræmta. Fjárfestarnir munu jú eiga allar klemmurnar sem halda okkur uppi. /HKr. Bændasamtökin taka breytingum Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Á Hellissandi var fyrrum mikil útgerð en verslunarhöfn var á Rifi. Í dag er mjög góð höfn í Rifi og er útgerð aðalatvinnuvegurinn á báðum stöðum en stutt er milli þessara bæja, aðeins um 2 km. Sjóminjasafn er á Hellissandi og þar er meðal annars elsta áraskip sem til er á Íslandi, Bliki, en hann var smíðaður 1826. Á svæðinu milli Hellissands og Rifs er mikil fuglaparadís og eitt mesta kríuvarp á landinu. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er við bæjardyrnar á Hellissandi. Mynd / Hörður Kristjánsson Undnar gólftuskur Við Egilsstaði í Fljótsdal. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.