Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 20198
FRÉTTIR
Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson
og Berglind Häsler búa á Karls
stöðum í Berufirði og stunda
þar blandaðan búskap með
menningu, matvælaframleiðslu og
ferða þjónstu undir vörumerkinu
Havarí.
Svavar Pétur er kunnur sem
tónlistarmaðurinn Prins Póló og
saman standa þau að margvíslegri
starfsemi heima á bæ; meðal
annars matvælavinnslu og
menningartengdri ferða þjónustu.
Bulsur, grænmetispylsurnar
þeirra, hafa tryggt sig í sessi á
Íslandi og nýjasta afurð þeirra
eru snakkflögurnar Bopp, sem er
poppað bankabygg.
Hafa prófað ýmislegt
Þau Svavar Pétur og og Berglind
hafa reyndar prófað ýmislegt þegar
kemur að grænmetisrækt og vinnslu
á því.
„Síðan við hófum búskap á
Karlsstöðum árið 2014 höfum
við stundað ýmiss konar ræktun
á káli og rótargrænmeti. Um tíma
framleiddum við nokkrar tegundir
af snakki úr rófum, kartöflum
og grænkáli en sú framleiðsla
reyndist því miður mannaflsfrek
og óarðbær. Þannig að við héldum
áfram tilraunum með ný hráefni
og vinnsluaðferðir. Markmiðið var
alltaf að búa til snakk sem innihéldi
nær eingöngu íslensk hráefni enda
fannst okkur snakkhillur verslana
skorta vörur úr íslensku hráefni,“
segir Svavar Pétur.
„Sú vinna leiddi af sér þá vöru
sem við kynnum nú til sögunnar en
það er poppað bankabygg sem við
köllum Bopp. Þetta er ekki ósvipað
hrískökum en í staðinn fyrir hrísgrjón
notum við lífrænt bankabygg frá
Vallanesi sem er hágæða hráefni og
einstaklega bragðgott. Boppið er svo
saltað með vestfirsku sjávarsalti frá
Saltverki. Þetta er því algjörlega
íslensk landbúnaðarafurð – og
lífrænt vottuð í þokkabót.
Hér var lítið fjós sem við tókum í
gegn og breyttum í matvælavinnslu.
Þar er Boppið framleitt,“ bætir
Svavar Pétur við.
Ferðaþjónustan blómstrar
Að sögn Svavars Péturs er
ferðaþjónustan á Karlsstöðum í
miklum blóma.
„Hún vex ár frá ári. Við
lögðum útihúsin undir gistingu
og veitingaþjónustu og traffíkin
er góð frá vori fram á haust. Við
brjótum svo sumarið upp með
menningardagskránni Sumar í
Havarí sem hefur fætt af sér marga
fjölbreytta viðburði og trekkir að fólk
hvaðanæva að. Hér hafa verið haldin
gallhörð sveitaböll, kabarettsýningar
og bíó – og allt þar á milli. Á veturna
drögum við fyrir og erum með
annan fótinn í ýmsum verkefnum
fyrir sunnan, en Boppið er framleitt
á Karlsstöðum allt árið um kring.“
Bulsurnar í sókn
Margir þekkja grænmetis pylsurnar
Bulsur sem Havarí hefur framleitt
frá 2013. Svavar segir áhugann hafa
vaxið ár frá ári.
„Áhugi á grænkerafæði er
mikill og margir neytendur velja
auk þess Bulsurnar fram yfir aðrar
sambærilegar vörur til að minnka
kolefnissporið en þær innihalda að
megninu til íslenskt bankabygg,
líkt og Boppið. Það eru tímamót
hjá Bulsunum um þessar mundir
en Norðlenska ætlar að taka að sér
framleiðslu á þeim. Það er mjög
spennandi að fara með Bulsurnar
norður enda er norðlensk framleiðsla
framsækin og í miklum blóma,“ segir
Svavar Pétur.
Spurður hvort eitthvað fleira sé
í matvælapípunum hjá þeim, segir
hann: „Það verður gaman að sjá
hvort Bulsurnar geti af sér einhver
afkvæmi þegar þær fara norður.“
/smh
Landbúnaðarháskóli Íslands:
Stefnan að efla
starfsmenntanám
Athugasemdir vegna viðtals um
garðyrkjunám við Landbúnaðar
háskóla Íslands sem birtist í
Bændablaðinu 26. september
síðastliðinn.
Vegna umræðu um stöðu
starfsmennta náms við Landbúnaðar
háskóla Íslands vill háskólaráð koma
eftirfarandi staðreyndum málsins á
framfæri.
• Í stefnu skólans sem samþykkt
var af starfsmönnum
háskólans og háskólaráði í
júní síðastliðnum er stefnt að
því að efla starfsmenntanám
skólans og tryggja því skýra
stoð í lögum. Stefnan tekur á
engan hátt til þess að breyta eigi
inntaki eða eðli námsins og það
stendur ekki til að flytja námið
af framhaldsskólastigi. 19. gr.
háskólalaga veitir háskólum
lagaheimild til að vera með
nám á framhaldsskólastigi og
hefur hún því verið skoðuð í
þessu tilliti.
• Fyrirhugaðar skipulags
breytingar miða að því að
styrkja bæði starfsmenntanám
og háskólanám með því að
samnýta betur kennslukrafta á
háskóla og starfsmenntastigi
í þremur deildum á tilteknum
fræðasviðum (ræktun og fæða,
skógur og náttúra, hönnun og
skipulag). Þannig eykst bæði
sýnileiki þeirra faggreina sem
skólinn leggur áherslu á, auk
þess sem styrkur og samlegð
innan hverrar deildar vex.
• Það er stefna Landbúnaðar
háskólans að halda
áfram að bjóða sterkt og
öflugt starfsmenntanám
á framhaldsskólastigi.
Staðsetning starfsmennta
náms innan háskóla er augljós
styrkur, ekki einungis fyrir
starfsmenntanámið sem
nýtur góðs af rannsóknum
og nýsköpun háskólastigsins,
heldur einnig fyrir háskóla
starfið sem hefur hag af
samspili við verkþekkinguna.
• Landbúnaðarháskólinn stefnir
að kröftugri uppbyggingu,
bæði á háskóla og
starfsmenntanámssviði. Í því
samhengi má sérstaklega nefna
fyrirætlanir um uppbyggingu
rannsókna og nýsköpunar
miðstöðvar á sviði garðyrkju á
Reykjum. Grunnur hefur verið
lagður að samstarfi við háskóla
sem eru hvað fremstir á sviði
landbúnaðar og garðyrkju í
heiminum. Þegar er verið
að vinna að öflun Evrópu
styrkja sem m.a. eru ætlaðir
til framtíðar uppbyggingar
garðyrkju rannsókna.
Sameiginlegt verkefni Landbúnaðar
háskólans, hagaðila og stjórnvalda er
að efla nám, þekkingu og atvinnu
vegi. Landbúnaðarháskólinn leggur
áherslu á samstarf og samráð með
þetta sameiginlega markmið að
leiðarljósi og hefur fundið fyrir
góðum undirtektum við nýsamþykkta
stefnu skólans.
30. september 2019
F.h. háskólaráðs
Landbúnaðarháskóla Íslands
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir,
rektor.
Landbúnaðarháskóli Íslands rekur nú garðyrkjunám í fyrrum garðyrkjuskóla
ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Háskólaráð segir að fyrirætlanir séu um
uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunarmiðstöðvar á sviði garðyrkju á
Reykjum. Mynd / HKr.
Poppað bankabygg er ný vara úr smiðju Karlsstaðabænda:
Stunda blandaðan búskap með menningar-
tengda ferðaþjónustu og matvælavinnslu
– Bulsurnar eru í sókn og flytja til Norðlenska
Berglind Häsler og Svavar Pétur
Eysteinsson, bændur á Karlsstöðum.
Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum og matvælaframleiðandi,
með Boppið – nýjustu afurð sína. Mynd / úr einkasafni
Skagstrendingar fordæma vinnubrögð
Sambands íslenskra sveitarfélaga
– segja stærri sveitarfélög hafa beitt aflsmun vegna sameiningartillögunnar
Sveitarstjórn Skagastrandar
hvetur Alþingi til þess að virða
sjálfsákvörðunarrétt sveitar
félaga og íbúa landsins og hafna
með öllu þings ályktunartillögu
um lögþvingaðar sameiningar
sveitarfélaga.
Sveitarstjórn fordæmir jafn
framt vinnubrögð stjórnar
Sambands íslenskra sveitar
félaga þar sem hún hafi farið
þvert gegn vilja og hagsmunum
fjölmargra minni sveitarfélaga,
og hunsað sjónarmið þeirra og
röksemdafærslu í aðdraganda
tillögunnar.
Þetta kemur fram í bókun
sveitarstjórnar Skagastrandar, en í
henni segir jafnframt að Samband
íslenskra sveitarfélaga eigi að vera
málsvari sveitarfélaga samkvæmt
2. grein samþykkt þess og að
óbreyttu sé ekki lengur hægt að
líta á stjórnina sem málsvara allra
sveitarfélaga.
Gengur þvert á vilja
margra sveitarfélaga
„Á nýafstöðnu aukalands þingi
Sambands íslenskra sveitar
félaga beittu stærri sveitarfélög
aflsmun með fjölda þingfulltrúa til
þess að samþykkja lögþvingaðar
sameiningar. Ljóst er að 1.000 íbúa
lágmark sem gert er að viðmiði í
þingsályktunartillögu um málefni
sveitar félaga var einungis valið til þess
að tryggja tillögunni brautargengi þar
sem hún snerti nægjanlega fáa með
beinum hætti. Samþykkt þingsins
var síðan blygðunarlaust kynnt sem
vilji sveitarstjórnarstigsins í heild
þó hún gangi þvert gegn vilja mikils
meirihluta þeirra sveitarfélaga sem
lögþvingunin ætti að ná til. Enginn
hagfræðingur, viðskiptafræðingur
eða fjármálaverkfræðingur er þess
umkominn að skera úr um hver sé
hagkvæmasta stærð sveitarfélaga.
Íbúarnir eiga að ráða.“ /MÞÞ
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár
í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is.
Haltu þínu striki!
Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið
á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is