Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 17
Dráttarvélar
á ferð
flest dráttarvélaslys á vegum úti verða þegar vél mætir
öðru ökutæki eða keyrir út af. Gætið að því að fara
ekki of nærri lausum vegköntum og hagið akstri eftir
aðstæðum.
Hvað getur þú gert til að auka öryggi í umferðinni?
• Notaðu speglana og fylgstu með umferðinni á eftir þér
• Notaðu stefnuljós
• Er ljósabúnaður í lagi?
• Sjáðu til þess að stefnu- og bremsuljós sjáist vel
• Ekki gleyma að slökkva á vinnuljósum á vegum úti
• Aktu með varúð
• Forðastu hraðar beygjur
• Forðist akstur dráttarvéla á vegum þegar
umferðarþunginn er mikill.
• Stillið hraða miðað við farm og bremsueiginleika
dráttarvélarinnar.
• Akið með ámoksturstæki í lágri stöðu, um 20-30 cm frá
jörðu, og gætið þess að þau hindri ekki útsýni úr stýrishúsi.
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd
í landbúnaði á bondi.is
er þitt bú
öruGGur
oG Góður
vinnustaður?
PO
RT
h
ön
nu
n
TÖLVUPÓSTUR
bkhonnun@bkhonnun . is
SÍMI
865-9277
VEFFANG
www .bkhonnun . is
8 x 20 x 3,5 m - 7.200.000 kr. m/vsk.
10 x 20 x 3 m - 7.600.000 kr. m/vsk.
12 x 30 x 3,5 m - 10.440.000 kr. m/vsk.
18 x 35 x 3 m - 16.200.000 kr. m/vsk.
ÓEINANGRAÐ 12 x 30 x 3,5 m - 8.100.000 kr. m/vsk.
ÓEINANGRAÐ 18 x 35 x 3 m - 11.300.000 kr. m/vsk.
Z Stálgrind, 40 mm PIR yleiningar og teikningar
Z STÁLGRINDARHÚS
Hágæða yleiningar fyrir veggi og þök.
Fást með PIR eða steinull.
Veggeiningar 40-220mm
Þakeiningar 40-220mm
Allar skrúfur, þéttingar, áfellur og ylplast
í boði með pökkum.
YLEININGAR
12x20 m - 4.800.000 kr. m/vsk
12x30 m - 6.600.000 kr. m/vsk
12x40 m - 8.500.000 kr. m/vsk
12x50 m - 10.300.000 kr. m/vsk
Stálbogar, langbönd, klæðning,
rennihurð & teikningar.
Afgreiðslufrestur 8-10 vikur
BOGAHÚS- TILBOÐSVERÐ Í OKTÓBER
TIMBUR EININGAHÚS
Einbýlishús
Rað- og parhús
Frístundahús
Ferðaþjónustuhús
Starfsmannahús
Bílskúrar
LÍMTRÉSHÚS MEÐ YLEININGUM
Skemmur úr límtré og yleiningum í miklu
úrvali. CNC skorið límtré í hæsta
gæðaflokki sem fæst meðal annars vaxborið
og er því afar hentugt í gripahús.
Margar gerðir timbur einingahúsa í boði. Bjóðum bæði staðlaðar húsagerðir
og sérhönnun fyrir viðskiptavini. Framleiðandi sér um uppsetningu.
Afgreiðslufrestur aðeins 6-8 vikur.
Margar stærðir Z stálgrindarhúsa í boði. Bjóðum bæði staðlaðar húsagerðir
og sérhönnun fyrir viðskiptavini. Þaulreynd hús við íslenskar aðstæður.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið:
Vöktun á súrnun sjávar og jöklum
Ríflega 250 milljónum króna
verður varið til að efla vöktun á
súrnun sjávar og á jöklum næstu
fimm árin hér á landi. Ákvörðunin
var tilkynnt í tilefni útkomu
nýrrar skýrslu milliríkjanefndar
Sameinuðu þjóðanna um áhrif
loftslags breytinga á hafið og
freðhvolfið.
Í skýrslunni eru dregnar saman
upplýsingar um áhrif loftslags
breytinga á jökla og höf sem eru þeir
þættir sem varða Íslendinga einna
mest. Í yfirliti yfir efni skýrslunnar á
vef Veðurstofu Íslands kemur meðal
annars fram að allar ísbreiður og
jöklar á jörðinni eru að minnka
vegna loftslagsbreytinga, sjávarborð
hækkar meira en gert var ráð fyrir og
súrnun sjávar hefur aukist.
Umhverfisráðherra og forstjóri
Hafrannsóknastofnunar hafa
undir ritað samning sem felur í sér
að efla vöktun á súrnun hafsins
og áhrifum hennar á lífríki og
vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland.
Hafrannsóknastofnun fær 35
milljónir króna á árinu 2019 og 30
milljónir króna árlega á árunum 2020
til 2023, eða samtals 155 milljónir
króna, til þessa viðfangsefnis.
Framlögum ársins í ár verður
varið til kaupa á tækjabúnaði til
þess að efla vöktun sem þegar á sér
stað um sýrustig í hafi, en einnig til
að hefja vöktun á botndýrum með
tilliti til súrnunar sjávar. Einnig hefur
verið tilkynnt um aukna vöktun
Veðurstofu Íslands á jöklum á Íslandi
undir heitinu Hörfandi jöklar. Alls
verður 15 milljónum króna varið
í vöktunina í ár og samtals 21
milljón króna frá og með næsta ári.
Á árabilinu 2019 til 2023 er því um
tæpar 100 milljónir að ræða.
Áður hafði verið ákveðið að efla
vöktun á sjávarstöðubreytingum
og skriðuhættu, m.a. með vísan
í afleiðingar loftslagsbreytinga.
Bætt vöktun á ofangreindum
þáttum styrkir starf við hættumat
og almanna varnir og nýtingu auð
linda, auk þess að bæta vísindalega
þekkingu. /VH
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun
á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.