Bændablaðið - 10.10.2019, Page 21

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 21 himin höndum tekið árið 2016. Var orka sólarrafhlaðanna notuð til að knýja vatnsdælur sem dældu upp grunnvatni til að vökva hveitiakra. Afleiðingin varð sú að yfirborðsvatn hvarf á stórum svæðum svo fílar og aðrir grasbítar í suðvesturhluta Simbabve höfðu hvorki vatn né gróður til að nærast á og fóru að sækja inn í borgirnar í fæðuöflun. Ýmiss konar óáran getur skjótt komið fæðuöryggislausum þjóðum í vanda Fæðuöryggi skiptir höfuðmáli þegar ýmiss konar óáran er tekin með inn í afkomuútreikninga heimsins. Sjúkdómar, styrjaldir og náttúru­ hamfarir geta hæg lega skorið á framleiðslu og aðflutnings leiðir matvæla. Þá geta sjálfsbjargar­ möguleikar þjóða skipt öllu máli varðandi líf íbúanna. Þess vegna tala menn um nauðsyn þess að tryggja „fæðuöryggi“. Fæðuöryggi er ekki það sama og matvælaöryggi Þessu hugtaki, fæðuöryggi, er oft ruglað saman við „matvælaöryggi“ sem gengur út á að tryggja örugga og heilbrigða framleiðslu matvæla svo fólk skaðist ekki af neyslu þeirra. Matvælastofnun og Matís hafa einmitt komið mjög við sögu í slíku eftirliti á Íslandi og við að efla matvælaöryggið með ýmsum hætti. Hurð skall nærri hælum varðandi fæðuöryggi Íslendinga haustið 2008 Sáralitlu munaði að Íslendingar yrðu þurfalingar hvað fæðu varðar þegar efnahagshrunið skall á haustið 2008. Þá lokaðist fyrir allt gjaldeyrisflæði sem gerði innkaup á matvælum og öðrum nauðsynjum nánast útilokuð. Þá var sannarlega gott að hafa hér öflugan landbúnað og sjávarútveg. Pólverjum og Færeyingum verður aldrei fullþakkaður vinargreiðinn Þar var aðallega þrennt sem bjargaði þá þjóðinni, þ.e. öflug innlend framleiðsla á landbúnaðarafurðum, öflugar innlendar fiskveiðar og aðstoð sannra vinaþjóða. Þar var það einstakur velvilji Pólverja og Færeyinga til að lána okkur gjald eyri án nokkurra skilyrða sem skipti sköpum. Þessar þjóðir reyndust okkur þá best þegar okkar helstu viðskiptaþjóðir neituðu okkur um aðstoð, nema kannski Rússar. Peninga legir hagsmunir lokuðu þá snarlega fyrir alla hjálp frá öðrum ríkjum heimsins. Á þessum tíma skipti okkar eigin fæðuframleiðsla gríðarlegu máli varðandi það að ekki færi enn verr. Ef landbúnaður og fiskveiðar hefðu ekki verið eins öflugar greinar og raunin var, hefði örugglega farið mjög illa. Við höfðum einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa næga fæðu handa þjóðinni erlendis frá og alls ekki án aðstoðar Færeyinga og Pólverja. Verður þessum þjóðum seint fullþakkað fyrir þann afar mikilvæga vinargreiða. Sagan lýsir hörmungum þar sem baráttan um fæðu skipti sköpum Við getum líka horft aðeins lengra aftur í tímann, eða til þess er 25 km gossprunga með 130 gígum opnaðist í eldgosi þann 8. júní 1783 sem kallað er ýmist Lakagígagosið eða Skaftáreldar. Þetta gos stóð yfir til 7. febrúar árið 1784, en olli gríðarlegum hörmungum bæði hér á Íslandi og ekki síður úti í heimi. Það snerti heldur betur hugtakið fæðuöryggi. Eitruð gasmóða (Laki haze) lagðist yfir austurhluta landsins ásamt ösku frá eldstöðvunum, þessi móða skreið líka yfir hafið til Evrópu og af henni er hugtakið „móðuharðindi“ dregið sem nefnt var á ensku „Mist Hardships“. Um 8 milljónir tonna af vetnisflúoríði er talið hafa streymt út í andrúmsloftið og um 120 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði sem er þrefalt meiri losun en allur iðnaður í Evrópu losaði árið 2006. Súrt andrúmsloftið brenndi síðan gróður í stórum stíl. Þegar fólk og fénaður andaði loftinu að sér og það blandaðist vökva í öndunarvegi breyttist það í brennissteinssýru og skemmdi lungun. Hefur verið áætlað að 23 þúsund Bretar hafi látist af þeim sökum. Gosefni byrgðu fyrir sólarljósið sem leiddi til mikils kulda sem talið er að hafi valdið dauða 8.000 Breta til viðbótar. Veturinn 1784 var auk þess sagður sá kaldasti sem mælst hefur í Norður­ Ameríku og náðu áhrifin allt suður til Mexíkóflóa. Á Íslandi er talið að um 80% sauðfjárstofnsins hafi drepist, 50% nautgripastofnsins og um 50% hrossastofnsins. Það olli síðan hungurdauða um 9.000 Íslendinga, eða um 20–25% þjóðarinnar og stór hluti Íslendinga fór á vergang. Þá voru það matarkistur Breiðafjarðar, við Ísafjarðardjúp og víðar á Vestfjörðum sem björguðu því sem bjargað varð. Ekki var þá hægt að treysta á að innflutningur matvæla gæti bjargað þjóðinni. Leitt hefur verið líkum að því að Skaftáreldar hafi verið mannskæðasta eldgos á heimsvísu. Þeir ollu uppskerubresti víða í Evrópu sem olli mannfalli og innanlandsátökum og milliríkjaátökum. Gosmóðan hafði alvarleg áhrif á uppskeru allt suður til Afríku og jafnvel gætti áhrifanna á Indlandi vegna veikingar á monsoon­veðurkerfinu. Talið er að þetta ástand hafi dregið um sjötta hluta egypsku þjóðarinnar til dauða. Orkumál eru líka hluti af fæðuöryggiskeðjunni Raforkukostnaður er líka veigamikill þáttur í landbúnaði á Íslandi, eins og við mjólkurframleiðslu og sér í lagi við ylrækt í gróðurhúsum. Þetta er afar mikilvægt í allri umræðu um að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Það á líka við varðandi nýtingu raforku í stað olíu til að framleiða fiskimjöl. Fréttir að undanförnu sýna að garðyrkjubændur á Íslandi eru að lenda í vandræðum vegna hækkunar á orkukostnaði. Bændur hafa af þessum sökum verið að draga úr sinni framleiðslu, þrátt fyrir að eftirspurn sé mikil meðal neytenda. Hátt orkuverð er að kæfa þeirra starfsemi. Garðyrkjubændur hafa marg­ ítrekað bent á að innleiðing á evrópsku regluverki um orkumál hafi þegar og muni enn frekar auka kostnað við t.d. ylrækt í gróður húsum sem geri slíka framleiðslu með öllu ósamkeppnishæfa við innfluttar vörur. Vitandi vits sam þykktu samt 49 alþingismenn innleiðingu á orkupakka 3 þann 2. september síðastliðinn, eða 73% þingmanna. Þá er boðað að fjórði orkupakkinn frá ESB sé væntanlegur til innleiðingar sem herðir enn þessi tök. Þarna hafa helstu rökin verið, að með innleiðingu á orkupakka þrjú sé verið að tryggja „neytendavernd“. Það hlýtur að teljast skrítin vernd ef hún felur fyrst og fremst í sér frelsi til að velja á milli dýrari orkukosta en áður hafa verið í boði og verulega skerðingu á fæðuöryggi þjóðarinnar. Miðað við þær afleiðingar sem hækkun orkuverðs, þ.e. raforku, flutnings og annarra gjaldaliða orkufyrirtækjanna, er þegar búin að hafa t.d. á garðyrkjuna, lítur dæmið illa út. Í því ljósi má segja að með samþykkt Alþingis á innleiðingu orkupakka þrjú sé í raun verið að vinna gegn fæðuöryggismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mun Ísland standa við fæðuöryggismarkmið Sameinuðu þjóðanna? Íslendingar fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) þann 19. nóvember 1946. Áður hafði Ísland gerst aðili að fimm alþjóðastofnunum, sem síðar urðu sérstofnanir samtakanna: Matvæla­ og landbúnaðarstofnuninni (FAO), Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), Alþjóðabankanum (IBRD), Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO). Löngu áður hafði Ísland gerst aðili að Alþjóðapóstmálasambandinu (UPU). Árið 1943 varð Ísland stofnaðili að Hjálpar­ og endurreisnarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRRA), en sú stofnun var lögð niður árið 1947. Allsherjarþing SÞ samþykkti aðildarumsókn Íslands 9. nóvember 1946. Hinn 19. nóvember sama ár undirritaði Thor Thors sendiherra yfirlýsingu, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, um að Ísland samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Árið 1947 var Thor Thors skipaður fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ísland hefur þannig verið aðili að Sameinuðu þjóðunum frá stofnun. Þá hafa íslenskir ráðamenn talið sér skylt að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna, m.a. í loftslags málum. Engar upplýsingar eru hins vegar fyrirliggjandi um að Ísland hafi hafnað að taka þátt í því markmiði að tryggja fæðuöryggi þjóða heims. Því hlýtur sú skylda að hvíla á ráðamönnum að leggja á borðið samræmda áætlun um hvernig slíkum markmiðum verði náð. Það verður örugglega ekki gert með því að þrautpína íslenska bændur með stöðugt hærra orkuverði og flæma þá úr starfi. Það verður heldur ekki gert með því að grafa undan sauðfjárrækt, nautgriparækt, alifuglarækt og svínarækt með stórauknum innflutningi. Ef stjórnmálamenn meina eitthvað með veru Íslands í alþjóðasamtökum eins og Sameinuðu þjóðunum, verða menn líka að hafa í gangi áætlun sem tryggir m.a. öryggi þjóðarinnar varðandi aðgengi að fæðu. Ekki bara þegar allt leikur í lyndi, heldur ekki síður til að mæta öllum þeim óvæntu aðstæðum sem upp geta komið. Kæli‐ og frystiklefar  allar stærðir og gerðir Okkar þekking nýtist þér.. Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli‐ og frystiklefa. Mikið úrval af hillum í kæla og frysta. Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu  á kerfum með náttúrulegum kælimiðlum. Vannæring og hungur er ekki bara eitthvað sem getur átt sér stað í útlöndum. Fjölmargir Íslendingar búa daglega við slíkan veruleika, ýmist vegna fátæktar og/eða sjúkdóma. Mynd /Sott.net Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Hefur þú kynnt þér Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar? Smærri virkjanir geta verið lyftistöng fyrir bæði bændur og fleiri aðila Þær geta stuðlað að auknu orkuöryggi í landinu Geta verið svar við orkuskorti víða um land Geta tryggt vaxtarmöguleika í dreifðari byggðum landsins Kynntu þér málið á vef Orkustofnunar: https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.