Bændablaðið - 10.10.2019, Page 23

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 23 Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Náðu hámarksárangri með heildarlausn frá Líflandi Markmið okkar er að styðja bændur með markvissum og vísindalegum hætti í átt að hámarksárangri. Lífland býður upp á kjarnfóður fyrir öll tímabil á vaxtartíma nautkálfa. Allar blöndurnar innihalda sérlagaða steinefna og vítamínblöndu ætlaða nautgripum í vexti. Vinsamlega hafið samband við söluráðgjafa okkar í síma 540 1100 til að fá nánari upplýsingar Kálfaþróttur Kálfaþróttur er kjarnfóður sem hentar naut- og kvígukálfum frá 3ja mánaða aldri til vöðvauppbyggingar og þyngdaraukningar. Kálfamúslí kemur kálfum fyrr til að éta kjarn fóður og hentar fyrstu 3 vikurnar, þar til kálfar hafa náð góðum tökum á áti. Bolabætir er kjarnfóður til að gefa nautkálfum síðustu vikurnar fyrir slátrun. Bolabætir inniheldur m.a. 52% maís og er því mjög sterkju- og orkuríkur. Hátt hlutfall maís ýtir undir betri fitusprengingu í kjöti. Bolabætir stuðlar að þyngdaraukningu nautkálfa á síðasta vaxtarskeiðinu. Kálfamúslí Bolabætir Alikálfakögglar Alikálfakögglar eru próteinríkir og lystugir kögglar fyrir ungkálfa frá burði að 3ja mánaða aldri. „Á norræna tímatalinu var gamli forn-síderinn kallaður bjor (á ensku beor) og var sennilega búinn til úr villieplum, berjum, mjað jurt og örlitlu hunangi. Bjor á ekkert skylt við nútímabjór. Í Allvismál fjallar dvergurinn Allvis um ólíkar brugganir, ekki ólíkar tegundir af bjór. Bjor var drykkur Æsanna vegna þess að hunang var svo dýrt. Hreint hunangsvín var ekki notað fyrr en löngu seinna þegar hunangsflugnaræktun varð algeng. Í epíkinni um Sigurð Fáfnisbana gefur Brynhild minningardrykk til Sigurd sem er bæði kallaður bjor og mjöður.“ Svæðisbundin matvæli og drykkir Þau hjónin eru sammála um að margt hafi breyst í viðhorfi gagnvart heimaframleiðslu bænda frá því að þau byrjuðu að markaðssetja sínar vörur. Möguleikar bænda séu mun meiri í dag en áður þar sem hægt sé að byggja undir grunnframleiðsluna. „Fyrstu árin var enginn sem þekkti nýpressaðan hreinan eplasafa. Fólk var vant því að kaupa og drekka síaðan eplasafa í fernum. Margir veltu því fyrir sér hvort eitthvað væri að vörunni þegar það lá seti á botninum á flöskunum. Í dag er meira að segja á fínustu veitingahúsum borinn fram nýpressaður hreinn eplasafi sem fólki líkar vel svo það hafa orðið stórar breytingar til hins betra. Svæðisbundin matvæli og drykkir hafa fengið allt aðra stöðu í dag en áður,“ segir Åge og þegar talið berst að veitingastað þeirra hjóna útskýrir hann: „Veitingastaðurinn er opinn dag- lega allt sumarið þar sem við bjóðum upp á kvöldverð frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Fyrir og eftir sumartímann framreiðum við hádegis verð hér. Hér í Ciderhuset erum við með síder veitingastað þar sem við bjóðum upp á 14 mismunandi tegundir af síder, eitthvað fyrir alla og alltaf eitthvað sem passar við ólíka rétti. Tengdadóttir okkar er frá Tyrklandi og hún hefur þróað eldhúsið hér sem er innblásið af matseld Miðjarðarhafsins og blandar því saman við hefðbundna norska rétti eins og reyktan lax og súrsíld. Við erum afar þakklát og ánægð með það að veitingastaðurinn hefur fengið góða dóma, til dæmis á Tripadvisor og á samfélagsmiðlunum, og það hjálpar allt til við reksturinn, sem gerir okkur kleift að vera með 10 starfsmenn yfir sumartímann.“ Gamalt eplapressunartæki sómir sér vel sem skraut og hilla í Ciderhuset. Í vor keyptu þau hjónin þennan forláta skemmti- og hjólavagn frá Spáni sem margir hópar nýttu sér í sumar. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.