Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201934
UTAN ÚR HEIMI
Aukinn titringur í viðskiptum Bandaríkjanna og ESB:
Evrópusambandið hnyklar vöðvana
í viðskiptaátökum stórveldanna
– Vill að WTO taki upp harðari stefnu gagnvart Bandaríkjunum og Kína
Landfræðilegir pólitískir
straumar, viðskiptatengsl og
áskoranir í umhverfis málum
munu stýra forgangs röðun
viðskipta stefnu ESB næstu fimm
árin. ESB mun þar leggja að
Alþjóðaviðskiptastofnuninni
(WTO) að taka harðari afstöðu
gagnvart Kína og Bandaríkjunum
um að fylgja viðskiptastefnu
sem hefur sjálfbæra þróun sem
forgangsmál.
Virðist aukin harka ESB gagnvart
WTO undir yfirskini umhverfismála
vera eins konar svar við því að
Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur
gefið grænt ljós á að Bandaríkin setji
þunga tolla á evrópskar vörur vegna
meintra ólöglegra niðurgreiðslna
ESB til handa flugvéla framleið
andanum Airbus. Það félag á einmitt
í harðri samkeppni við bandaríska
flugvélaframleiðandann Boeing.
Veruleg tollahöft sett á vörur
frá ESB til Bandaríkjanna
Greint var frá þessari viðurkenningu
WTO á fyrirhugaðri tollálagningu
Bandaríkjamanna í frétt Reuters 2.
október síðastliðinn. Þar kemur fram
að fyrirhugað hafi verið að leggja
tolla sem nemi 11,2 milljörðum
dollara á vörur frá ESBríkjunum.
Hins vegar herma heimildir Reuters
að WTO muni samþykka um tvo
þriðju þeirra tolla.
Reyndar hefur WTO staðfest að
bæði Airbus og Boeing hafi fengið
milljarða dollara í ólöglega opinbera
aðstoð við sína starfsemi. Hafa deilur
staðið um þetta milli fyrirtækjanna
allt frá árinu 2004.
Talið er að væntanlegir tolla muni
auka mjög á spennuna í viðskiptum
yfir Atlantshafið og einnig í viðskipt
um Bandaríkjanna og Kína.
Nýr landbúnaðarstjóri ESB við
hlið Ursulua von der Leyen
Phil Hogan frá Írlandi var nýverið
samþykktur á Evrópuþinginu sem
nýr landbúnaðarstjóri ESB og um leið
nýr yfirmaður viðskiptastefnu í nýrri
framkvæmdastjórn Ursula von der
Leyen, forseta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins.
Í þingræðu sinni sagði Hogan
að vinna að endurbótum Alþjóða
viðskiptastofnunarinnar (WTO)
og að ná breytingum á alþjóðlegri
viðskiptasamvinnu væri algjört
forgangsmál. Metnaður ESB lúti
að því að leiða vinnu við umbætur
á Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
Ætlunin er að hefja víðtækt
samstarf haustið 2020 sem ætlað er
að skila árangri í nýrri stefnu árið
2022. Þess má geta að ESB telur
ekki mögulegt að hefja þetta ferli
á yfirstandandi ári, enda við öflug
ríki að etja. Það sýnir hversu djúp
átökin um viðskiptastefnuna ristir,
sérstaklega milli Bandaríkjanna og
Kína. Á sama tíma ríkir þokkaleg
bjartsýni um að árangur náist
árið 2022 að mati Hogan. Miðað
við aukna hörku í tollamálum
Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist
þetta lýsa afar mikilli bjartsýni.
Tryggt verði að
viðskiptasamningum
sé framfylgt
Ætlunin er að skapa nýja stöðu í
þessum málum innan framkvæmda
stjórnar Evrópu sambandsins með
það að markmiði að auka eftirlit
með að aðildarþjóðirnar standi
við skuldbindingar sínar um nýja
viðskiptastefnu. Einnig að þær
geri ráðstafanir til að tryggja að
viðskiptasamningum sé framfylgt.
Evrópuþingið krefst þess
að aðgerðirnar bindi einnig
viðskipta lönd ESB um að fram
fylgja ákvæðum um loftslagsmál,
umhverfismál og atvinnuréttindi í
tengslum við fríverslunarsamninga.
Þetta verði líka uppfært í samningum
ESB við Mercosurríkin í Suður
Ameríku. Umhverfissamtök,
fag félög og hagsmunaðilar í
land búnaði hafa einmitt sakað
yfirvöld í Brussel um að stuðla
með Mercosursamningnum að
aukinni skógareyðingu á Amazon
sem hafi í för með sér aukna losun
á gróðurhúsalofttegundum.
Skilvirkari vopn gegn
Kína og Bandaríkjunum
Sagt er að ESB muni þróa leiðir
til að stemma stigu við og mæta
viðskiptastefnu annarra ríkja sem
brjóta í bága við alþjóðlegar leik
reglur. Þar er rætt um sérstaka þörf til
að verja sig gagnvart Kína varðandi
niðurgreiðslur til iðnaðar, þjófnaði á
iðnaðarleyndarmálum og þvingaða
tækniyfirfærslu.
Framkvæmdastjórn ESB mun
einnig innleiða kerfi til að stjórna
erlendum fjárfestingum í ESB.
Þetta mun koma í veg fyrir að
Kína eða önnur lönd nái stjórn á
tækni, innviðum og viðkvæmum
upplýsingum sem taldar eru
mikilvægar fyrir samfélagslegar
aðgerðir í Evrópu.
Framkvæmdastjórn Evrópu
sambandsins hyggst líka þróa verk
færi sem hægt er að nota til að
sporna gegn þeirri viðskiptastefnu
Bandaríkjanna sem felur í sér hækkun
tolla á evrópskar vörur. Einnig að
koma í veg fyrir að Bandaríkin brjóti
reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinn
ar. Ætlunin er að finna lausnir sem
brjóta ekki í bága við reglugerðir
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Á sama tíma leggur Ursula von
der Leyen áherslu á að ESB verði
að viðhalda góðu sambandi við
Bandaríkin og varar við aukinni hörku
í viðskiptum.
Ef marka má fréttir virðist borð
leggjandi að fram undan séu mjög
hörð átök innan WTO um við
skipti milli helstu viðskipta blokka
heimsins. Evrópusambandið hefur
áðru lent undir í átökum þar innan
veggja og spurning hvað gerist í þetta
skiptið. /HKr.
Svo virðist sem áralangar og harðar deilur um meinta ólöglega opinbera styrki við flugvélaframleiðendurna
og keppinautana Boeing og Airbus séu undirrót aukinnar hörku ESB gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni
(WTO). Krefst ESB þess nú að WTO taki upp harðari stefnu gagnvart Bandaríkjunum og Kína, m.a. í tollamálum.
ESB segir hins vegar að þessi afstaða byggi alfarið á hugmynd um viðskiptastefnu sem ætlað sé að stuðla að
náttúruvernd, manngæsku og sjálfbærri þróun. Allt atriði sem ESB hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir vegna gerðar
fríverslunarsaminganna við Mercosur-ríkin í Suður-Ameríku.
Villisvín í Evrópu eru í síauknum mæli farin að sækja inn í borgir í leit að æti.
Mynd / www. conservationcorridor.org
Umhverfismál í Evrópu:
Villisvín hrella borgarbúa
Villisvín eru víða um heim farin
að sækja inn í borgir í fæðisleit,
einnig eru dæmi um að þau syndi
marga kílómetra í leit að fæðu.
Asísk villisvín sjást reglulega
á sundi yfir Malakkasund og
villisvín í Evrópu lifa góðu lífi í
úthverfum stórborga.
Malakkasundið, sem liggur
milli Malakkaskaga og Indónesíu í
SuðausturAsíu, er ein fjölfarnasta
skipaleið í heimi þrátt fyrir að það
sé ekki nema nokkrir kílómetrar
að breidd þar sem það er þrengst.
Sjómenn sem stunda veiðar á
sundinu segjast í auknum mæli
farnir að sjá trýni á svínum á
sundi bregða fyrir í sundinu. Á
sama tíma kvarta bændur í Malasíu
og á litlum eyjum í sundinu yfir
auknum ágangi villisvína í fæðuleit
á ökrum.
Sjósvín eða leynifarþegar
Svínin sem um ræðir eru talin vera
frá Indónesíu og að þau hafi lagst
til sunds til að komast í betra æti
handan sundsins. Einnig er bent
á að svínin hafi getað verið flutt
eða komist sem leynifarþegar með
skipum yfir sundið. Það sem styður
helst kenninguna um að svínin hafi
komist á eigin vegum sjóleiðina er
að þau finnast helst Malasíumegin á
svæðum þar sem sundið er þrengst
og á eyjum eins og Besar þar á milli.
Villisvínunum er þegar farið að
fjölga talsvert á eyjum í sundinu og
Malagaskaga þar sem þau hafa ekki
þekkst áður.
Borgarsvín í ætisleit
Borgaryfirvöld í Barselóna á Spáni
og öðrum borgum í Evrópu segja að
villisvín í Evrópu séu í síauknum
mæli farin að sækja inn í borgir
og á manngerð svæði í leit að æti.
Svínin, sem eru lyktnæm og aðallega
í ætisleit eftir að fer að skyggja, eru
annaðhvort eitt eða mörg saman á
ferð og geta valdið talsverðan usla
þegar þau velta við ruslatunnum
og rótast á stöðum þar sem von
er á æti. Þau eru einkar ágeng við
veitingahús, stórverslanir þar sem
ruslatunnur og ruslagámar geyma
lífrænan úrgang.
Áætlaður fjöldi villisvína í Evrópu
er talinn vera um tíu milljón dýr.
Sagt er að lögreglunni í Barselóna
hafi borist vel yfir þúsund símtöl
á síðasta ári frá íbúum sem voru
að kvarta yfir villisvínum sem
voru að rótast í görðum, ráðast á
heimilishunda, stoppa umferð eða
að ráðast á bíla. Villisvínin sækja
inn í almenningsgarða, háskólasvæði
og golfvelli þar sem þau gera fólki
erfitt fyrir.
Tölur sýna að sömu sögu er að
segja frá mörgum öðrum borgum og
bæjum víða um heim og að villisvínin
eru sífellt að útvíkka helgunarsvæði
sitt nær miðborgum stærri borga.
Öskuhaugar í Róm, Berlín,
Houston í Bandaríkjum Norður
Ameríku og í Hong Kong eru einnig
þekkt sem vinsælt fæðuleitarsvæði
villisvína.
Manngert vandamál
Villisvín eru í dag hátt á lista margra
landa yfir ágengar tegundir. Svín
eru með afbrigðum lífseig og geta
þrifist í margs konar umhverfi og þau
eru einstaklega úrræðagóð. Þau eru
einnig árásargjörn sé að þeim sótt.
Ein aðalástæða aukins ágangs
villisvína er sögð vera aukin
útbreiðsla borga og að gengið sé á
náttúrulegt búsvæði dýranna.
Ekki er nóg með að svínin geti
verið almenn plága og hættuleg þar
sem þau fara um í ætisleit, því þau
geta einnig borið með sér skæða
sjúkdóma sem berast auðveldlega
í menn, húsdýr og búfé. Í leit
sinni að æti sækja svínin líka inn
á varpsvæði fugla og éta bæði egg
og unga.
Í Berlín hafa verið ráðnir til
starfa sérstakir „stadtjäger“, eða
götuveiðimenn, til að halda villi
svínum í skefjum í útjaðri borgarinnar
en í Texasríki í Bandaríkjunum eru
villisvín í útjaðri borga elt uppi á
þyrlum og skotin á færi. /VH
Sjómenn sem stunda veiðar á
Malakkasundi segjast í auknum
mæli farnir að sjá trýni á villisvínum
á sundi bregða fyrir. Mynd / sg.news.com.
Bænda
24. október