Bændablaðið - 10.10.2019, Page 39

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 39 List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Hátíðin var sett af Elizu Reid forsetafrú laugardaginn 5. október kl. 15.00 í hátíðarsal Gerðubergs með veigamikilli dagskrá. Sam­ sýning Listar án landamæra var opnuð á sama tíma í sýningarrými Gerðubergs á fyrstu hæð. Þar sýna 17 listamenn verk sem teygja sig úr hinu tvívíða yfir í hið þrívíða. Þannig má sjá teikningar sem lifna við í leirverkum, málaðar ofurhetjur og skúlptúra sem líkja eftir aukahlutum þeirra, fígúrur sem hafa verið skornar út í tré og prjónaðar í teppi og lifandi blóm sem hafa verið ræktuð upp af fræi og eftirmyndir þeirra sem skornar eru út í við. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og er þeim ætlað að sýna alla þá breidd sem listamennirnir spanna. Helgina 12.–13. október verður listamarkaður þar sem fjöldi lista­ manna mun selja verk sín og hand­ verk. Verkin verða af ýmsum toga, m.a. málverk, teikningar, útsaumur og tréverk. Þeir sem taka þátt í markaðnum eru bæðir þekktir og nýlegir listamenn. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að næla sér í fágæt verk eftir einstaka listamenn. Meðal annara viðburða má nefna morgunverðarfund fyrir stjórnendur og skipuleggjendur menningarviðburða í Gerðubergi 18. október undir yfirskriftinni Aðgengi að menningu fyrir fatlað fólk og lokatónleika hátíðarinnar með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar 19. október. Að auki er öflug utandagskrá samhliða hátíðinni. Má þar nefna verkið Kötturinn fer sína eigin leið eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Tjarnarleikhópurinn flytur 20. október í Iðnó. Einnig verða vinnustofur, myndlistarsýningar, ljósmyndasýning og margt fleira. Alla dagskrá Listar án landamæra má sjá á heimasíðunni http://www. listin.is. /VH Loksins komust ferðalangar í dótabúð. Hede Denmark starfrækir mjög vinsæla netþjónustu á heima­ síðunni HD2412.dk. Þar er megin­ áhersla á vörur í tengslum við ræktun jólatrjáa. Í birgðastöð HD2412 er einnig lítil búð þar sem hægt er að skoða helstu vörurnar. Dagur 4: Tæki og tól Skive er skemmtilegur lítill bær sem gaman er að skoða, en flestir fóru í skoðunarferð um bæinn þennan morguninn. Eftir hádegið var lagt af stað sem leið lá á flugvöllinn í Billund, með nokkrum stoppum á leiðinni. Fyrsta stopp var í Herning og stór Ponsse skógarhöggsvél, í eigu Heda Danmark, skoðuð við grisjun í blandskógi. Þarna höfðu nýir eigendur jarðarinnar ákveðið að fella skóginn, sem var blandskógur af lerki og ösp. Ætlunin var að skipta því út fyrir eik. Þótt vöxtuleg tré hafi leynst innan um, sem vel hefði mátt selja sem timbur, þá svaraði það ekki kostnaði vegna blöndunarinnar. Skammt frá var verið að kurla við úr fyrir slóð. Í Danmörku tíðkast að saga úr fyrir slóðum þegar trén eru um 5 metra há. Efnið er látið liggja í slóðinni og að ári liðnu er það kurlað og sett í brenni. Nokkru síðar eru slóðirnar notaðar til að komast um með tæki til að grisja skóginn í heild. TP kurlaraverksmiðjurnar eru í Vejle, skammt frá Billund. Hópnum var boðið upp á veitingar og sagt frá því hvað felst í góðum kurlara. TP eru mjög framarlega á sínu sviði og selja vörur sínar aðallega til Þýskalands og Bretlands, auk Skandinavíu auðvitað. Nýjustu fréttir í kurlheiminum eru rafdrifnir kurlarar, en þeir eru að koma með einn slíkan á markað. Verksmiðjan hafði tvo tæknilega róbóta við vinnsluna sem eykur afkastagetuna verulega. Steinsnar frá TP kurlurunum var önnur verksmiðja. Þar voru framleiddir stubbatætarar. Þetta er verksmiðja sem hefur vaxið hratt og eru tækin þeirra mjög vinsæl, sérstaklega í Þýskalandi. Þeir voru til af nokkrum stærðum en áttu það allir sammerkt að tæta í sundur eftirstandandi trjástubba og rætur af felldum trjám. Ásafl er fyrirtæki á Íslandi sem hefur umboð fyrir bæði stubbatætarana og TP kurlarana. Dagur var að kveldi kominn og næsta stopp var í flugstöðinni á Billund. Nú beið bara flug heim til Íslands eftir vel heppnaða ferð til Jótlands. Föruneytið var skipað eftir­ farandi: Gissur Pétursson, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Óskar M. Alfreðsson, Einar Zophoníusarson, Jón Júlíusson, Jónína Zophoníusardóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Ólöf Ólafs dóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Óskar Bjarnason, Hörður Harðarson, María Guðný Guðnadóttir, Arngrímur Baldursson, Svana Halldórsdóttir, Lára María Ellingssen, Ólöf Hörn Erlings dóttir, Sigurður Hólm Sæmundsson, Jón Zimsen, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Þórhildur Sigurbjörnsdóttir, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Stefán Ólafsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Vigdís Hallgrímsdóttir, Kristín Álfheiður Arnórsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Guðmundur Albert Birgisson, Reynir Ásgeirsson, Hoby Tibo Chrisansen, Böðvar Jónsson, Októ Einarsson, Hraundís Guðmundsdóttir og Hlynur Gauti Sigurðsson. Fararstjórn og skipulag var í höndum Christen Nørgård og Örnu Jóhannsdóttur. Hlynur Gauti Sigurðsson Skjólbeltin á gróðrarstöðinni í Hjörtehede var eins metra breitt og 5 metra hátt klippt grenihekk. Mynd / CN Sifjalerkið er mikið ræktað í gróðrarstöðinni í Hjorthede. Í ríkisskóginum í Feldsborg er stunduð síþekjuskógrækt en þarna mun beykið í botninum einn daginn verða aðaltegundin á svæðinu. Mynd / MJ Þegar timburstæður gleymast vakna þær til lífs. Mynd / MJ Málþing um viðargæði og afurðir laugardaginn 12. október, á Hótel Kjarnalundi, Akureyri skogarbondi.is Ný heimasíða og vefverslun Dynjanda Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Í tilefni opnunar á nýrri heimasíðu og vefverslun býður Dynjandi afslátt af fjölmörgum vörum. Notaðu afsláttarkóðann: Dynjandi og þú færð 15% afslátt. Kynntu þér afsláttarvörurnar á heimasíðu okkar:dynjandi.is AFSLÁTTARMIÐI Næsta Bændablað kemur út 24. október List án landamæra MENNING&LISTIR

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.