Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 40

Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201940 Nóvemberkaktus, Schlum­ bergera truncata, hefur verið vinsæl pottaplanta í tugi ára og eflaust muna margir eftir honum sem risastórum, hangandi með glæsilegum, tvöföldum, túbulaga blómum heima hjá ömmu. Hann er auðveldur í ræktun og er allur hinn glæsilegasti. Ræktaðir hafa verið margir blendingar nóvemberkaktusa og hinna skyldu desember kaktusa sem blómstra á mismunandi tímum og mörgum litum. Það dásamlega er að þeir blómstra þegar flestar aðrar blómstrandi inniplöntur eru komnar í vetrarfrí. Heimkynni í Brasilíu Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt. Náttúruleg heimkynni eru rakir skógar strandfjalla í suðaustur­ hluta Brasilíu. Þar vex hann í 700– 1000 metra hæð yfir sjávarmáli á skuggsælum, rökum stöðum sem ásæta á trjám og klettum. Því þarf að huga vel að því að veita honum nægan raka og gott vatnsfrárennsli. Almenn umhirða Kjörin staðsetning fyrir nóvember­ kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós. Ef hann er berskjaldaður fyrir sól brenna laufin og verða rauðleit. Ef hann er nærri norður­ eða austurglugga þurfum við síður að hafa áhyggjur af því. Ákjósanlegt rakastig er í kringum 60% sem sjaldan næst í okkar þurra stofulofti. Því þurfum við að leita leiða til að veita honum nægan loftraka. Hægt er að staðsetja undirskál með vikri undir pottinn sem vökvunarvatnið lekur í. Þá gufar vatnið upp með tímanum og leikur um plöntuna. Vikurinn í undirskálinni kemur í veg fyrir að rætur plöntunnar liggi í vatni og rotni. Önnur aðferð til að auka loftrakann er að úða hana með vatni. Umpottað er sjaldan því ræturnar mega búa fremur þröngt. Tími umpottunar er í mars. Sem pottaplanta í heimahúsum þarf að hafa loftríka moldarblöndu, til að mynda 60% gróf mold og 40% vikur. Ólíkt öðrum kaktusum ætti nóvemberkaktus ekki að þorna milli vökvana nema ef til vill að lokinni blómgun. Vökvað er vel á vaxtartíma og þegar vökvað er þarf að leyfa vatninu að leka vel af. Örvun blómmyndunar Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október. Kaktusinn er settur í almyrkvun í um 13 tíma á sólarhring en hafður í góðri birtu þess á milli. Miðað við birtumagn hérlendis á þessum árstíma er líklega óþarfi að færa hann og huga einungis að hitastiginu. Staðurinn þarf að vera svalur. Þegar blómbrum sjást er valinn staður þar sem hann fær að vera óhreyfður því brumin eru viðkvæm og falla auðveldlega af. Meðan blómbrum myndast og út blómgunartímann ætti að gefa blómaáburð sem inniheldur nitur í lágmarki en meira af fosfór og kalí. Eftir blómgun er komið að svokölluðum „hvíldartíma“ kaktussins, þá má hann þorna milli vökvana. Auðveldur í fjölgun Ef plantan hefur tilhneigingu að verða gisin er kjörið að taka nokkra stilka með 2–3 „blöðum“. Þá þéttir plantan sig og maður getur fjölgað henni með græðlingum. Þetta þarf að gerast á vorin, svona um það leyti sem plantan er að hefja nýtt vaxtartímabil, í apríl/maí. Það tekur aðeins örfáa daga að þurrka græðlingana svo skurðarsárin grói og rætur myndast auðveldlega. Eftir nokkrar vikur hafa myndast nýjar smáplöntur sem gefa má vinum og vandamönnum, til mikillar gleði og ánægju. Telma Halldórsdóttir, nemi í garðyrkjuframleiðslu á LbhÍ Reykjum. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Nóvemberkaktus – vinsæl vetrarprýði MENNING&LISTIR Guðjón Rúdolf Guðmundsson tónlistarmaður með eintak að nýju plötunni sem inniheldur brot af því besta sem hann hefur sent frá sér til þessa. Mynd / H.Kr. Nokkrar leiðbeiningar í alþýðutónlist fyrir byrjendur: „Best of“ Guðjón Rúdolf til þessa Guðjón Rúdolf Guðmundsson flutti til Árósa í Danmörku fyrir rúmum tuttugu árum og kann vel við sig á flatneskjunni. Gaui, eins og hann er yfirleitt kallaður, er með tóneyra frá náttúrunnar hendi og er tónlistarmaður af goð anna náð. Áður en Gaui flutti út lék hann með hljómsveitunum Infernó 5 og Kíkóte vindmyllurnar og hélt árlega tónleika undir heitinu Sköllótta tromman. Eftir komuna til Danmerkur hefur hann spilað og sungið með Krauku sem leikur tónlist í anda víkinga. Gaui er ómenntaður í tónlist og spilar eftir eyranu. Faðir hans var lærður tónlistarmaður frá Þýskalandi og að sögn Gauja reyndi hann að koma í veg fyrir að hann legði fyrir sig tónlist að ævistarfi. „Hann vildi mér vel.“ Gaui sendi nýlega frá sér vínyl­ plötu sem hann kallar Nokkrar leiðbeiningar í alþýðutónlist fyrir byrjendur og er safn af tónlist sem hann hefur gefið út úr undir eigin nafni. Hann segir að þetta sé eins konar „best of“, eða samantekt á því besta sem hann hefur unnið í samvinni við Þorkel Atlason tónskáld undanfarin ár. Lög af þremur diskum „Lögin eru valin af þremur geisladiskum, eða eins konar þríleik. Þannig vildi til að þegar ég flutti til Danmerkur var ég farinn frá vinum mínum á Íslandi og þekkti fáa á nýja staðnum. Ég var á tímabili hættur að spila opinberlega og spurði Þorkel, sem þá bjó í Árósum, hvort hann ætti upptökutæki, sem hann gerði. Því næst fórum við niður í kjallara heima hjá honum og ég spilaði allt sem ég kunni og Þorkell tók það upp. Síðan leið og beið og ég heyrði ekkert frá Kela og ég hugsaði náttúrlega allt á versta veg eins og mér er lagið. Sem betur fer fyrir mig var Þorkell atvinnulaus á þessum tíma og hafði því góðan tíma til að grúska í upptökunum með hljómfræði og sinn tónlistabakgrunn að vopni. Þegar Þorkell hafði svo að lokum samband sagði hann að ég færi víða um á upptökunum og að lokum var gefinn út geisladiskur sem fékk heitið Minimania, nokkrar leiðbeiningar fyrir byrjendur. Á þeim diski er að finna alla hljóma f i m m u n d a r ­ hringsins nema einn og það átti að vera gáta hvaða hljóm vantaði. Í kjölfarið fylgdu svo tveir aðrir diskar, Þjóðsögur og Regnboginn, sem við Keli unnum saman. Eftir á að hyggja sýnist mér að titlarnir lýsi lífshlaupi mínu ágætlega. Ungur var ég minimanskur og síðan kom Þjóðsöngurinn með öllum kvörtununum og þrasinu og svo Regnboginn sem er leiðin til Valhallar.“ Lögin endurútsett fyrir vínylinn Tónlistin á plötunni er endurunnin og endur­ útsett af Þorkeli fyrir vínyl útgáfuna og því aðeins öðruvísi en á geisla diskunum. Á plötunni er meðal annarra gullkorna að finna lögin Tangó, Zambadusa og Húfan sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum og heyrist enn oft þegar fólk kemur saman og gerir sér glaðan dag, hvort sem það er í barna­ afmælum eða á þorra blótum. Platan gefur góða yfirsýn yfir tónlist og texta Gauja sem trúbadors og svíkur engan sem hefur áhuga á einlægri og skemmtilegri tónlist. Listsköpun sem er allt í senn rúmba, samba og Guðjón Rúdolf og Þorkell Atlason tónskáld um það leyti sem Minimania kom út árið 2003. Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt. Kjörin staðsetning fyrir nóvember­ kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós. Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.