Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201942
Það sem flestir líta á sem
óyfirstíganlegar hindranir, líta
Kínverjar oft á bara sem verkefni
og eru til mörg dæmi um þennan
hugsunargang í Kína. Eitt skýrasta
dæmið innan landbúnaðar er
einstök uppbygging fyrirtækisins
Shengmu á kúabúskap í héraðinu
Innri Mongólíu.
Shengmu var stofnað árið 2009
og er því tiltölulega ungt fyrirtæki
en að því stóðu í upphafi fjársterkir
aðilar sem sáu tækifæri í því að
fara út í mjólkurframleiðslu í Kína
í kjölfar hins svokallaða melamín
hneykslis í landinu árið 2008. Þegar
það mál kom upp, en það snerist um
að óprúttnir aðilar keyptu mjólk
af smábændum og seldu svo til
stórra afurðastöðva en í millitíðinni
höfðu þeir blandað melamíni, sem
er íblöndunarefni sem oft er notað
í byggingariðnaði, út í mjólkina
til þess að hækka próteininnihald
hennar. Þetta hafði skelfilegar
afleiðingar og olli miklu vantrausti
kínverskra neytenda á þarlendum
mjólkurafurðum. Forsvarsmenn
Shengmu áttuðu sig á því að það
þyrfti að byggja upp traust neytenda
og ákváðu að fara út í lífrænt vottaða
mjólkurframleiðslu í Innri Mongólíu
og lögðu fyrirtækinu til um 5
milljarða íslenskra króna svo hægt
væri að byggja upp framleiðsluna.
50% heimafengið fóður
Í Kína eru líklega flest kúabúin
byggð án þess að hafa land vegna
gróffóðuröflunarinnar en eru þess
í stað með samninga við ýmsa
bændur sem eiga land og kaupa af
þeim fóður og þá byggir kínversk
mjólkurframleiðsla einnig mikið á
innfluttu fóðri.
Eigi að vera með lífrænt vottaða
mjólkurframleiðslu í Kína þarf
að lágmarki 50% af gróffóðrinu
að koma frá næsta nágrenni kúa-
búsins og að sjálfsögðu þarf það
fóður að vera framleitt samkvæmt
lífrænt vottuðu ferli. Forsvarsmenn
Shengmu sáu það strax í hendi sér að
það gæti orðið erfitt að kaupa fóður
af mörgum búum og á sama tíma
að tryggja að allar reglur um lífrænt
vottaða framleiðslu yrðu haldnar
og fóru því að leita eftir heppilegu
landi fyrir búskapinn. Það var þó
ekki einfalt mál enda var stefnan
strax sett á afar mikla framleiðslu og
því var fyrirsjáanlegt að landþörfin
var mikil.
Ulan Buh-eyðimörkin
Í leit Shengmu að heppilegu
landsvæði fyrir búskapinn kom
Ulan Buh eyðimörkin fljótt upp
sem möguleiki en hún er 14 þúsund
ferkílómetrar að stærð og áttunda
stærsta eyðimörkin í Kína. Þessi
eyðimörk er staðsett í vesturhluta
Innri Mongólíu og liggur meðfram
Gula fljóti á kafla, en Gula fljót er
næststærsta fljót Kína og það sjötta
stærsta í heimi.
Þessi eyðimörk er mjög
óvenjuleg enda hefur hún myndast
ofan á gömlum árfarvegum Gula
fljótsins en það hefur sem sagt
verið að færast töluvert til og skilur
þá eftir afar frjóan árfarveg. Auk
þess er á þessu svæði um 10 metra
þykkt lag af rauðum leir, sem skapar
afar sérstakar aðstæður m.a. til
varðveislu á vatni sem kemur með
flóðum Gula fljóts! Vatnið sem Gula
fljót kemur með í flóðum sínum
inniheldur auk þess mikið magn af
næringarefnum, eftir langa ferð sína
frá upptökum Gula fljóts í Bayan
Harfjöllunum í Qinghai-héraði og
er einstaklega heppilegt fyrir hvers
konar landbúnaðarnotkun.
Engin smitefni
Þó svo að þarna sé sem sagt
gríðarlega stór eyðimörk þá er
undir henni bæði frjór jarðvegur
og mikið magn af vatni og þessar
sérstöku aðstæður urðu til þess að
ákveðið var að staðsetja lífræna
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Fjöldi svínabúa í Suður-Kóreu hafa verið sett í einangrun vegna útbreiðslu
svínaflensu í landinu.
Suður-Kórea:
Alvarleg tilfelli afrískrar
svínaflensu greind
Suður-Kórea hefur bæst í hóp
þeirra landa þar sem afrísk
svínaflensa hefur greinst. Talið er
líklegt að að flensan muni berast
til Bretlandseyja fljótlega.
Hröð útbreiðsla afrískrar
svínaflensu í heiminum er talin
vera eitt versta tilfelli alvarlegs
dýrasjúkdóms í veröldinni til þessa.
Sjúkdómurinn er bráðsmitandi
og lífshættulegur fyrir svín. Með
áframhaldandi hraða á útbreiðslu
sjúkdómsins er talið að hann berist
til Bretlandseyja á næstu misserum.
Útbreiðsla í Evrópu
Ekki er langt síðan tollverðir á
Norður-Írlandi gerðu upptækt
svínakjöt sem reyndist vera
sýkt af vírus sem veldur afrískri
svínaflensu. Vírusinn getur leynst
í frosinni kjötvöru svo mánuðum
skiptir og getur haft gríðarlega slæm
áhrif á svínarækt berist hann í lifandi
svín.
Afrísk svínaflensa hefur verið að
breiðast út um Evrópu undanfarin ár
og greindist meðal annars í Belgíu á
síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin
hefur greinst hefur verið gripið til
þess ráðs að skera niður. Auk þess
sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í
Austur-Evrópu hafa lógað fjölda
villisvína til að hefta útbreiðslu
pestarinnar.
Kína orðið illa úti
Sjúkdómurinn barst til Kína á síðasta
ári og í framhaldinu var yfir 100
milljón svínum í landinu slátrað til
að reyna að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu sjúkdómsins. Talið er
líklegt að lóga þurfi um 250 milljón
svínum til viðbótar í baráttunni við
sjúkdóminn í Kína. Kínverjar eru
sú þjóð í heimi sem neyta mest
af svínakjöti og er svínakjöt víða
skammtað í landinu eins og er og
hefur verð þess hækkað töluvert.
Blóðsýni úr svínum á
Filippseyjum sýna að sjúkdómurinn
var komin þangað 14. september
síðastliðinn.
Stökkbreyting gæti gert vírusinn
hættulegan mönnum
Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur
afrískri svínaflensu sé ekki beint
hættulegur mönnum hefur verið bent
á að hann geti hæglega stökkbreyst
og orðið það þar sem líffræðilega
sé ekki mikill munur á mönnum og
svínum.
Heimssamtök um dýraheilbrigði
áætla að um 6000 tilfelli af afrískri
svínaflensu séu í heiminum í dag.
Flensan berst hæglega milli sýktra
dýra með snertingu, með mönnum,
áhöldum, fóðri og með flugum.
Vírusinn sem veldur flensunni getur
leynst í marga mánuði í frosnu kjöti
sem flutt er milli landa. /VH
Madrid á Spáni:
Páfagaukastríð
Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni
ætla að fækka páfagaukum
í borginni til að draga úr
sýkingahættu. Samkvæmt
opinberum tölum hefur grænum
munka-páfagaukum, Myiopsitta
monachus, fjölgað gríðarlega í
borginni og annars staðar á Spáni
undanfarin ár.
Nýleg talning sýnir að fuglunum
hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund
á síðastliðnum þremur árum en
tölur frá 2005 segja að fuglarnir
hafi verið um 1700 í og við borgina.
Fuglarnir bárust upphaflega til
Evrópu sem gæludýr en vegna
þess hversu vel þeir hafa aðlagast
náttúrunni í nýjum heimkynnum
sínum var lagt bann við að ala þá
sem gæludýr á Spáni fyrir átta
árum. Líftími fuglanna er 20 til
30 ár.
Samkvæmt yfirlýsingu frá
borgaryfirvöldum í Madrid er
nauðsynlegt að grípa til aðgerða
til að stemma stigu við enn frekari
útbreiðslu fuglanna þar sem þeir
eru farnir að keppa við aðrar
fuglategundir um æti og ekki
síst vegna þess að fuglarnir geta
verið smitberar og borið með sér
fuglaflensu og salmonellu.
Páfagaukarnir eru hópdýr sem
byggja sér stór hreiður úr greinum
sem þeir rífa af trjám og getur
hreiðurgerð þeirra valdið verulegum
skemmdum á trjágróðri þar sem
margir fuglar koma saman. Fuglarnir
nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta
við það á hverju ári og hafa stærstu
hreiður vegið allt að 200 kílóum og
þar sem greinar trjáa sem hreiðrin
eru byggð í hafa átt til að gefa sig
undan þunga þeirra er slysahætta af
þeirra völdum sögð talsverð. /VH
Yfirlitsmynd af einu af mörgum fjósþyrpingum Shengmu.
Byggðu upp mjólkurframleiðslu
inn í miðri eyðimörk!
Í Ulan Buh-eyðimörkinni, líkt og flestum öðrum eyðimörkum, berst sandurinn
mikið til með vindinum sem orsakar töluverða vinnu við hreinsun.
Hér er verið að ryðja vegi í eyðimörkinni.
Yfirvöld í Madrid hafa áhyggjur af
útbreiðslu páfagauka í borginni.