Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 43

Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 43 mjólkurframleiðslu Shengmu þarna. Þá hjálpaði upp á ákvörðunina að þurr eyðimörkin er líka heppileg fyrir þær sakir að þarna er langt í næsta kúabú sem dregur úr líkum á því að mögulegt smit berist inn á búið auk þess sem sandur er heppilegur í nærumhverfi kúa, þar sem smitefni eiga harla erfitt með að fjölga sér í þurrum sandi. 2 ára vinnslutími Fyrirtækið fékk úthlutað hluta af Ulan Buh eyðimörkinni og svo var hreinlega hafist handa við að jafna margra metra háar sandöldur og lægðir á stærðarinnar svæði og voru notaðar til þess mikill fjöldi af jarðýtum og þúsundir vinnustunda. Fyrst var byggður vegur eftir miðju svæðinu og svo út frá honum jafnað land fyrir ræktun og fjós. Um gríðarlega umfangsmikið verkefni var að ræða enda stóð ekki til að byggja bara eitt fjós heldur 18 fjós með um 3 þúsund skepnum í hverju þeirra! Frá því að fyrstu tækin voru sett af stað inn í eyðimörkinni, og þar til fyrsta fjósið var tilbúið, liðu 2 ár sem er eiginlega ótrúlega stuttur tími miðað við umfang verkefnisins enda var ekki bara verið að slétta land undir fjósin heldur fyrst og fremst verið að slétta land fyrir ræktun svo hægt væri að afla fóðurs fyrir alla framleiðsluna. Nóg af vatni Eins og áður segir þá er þessi óvenjulega eyðimörk ofan á þéttu og vatnsheldu leirlagi og því er í raun nóg vatn til neðanjarðar á svæðinu. Það var því einfalt mál fyrir fyrirtækið að ná í vatn til vökvunar á ökrum, fyrirtækið boraði einfaldlega eftir vatni sem er svo pumpað upp og yfir í öll fjósin og í vökvunarkerfin. Allir akrar Shengmu eru hringlaga enda eru vökvunarkerfin þannig gerð að þau eru fest í miðju hvers stykkis og út frá miðjunni liggur gríðarlega langur armur á hjólum sem keyrir svo hring eftir hring eins og vísir á klukku. Úr sandi í ræktarland Það tekur alllangan tíma að breyta þurrum sandi í ræktarland og þó svo að aðgengi að nægu vatni sé grunnforsenda góðs árangurs þá þarf ýmislegt annað að ganga upp einnig og hjá Shengmu er lykillinn góður ræktunarferill og þolinmæði! Þegar búið er að jafna sandöldurnar og gera þær tilbúnar fyrir vökvunarkerfin, er byrjað á því að dreifa mykju yfir svæðið fyrsta árið og svo sáð í sandinn. Uppskeran fyrsta árið er skiljanlega lítil en fyrirtækið ræktar þrjár gerðir af plöntum: fóðurmaís, sólblóm og refasmára og að sögn heimamanna tekur það um fimm ár að ná fullri uppskeru, enda tekur tíma að binda sandinn og ná fullum afköstum. Þá hefur verið lögð mikil vinna í skjólbeltaræktun en sandfok er mikið vandamál á svæðinu og henta skjólbeltin vel til þess að draga úr sandfokinu að sögn heimamanna. Staðan í dag Nú, 10 árum eftir að fyrirtækið var stofnað, er það enn í miklum vexti og er nú þegar orðið lang- stærsti einstaki framleiðandi á lífrænt vottaðri mjólk í heiminum. Við hinn svokallað Mjólkurveg í Ulan Buh eyðimörkinni standa nú 18 fjósþyrpingar og er hver þeirra í raun sjálfstæð framleiðslueining en þó er margs konar samvinna á milli fjósþyrpinganna. Skýringin á því að Shengmu ákvað að fara þá leið að vera með margar heldur minni einingar í stað þess að vera með fáar og stórar var til að draga úr líkum á smithættu og að ef eitthvað kæmi upp á, þá væri auðveldara að takast á við það í minni einingu. Shengmu er auk þessara 18 fjósþyrpinga með 5 aðrar þyrpingar á öðrum stað svo fyrirtækið er alls með 23 fjósþyrpingar, um 40 þúsund Holstein kýr og nemur árs- framleiðsla fyrirtækisins um 400 milljón lítrum af mjólk. Reyndar er ekki öll mjólkin framleidd samkvæmt lífrænum stöðlum svo hin lífræni hluti er heldur minni. Þá er lífræna ræktunin þegar orðin gríðarlega umsvifamikil og alls nær hún nú yfir 13 þúsund hektara svæði í eyðimörkinni en stefnt er að því að auka ræktunina um 10 þúsund hektara á komandi árum enda fékk Shengmu úthlutað 2% af Ulan Buh eyðimörkinni og getur því notað allt að 28 þúsund hektara lands alls. Selja mjólk og jógúrt Mjólkin, sem kemur frá hinum lífrænt vottuðu fjósum Shengmu, fer í dag í eigin afurðastöð sem svo selur lífrænt vottaða drykkjarmjólk og jógúrt. Salan er gerð í samvinnu við kínverska afurðafyrirtækið Mengniu, sem er að hluta til í eigu norður-evrópska afurðafélagsins Arla sem er afar viðeigandi enda er Arla stærsta afurðafélag í heimi á sviði lífrænt vottaðra mjólkurvara. Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Þegar framkvæmdirnar hófust var svæðið samkvæmt lýsingu heimamanna alsett sandöldum líkt og hér má sjá. Hér má sjá hvernig ræktunin er gerð. Hringlaga akrar eftir vökvunarkerfin sem ganga í hring út frá miðju. Til hliðar sést í fjósþyrpingu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.