Bændablaðið - 10.10.2019, Side 44

Bændablaðið - 10.10.2019, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201944 Á dögunum birti Fréttablaðið grein eftir Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Greinin ber heitið „Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi“. Í greininni ber Þórólfur saman kolefnislosun sauðfjárræktar á Íslandi og Nýja- Sjálandi. Þórólfur byggir grein sína á tveimur meginheimildum. Annars vegar niðurstöðum úr skýrslu sem unnin var fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS), þar sem fram kemur að losun sé 28,6 kg CO2- ígilda/kg lambakjöts. Hins vegar vitnar Þórólfur í aðrar heimildir (sem ekki er getið) þar sem fram kemur að losun á nýsjálenskum búum sé 19 kg CO2-ígilda/kg og bætir við það 4 kg CO2-ígilda/kg vegna flutninga frá Nýja-Sjálandi til Evrópu. Niðurstaða Þórólfs er sú að færa megi rök fyrir því að með því að leggja af sauðfjárrækt á Íslandi og flytja inn lambakjöt frá Nýja- Sjálandi megi draga verulega úr losun CO2-ígilda. Samanburður milli landa á losun CO2-ígilda/kg getur verið flókinn. Bera þarf saman þær forsendur sem útreikningar byggja á og þannig tryggja að verið sé að bera saman sambærilega hluti. Íslenska heimildin byggir á niðurstöðum líkans en ekki á raungögnum Íslenska heimildin í útreikningum Þórólfs byggir á niðurstöðum líkans sem unnið var af Environice fyrir LS. Líkanið metur heildarlosun íslenskrar sauðfjárræktar, innan bús, mælt í kg CO2-ígilda. Heildarlosuninni er síðan deilt á heildarframleiðslu kindakjöts á hverju ári. Þannig fæst að losunin er 28,6 kg CO2-ígilda/kg árið 2015. Þetta er í fyrsta skiptið sem unnin er greining á losun CO2-ígilda í íslenskri sauðfjárrækt. Niðurstaðan gefur okkur góða mynd af stöðunni hér á landi en þörf er á því að auka þekkingu á þessu sviði og gera útreikninga sem byggja á rauntölum. Heimild fyrir losun í Nýja- Sjálandi ekki sambærileg Sú heimild sem Þórólfur styðst við heitir „A Greenhouse Gas Footprint Study for Exported New Zealand Lamb (Ledgard o.fl, 2010)“. Ef hún er skoðuð kemur strax í ljós að forsendur og framsetning á niðurstöðum er ekki sambærileg við það sem gert er í skýrslu Environice. Hér er ekki á neinn hátt verið að gagnrýna niðurstöður þessara heimilda, heldur það að aðferðafræðin og framsetning á niðurstöðum eru ólíkar og ekki samanburðarhæfar. Hér á eftir koma nokkur dæmi um það misræmi sem er milli þessara heimilda sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota niðurstöðurnar í beinum samanburði. Þess ber að geta að mismunur í framsetningu og útreikningum hefur bæði áhrif til þess að draga úr og auka mun á útreiknaðri losun. • Notaðar eru ólíkar aðferðir til að meta losun frá iðra- gerjun. Ledgard o.fl. (2010) notar aðra stuðla en gert er í skýrslu Environice og notað er í alþjóðlegu bókhaldi fyrir kolefnislosun vegna metanmyndunar í meltingarfærum sauðfjár. • Heildarlosun sauðfjárræktar í grein Ledgard o.fl. (2010) er skipt niður á þær afurðir sem til verða við framleiðsluna. Þannig dreifist hluti losunar á ull, innmat, gærur, kjöt og lífdýr. Í skýrslu Environice er þetta ekki gert með sama hætti heldur er allri losun af völdum sauðfjár dreift á heildarmagn kindakjöts. • Rannsókn Ledgard o.fl. (2010) nær yfir heildarlosun frá búi til neytanda í Bretlandi, þar á meðal kostnaður við slátrun, vinnslu og flutninga. Enda var þessi rannsókn framkvæmd beinlínis til að bregðast við gagnrýni varðandi innflutning á kjöti frá Nýja-Sjálandi til Bretlands. Þess ber að geta að rannsóknin var m.a. kostuð af Samtökum kjötframleiðenda í Nýja-Sjálandi (Meat Industry Association). • Niðurstöður Ledgard o.fl. (2010) miða við kjöt án beins en í skýrslu Environice er miðað við fallþunga (kjöt með beini). Þar sem forsendur útreikninga sem birtir voru í grein Þórólfs Mattíassonar eru ekki sambærilegar þá verður að taka niðurstöðum hans með fyrirvara. Um slík vinnubrögð eftirlæt ég öðrum að dæma um. Baráttan í loftslagsmálum er unnin samhliða því að hver bóndi gerir betur í sínum búrekstri. Bætir nýtingu aðfanga og eykur afurðasemi búfjár. Það verkefni ætla íslenskir sauðfjárbændur að takast á við. Við skorumst ekki undan samanburði við erlenda framleiðsluhætti – En köllum eftir því að slíkur samanburður sé unninn með faglegum, sanngjörnum hætti. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Heimildir: Clune, S., Crossin, E. & Verghese, K. Systematic review of greenhouse gas emissions for different fresh food categories. J. Clean. Prod. 140, 766–783 (2017). Environice. (2017). Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun. Sótt af https://www. environice.is/wp-content/ uploads/2018/01/GHL- saudfeEnvironice-LOKA.pdf Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna (2016)(a): Report on the individual review of the report upon expiration of the additional period for fulfilling commitments (true-up period) for the first commitment period of the Kyoto Protocol of Iceland. Sótt af http://unfccc.int/ resource/docs/2016/tpr/isl. pdf. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda unnsteinn@bondi.is Rangar ályktanir prófessors um kolefnislosun íslenskrar sauðfjárræktar Helstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda, bindingarleiðir og ferlar í vistkerfum nýttum til landbúnaðar. Innan rauðu línanna er losun á glaðlofti og metani frá landbúnaði, sem talin er fram undir landbúnaðargeiranum og heyrir undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Innan bláu línanna er losun (aðallega koldíoxíðs) vegna LULUCF sem heyrir að takmörkuðu leyti undir skuldbindingar Íslands. Koldíoxíðlosun vegna eldsneytisbrennslu dráttarvéla er hér utan bæði rauðu og bláu línanna. Þessi losun er talin fram undir orkugeiranum og heyrir undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. 䘀礀爀椀爀 戀渀搀甀爀 䠀︀爀يح猀琀椀搀氀甀爀 䠀䐀 㘀⼀㄀㘀 䠀︀爀يح猀琀椀搀氀甀爀 䬀 㜀 刀礀欀猀甀最甀爀 一吀 ㈀㔀 匀瀀愀爀 䬀䴀 㜀 ⼀㈀  唀洀戀漀 漀最 ︀樀渀甀猀琀愀 Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára. Bænda bbl.is Facebook

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.