Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 48

Bændablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201948 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Við tókum við búi af foreldrum Jórunnar árið 2000. Árið eftir var farið í að breyta básafjósinu í lausagöngufjós með mjaltabás í hlöðunni. Árið 2005 var byggt við og yfir gamla fjósið og útbúin lausaganga fyrir geldneyti og fóðuraðstaða. Árið 2018 var settur mjaltaþjónn. Býli: Drumboddsstaðir 1 í Biskups­ tungum. Staðsett í sveit: Bláskógabyggð í Árnessýslu. Ábúendur: Jón Gunnarsson og Jórunn Svavarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Gamla settið er heima en krakkarnir, Laufey Ósk, 19 ára, og Ólafur Magni, 16 ára, stunda vinnu og framhaldsskólanám í Reykjavík. Hundurinn Kátur gætir bæjarins ásamt fjósakettinum. Stærð jarðar? Um 400 ha og þar af ca 90 ha ræktaðir. Gerð bús? Kúabú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 60 mjólkurkýr og annað eins af geldneytum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þó kominn sé mjaltaþjónn er enn farið í fjós á „mjaltatímum“. En á milli eru árstíðabundin störf og svo er endalaust hægt að laga og þrífa ef maður nennir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að horfa yfir heilbrigða hjörð. Leiðinlegast er að gera við eitthvað bilað og þá sérstaklega flórsköfur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi blómlegan kúabúskap því að jörðin býður upp á það. Hvaða skoðun hafið þið á félags­ málum bænda? Þeir sem gefa sig í það eiga heiður skilinn en grasrótin þyrfti að vera öflugri. Hvernig mun íslenskum land­ búnaði vegna í framtíðinni? Við höfum tækifæri í hreinleika en við þurfum að passa vel upp á hann. Fá ekki inn alls konar sjúkdóma og sýklalyfjaónæmar bakteríur. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Alltaf er maður að vona að það takist að flytja út skyr framleitt á Íslandi. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg og gerjað fljótandi brauð. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað nautakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var minnisstætt þegar kýrnar komust út um miðja nótt í dymbilvikunni og trömpuðu allt í kringum nýja íbúðarhúsið. Það vildi til happs að það var hvorki snjór né hálka og fullt tungl svo allar kýrnar fundust og engri varð meint af. Mexíkóskur og indverskur matur Í ferðalagi bragðlaukanna er best að nota íslenskt hráefni en framandi krydd og matarhefðir til að gera skemmtilega máltíð. Hér eru tvær hugmyndir að klassískum þjóðarréttum með grænmeti í aðalhlutverki, sem er ferskt beint frá bónda þessa dagana. Eitt það besta við að borða er að smakka rétti frá mismunandi löndum án þess að þurfa að taka upp vegabréfið. Kryddið og hráefnið sem notuð eru í hverri matarhefð gera matinn einstakan. Ævintýrið byrjar þegar þú reynir að endurskapa þessa rétti heima. Mexíkóskur matur Tacos er einn vinsælasti mexíkóski rétturinn, en matur frá Mexíkó er mjög breytilegur milli svæða. Flestir þekkja mat í Norður­Mexíkó, þar sem grillað kjöt er borið fram með hrísgrjónum og baunum. Maís tortillas eru notað sem brauð og sterk salsa er notuð með sem krydd fyrir marga réttina. Í Suður­Mexíkó er að finna sjávarrétti með lime­sósum sem bornir eru fram með grilluðu grænmeti og svörtum baunum. Loftslag í Mexíkó hentar mjög vel til ræktunar ávaxta og grænmetis – og ræktunartíminn er langur. Helstu krydd­ og bragðtegundirnar í mexíkóskri matargerð eru meðal annars oregano, kúmen, chili, chiliduft og tómatur. Ef þessu er öllu blandað saman geturðu búið til dýrindis salsasósu. Flestar salsasósur eru byggðar á tómötum. Notkun á chilipipar er líka heillandi og mjög einkennandi fyrir mexíkóska matargerð. Chili­aldin eru oft soðin, reykt eða þurrkuð. Indverskur matur Karrí, samosas og naan brauð Túrmerik virðist vera mikilvægasta indverska kryddið. Þegar því hefur verið bætt út í olíu losar það bragð og ilm sem er indverskt sérkenni. Það kemur líka með þennan gullna lit sem er í indverskum réttum. Það hefur einnig verið tengt við lækningaáhrif og bólgueyðandi eiginleika. Verið varkár þegar túrmerik er notað því það litar auðveldlega hendur og föt. Að auki er indverskur matur oft með Garam Masala. Það er blanda af möluðum kanil og negul – eða kóríander og cummeni. Cummen er annað mjög indverskt krydd. Ásamt kóríanderfræjum búa þessar kryddtegundir til hið lokkandi bragð af indverskri matargerð. Taco-salat í steiktum tortillaskálum Þetta salat í steiktum tortillaskálum er auðvelt og ljúffengt. Heimabakaðar ætar skálar eru bakaðar í ofni í ofnfastri skál til að móta lagið og fá stökku gullnu áferðina, síðan fylltar með taco­kjöti og fersku salati að eigin vali ásamt salsa og sýrðum rjóma. Fyrir skálarnar: Olía til að pensla skálarnar og fá fallega skorpu. 2 stórar tortillur Fyrir salatið: › 1 pakki nauta- eða lambahakk › 1/2 lítill laukur skorinn í teninga › 1 lítil dós af svörtum baunum (safa hellt af) › 1 msk. taco-krydd › Salat að eigin val › 1 tómatur (teningur) › 1 bolli ostur (rifinn) › 2 msk. sýrður rjómi Aðferð Hitið ofn í 190 gráður. Setjið eina tortilla í bakfast form. Þrýstu því mjög rólega niður. Steikið tortilla þangað til það er brúnt og stökkt í um það bil 5 eða 10 mínútur (misjafnt eftir ofnum). Endurtakið með seinni tortilluna. Brúnið nautahakk og lauk á pönnu yfir miðlungs hita. Bætið síðan við taco­kryddi og eldið í gegn og kryddið eftir smekk. Bætið svörtum baunum í taco­kjötið og eldið þar til þær eru hitaðar í gegn. Framreiðið með meðlætinu, kjöt­ blöndu, tómötum, osti, sýrðum rjóma. Blómkál pakora Þessi blómkál pakora er auðvelt að búa til. Fullkomin indverska máltíð eða sem meðlæti. › 1–2 stk. blómkál skorið í 95 g bita › 32 g kjúklingabaunahveiti (einnig kallað gramm hveiti / garbanzo hveiti) › 1/4 tsk. salt › 1/4 tsk. túrmerik › 1/4 tsk. hvítlaukur (rifinn/marinn) › 1/4 tsk. engifer (ferskur, rifinn) › 3 msk. vatn eða aðeins meira ef þörf krefur Aðferð Skerið blómkálið í bita. Blandið saman kjúklingamjöli, salti, túrmerik, hvítlauk, engifer og vatni til að gera deigið. Það ætti að festast aftan á skeið. Setjið blómkálsbita í deigið og blandið vel saman svo blómkálsbitarnir séu vel húðaðir í deiginu. Hitið smá bragðlausa olíu á steikar­ pönnu, svo er blómkálið steikt á miðlungs hita. Þegar pakora er búin að eldast í um það bil 2–3 mínútur og er orðin gyllt á lit, snúðu við með skeið og eldaðu hinum megin. Snúið öðrum hliðum sem ekki eru orðnar brúnar. Þegar það er búið takið þá blómkálið af pönnunni með gaffli til að umfram olía leki af og setjið síðan á pappír til að þerra. Endurtakið með restinni af deiginu. Berið fram annaðhvort raita (með kryddaðri jógúrtdýfu). Eða sem snakk með papadums sem er fljótlegt kex. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Drumboddsstaðir 1

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.