Bændablaðið - 10.10.2019, Page 50

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201950 „Umferðaröngþveitið á höfuð­ borgar svæðinu er að verða óbæri legt fyrir íbúa þessa svæðis. Snemma á morgnana og síðdegis er umferðin svo gríðarleg að fólk kemst lítið áfram. Þessi staða mála er ákaflega þreytandi fyrir þá, sem á annað borð eru á ferðinni á þessum tímum. Það liggur í augum uppi að samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og sjálfsagt hefur fjölgun bíla orðið langt umfram það sem reiknað var með. Öngþveitið er eftir sem áður staðreynd.“ Nú gætu lesendur haldið að þessi orð hafi verið sett á blað í gær. Svo er nú ekki, heldur birtust þau í forystugrein Morgunblaðsins 1. nóvember 2006. Fyrir 13 árum. Já, fyrir 13 árum! Grein sinni lýkur höfundur á þessa leið: „Þetta er mesti vandi íbúa höfuðborgar svæðisins.“ Þetta hefði einhvern tíma verið kallað neyðarástand. En er svarið við því meiri steypa, stál, malbik og álögur? Orsakir og afleiðingar Við Íslendingar erum sífellt að glíma við afleiðingar af öllum sköpuðum hlutum. En alltof oft dettur engum 2x10 heilvita manni í hug að takast á við orsök vandamálanna. Skáldið okkar sagði sem svo, að í hvert sinn sem komið er að kjarna máls hlaupa Íslendingar út og suður. Hver kannast ekki við það? Okkur spekingum hér vestra rennur til rifja að fylgjast með þessum ógöngum í Sæluborginni, eins og Bjössi okkar á Ósi kallar Reykjavíkina og er hann sennilega höfundur orðsins. Sæluborgin er höfuðborg allra Íslendinga. Ein geggjuð hugmynd að vestan Og er nú komið að erindinu: – Á Íslandi eru í dag rúmlega 300 þúsund bifreiðar og önnur ökutæki á skrá. Sem sagt upp undir eitt stk. á mann. Okkur finnst, að í stað þess að byggja endalaus samgöngu mann virki ætti að snarfækka ökutækjum í umferð­ inni strax. Þá væri tekið á raun verulegri orsök vandans. Einkum á þetta við um Sælu borgina okkar. En á landsbyggðinni þurfum við fyrst og síðast að komast upp úr moldarvegunum og huga sérstaklega að þungaflutningum á landi með tilliti til sjóflutninga. Lýsingarorðið geggjaður er mjög vinsælt um þessar mundir. Og er rétt að spekingarnir að vestan slái nú fram rétt einni geggjaðri hugmyndinni til umhugsunar fyrir landsmenn og ráða menn þeirra. Við höfum nokkra reynslu af slíkri hugmyndavinnu og er alveg ókeypis hjá okkur! Menn fái greitt fyrir minni akstur í stað steinsteypu Við leggjum til að ríkissjóður borgi mönnum fyrir að minnka akstur einkabíla eða aka þeim alls ekki. Með nútíma rafrænni tækni ætti að vera hægt að framkvæma þetta auðveldlega. Það er nú fylgst með öðru eins þessa dagana. Hver bíll fengi upphafskvóta um áramót, t. d. 10 þúsund kílómetra miðað við meðalakstur einhver ár aftur í tímann. Síðan keyrði hann aðeins 5 þús. km á árinu. Ríkiskassinn myndi þá greiða fyrir 5 þús km sem ekki voru eknir. Til dæmis 50 kr. pr. kílómetra. Ef reiknað er með að 100 þúsund bílar minnki akstur um 5 þús. km á ári, sem er ekki ólíkleg tala, þýddi það 25 milljarða úr ríkissjóði. Miðað við 10 þús. km gera það 50 milljarða. Þeir peningar myndu fara beint út í hagkerfið í stað þess að festast í steypu, stáli og malbiki og hvaðeina því tilheyrandi. Og er ykkur kunnugt um það, lesendur góðir, að umferðarslysin eru talin kosta á þessu ári 50–60 milljarða? Þetta eru að sjálfsögðu frumhugmyndir til umræðu. Á þeim geta verið ýmsar útfærslur með skynsemina og frjálst samkomulag að leiðarljósi. Það er til mikils að vinna! Þjóðhagslegur sparnaður yrði væntanlega ómetanlegur! Þjóðhagslegur sparnaður yrði væntanlega gífurlegur af slíkum aðgerðum. Almenningur fengi mikla peninga í hend urnar í staðinn fyrir hrika lega kostnaðar­ söm umferðarmann virki sem áður segir. Margt mundi breytast til batnaðar ef að líkum lætur. Lífskjarasamningurinn geirnegldur og öllum liði miklu betur í Sæluborginni og líka á lands­ byggðinni. Þörfin fyrir ný sam göngu ­ mannvirki myndi snarminnka. Kannski upp á nokkur hundruð milljarða króna til lengri tíma litið. En viðhaldi núverandi vega mætti ekki gleyma og byggja vegi upp úr moldinni í sveitinni. Umferðarslysum fækkaði væntan­ lega verulega. Viðhald og afskriftir bifreiða myndu minnka og hver veit nema tryggingar þeirra einnig. Og var einhver að tala um bílakjallara upp á tugi milljarða. Skotheld neðanjarðarbyrgi? Svo má hugsa sér eftirtaldar hliðarráðstafanir sem kallaðar eru: Sæluborgin mundi fjölga strætis vögnum og hafa ókeypis í strætó fyrir alla. Fjölga ferðum um minnsta kosti helming eða eins og til þarf. Borg og ríki í sameiningu hefðu samvinnu um að gera leigubíla eins ódýran og hagkvæman kost og hægt er svo almenningur sjái sér hag í að nota þá. Og svo auðvitað allir út að hjóla eins og þar stendur. Fella niður öll gjöld af reiðhjólum. En mesti ávinningurinn af þessari geggjuðu hugmynd er væntanlega rúsínan í pylsuendanum. Hver hún er geta menn rætt sín á milli. Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson, Bjarni G. Einarsson LESENDABÁS Álit mitt á alþingismönnunum 46, sem samþykktu orkupakka 3, er hrunið Elskulegu alþingismenn. Traust mitt og álit á ykkur 46, sem samþykktuð orkupakka 3, hefur beðið alvarlegan hnekki. Mér finnst það meira en sorglegt. Hingað til hafið þið flestir verið mínir menn. Ótrúlegt er, hve margir ykkar skiptuð um skoðun án þess að gera grein fyrir ástæðunum. Það sem þið gerðuð eru svik við mig, svik við meiri hluta þjóðarinnar, sem vonaðist eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Vel metna lögfræðinga greinir á um það, hvort samþykktin feli í sér brot á stjórnarskránni. Það hefði átt að nægja Alþingi til að hugsa málið betur og forseta vorum til að fresta viðstöðulausri undirskrift sinni. Það voru mistök af hans hálfu. Nú er gjá milli þings og þjóðar. Mér sýnist meiri hluti Alþingis hafa fallið í auðmýkt flatur niður fyrir evrópsku valdi, óhollu fyrir þjóðina og virði minna stjórnarskrána íslensku. Hvers vegna var nauðsynlegt að samþykkja orkupakkann? Orkupakkamenn hafa ekki getað gert þjóðinni grein fyrir því á skiljanlegu máli, hvers vegna nauðsynlegt væri að samþykkja orkupakkann. Með samþykkt afhenda þeir öðrum yfirráðin yfir stjórn orkumála okkar. Það er hugsanlega brot á stjórnarskránni. Það er skref í átt til innlimunar í Evrópubandalagið. Þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um það, hvort hún vill sameinast Evrópubandalaginu. Í bókinni TVENNIR TÍMAR eftir Elínborgu Lárusdóttur (útg. 1949 og 2017) segir frá langömmu forsetans okkar og hrakningum þeim, sem hún varð fyrir í æsku. Eftir að hafa lesið þessa bók hefur mér oft verið hugsað til fátæks fólks á Íslandi, sem ólst upp við hungur og harðrétti og var lítilsvirt af samtíð sinni. Þeirra á meðal voru sumar formæður okkar og feður. Þetta fólk fékk heita þrá eftir betra og réttlátara samfélagi, sem sjálfstæði og fullveldi landsins myndi geta tryggt fólkinu. Þessir dýrmætu áfangar hafa náðst, þótt enn ríki á mörgum sviðum ójöfnuður í lífskjörum fólks. Það er óhæfa og ógæfuverk gagnvart minningu þessa fátæka fólks og fórnum þess og lítilsvirðing gegn þjóðinni að skerða með ofbeldi slíkan ávinning. Sýnist það hafa verið blekkingaleikur Þjóðin hefur trúað tali forustu­ manna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um að þeir muni standa á verði um auðlindir þjóðarinnar. Nú sýnist það hafa verið blekkinga­ leikur. Framsóknar flokkurinn hefur ekki viljað taka afstöðu til orkupakkans, en talað út og suður. Lítum til Brexit í Bretlandi og erfiðleika Breta við að losa um faðmlagið við Evrópubandalagið. Það er kalt og óvægið. Samþykki á orkupakka 3 opnar leið til að svipta landið yfirráðum yfir auð­ lindum sínum. Í framhaldi af þeim gjörningi er hætta á að við missum stjórn á fleiri auðlindum en raforkunni. Seilst verður enn lengra með orkupökkum 4 og 5 Það er óheiðarleiki stjórnvalda að reyna að fela slík áform eða drepa málinu á dreif. Með næstu orkupökkum no. 4 og no. 5 verður seilst enn lengra og eftir öðrum auðlindum okkar. Stjórn þeirra fer undir yfirþjóðlega nefnd Evrópu­ bandalagsins. Við þurfum að afturkalla þessar undirskriftir og rétta úr bakinu, áður en það verður of seint. Með beinu baki þurfa Íslendingar nú sem fyrr að standa á rétti sínum gagnvart ásælni erlends valds. Við treystum illa Alþingi eftir þetta. Við treystum betur land vætt­ unum, sem standa á verði um velferð þjóðarinnar. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Við Lómagnúp stendur hann stafkarlinn gamli og starir út yfir haf. Hann skyggnir þá Evrópubandalagsöldu, sem allt gæti fært hér í kaf. Ótrauður stendur hann áfram á verði og eflir á fullveldið trú, en kuldaleg röddin kallar þá alla, sem kæfðu í skuldum vor bú. Járnstafinn láttu á lend þeirra falla, sem lögðu í rúst okkar bú. Sigurður Sigurðarson. Neyðarástandið í Sæluborginni: „Geggjuð“ hugmynd að vestan sem menn eru beðnir að íhuga! Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 20,4% fólks á höfuðborgar- svæðinu les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára. Við leggjum til að ríkissjóður borgi mönnum fyrir að minnka akstur einkabíla eða aka þeim alls ekki.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.