Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 4
tengjast vinnunni beint sem oft á
tíðum eru mjög styttar og einfaldaðar
fyrir okkur þannig að við fáum bara
brot af þeim upplýsingum sem hinir
fá.
Nú er verið að vinna að reglum um
það hvenær heymarlaus einstakl-
ingur eigi rétt á túlkun og hver greiði
fyrir þá túlkun hverju sinni og munu
þessar reglur verða lagðar fyrir
Alþingi í vetur og bindum við miklar
vonir við að margt muni breytast í
kjölfar þeirra.
Við höfum fengið ýmsu áorkað þó
margt vanti upp á ennþá og til þess að
orð mín í upphafi greinarinnar verði
sönn, að við séum í engu frábrugðin
öðrum, að undanskildu því að við
tölum táknmál , þurfum við að fá
sömu menntun, uppeldi og aðgengi að
upplýsingum og aðrir einstaklingar í
þjóðfélaginu, því það er það sem
mótar okkur í nútímaþjóðfélagi.
Reykjavík í ágúst 1995
Anna Jóna Lárusdóttir
HLERAÐI
HORNUM
Frægur mótorhjólakappi, erlendur,
lenti í miklu slysi og brenndist það illa
m.a. að af voru bæði eyrun. Hann
stofnaði svo flugfélag og auglýsti eftir
flugstjórum. Hann spurði umsækj-
endur alla sömu spumingar hvort þeir
sæju eitthvað athugavert við útlit sitt.
Sá fyrsti sagði: „Það vantar á þig
eyrun“. Sá var umsvifalaust rekinn út.
Sá næsti hugsaði sig um og sagði:
„Getur það hugsast að eitthvað sé
athugavert við eyrun á þér?“ Honum
var vísað á dyr. Sá þriðji var íslend-
ingur og hann horfði lengi á kappann
og sagði svo: „Getur verið að þú notir
linsur?“ Sá var ráðinn og allt gekk vel.
Tveim árum síðar bauð kappinn til
kvöldverðar og íslendingurinn sat í
heiðurssæti. Þá fór hann að inna
íslendinginn eftir hvemig hann hefði
uppgötvað linsurnar. „Ja, ég sá að þú
gazt ekki notað gleraugu, af því að
eyrun á þig vantaði“.
Styrkhafar með heiðurskonunni Halldóru.
Frá Námssjóði Sigríðar
Jónsdóttur
s
Aliðnu vori voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr Námssjóði Sigríðar
Jónsdóttur. Eins og lesendur Fréttabréfsins munu vita þá arfleiddi hin
látna heiðurskona, frú Sigríður Jónsdóttir, Öryrkjabandalag Islands að húseign
sinni í Vesturbænum í Reykjavík. Hún mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni hversu
ráðstafa skyldi fé því sem fengizt fyrir húseignina, rnynda skyldi námssjóð og
úthluta vöxtunum á ári hverju til öryrkja til hagnýts náms og hins vegar til
þeirra sem önnuðust þroskahefta á einhvem veg til frekara náms eða þjálfunar.
Með skipulagsskrá staðfestri af dómsmálaráðuneyti var svo gengið frá
Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur og honum þar sett hlutverk í samræmi við erfða-
skrána. Ákveðið var að höfuðstóll stæði ávallt óhreyfður, einungis vöxtum
skyldi veitt til styrkja. Sjóðsstjórn skipa tveir fulltrúar Öryrkjabandalags Islands
og einn tilnefndur af félagmálaráðuneyti.
Styrkveiting fór fram við ágæta athöfn í kaffisal ÖBI Hátúni 10 11. júní sl.
Matthildur Valgeirsdóttir hafði endurgjaldslaust umsjón með kaffiveitingum
veglegum og fórst það vel úr hendi sem annað. Styrkþegar voru alls 20 að
þessu sinni og upphæðir styrkja á bilinu 20 - 50 þús. kr. Við athöfnina mættu
þó aðeins 9 styrkþegar, formaður og framkvæmdastjóri ÖBÍ auk sjóðsstjórnar,
svo og var þama mætt okkur til mikillar gleði frú Halldóra Guðmundsdóttir,
svilkona og urn leið bezta vinkona frú Sigríðar heitinnar. Hafliði Hjartarson er
formaður sjóðsstjórnar og flutti hann ágætt ávarp við athöfnina. Hann kvað
11. júní valinn þar sem þetta væri fæðingardagur frú Sigríðar og vel við hæfi
að afhenda styrki árlega á þeim degi, en Sigríður var fædd 1907 og lézt 11.
nóv. 1991. Hafliði rakti tilurð og tilgang sjóðsins og minntist höfðingsskapar
hinnar látnu heiðurskonu nokkrum vel völdum orðum. Hann kvað margar
umsóknir hafa borist og niðurstaðan orðið sú að í fyrsta sinn skyldu sem flestir
njóta þó það þýddi að einstakar upphæðir yrðu lægri. Hafliði kvað viðfangsefni
styrkþega afar áhugaverð og lét þá einlægu von í ljósi að allir fengju lokið
ætlunarverkum sínum sem allra bezt. Ósk sjóðsstjórnar væri enda sú að
styrkupphæðin rnætti sem bezt nýtast til farsælla verka. Hann bað svo frú
Halldóru Guðmundsdóttur að afhenda styrkina þeim sem viðstaddir voru og
gerði hún svo af mikilli hlýju og bar fram heillaóskir góðar öllum til handa.
Öll var athöfnin látlaus og ánægjuleg um leið.
Öðrum styrkþegum var svo sendur styrkurinn og vonandi að öllum megi
nýtast sem bezt, en mikil og skemmtileg fjölbreytni var í verkefnum þeirra
sem hlutu styrk. Auk Hafliða eru í sjóðsstjórninni Margrét Margeirsdóttir
deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti og undirritaður.
Helgi Seljan.
4