Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 6
Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti: Norrænt þróunarverkefni um málefni fatlaðra ✓ Ieftirfarandi grein er ætlunin að kynna þrjár nýjar bækur sem er afrakstur þriggja ára samstarfs Norð- urlandanna fimm og fjalla um þróun- arverkefni í málefnum fatlaðra með það að markmiði að bæta lífsgæði þeim til handa. Félagsmálastefna í málefnum fatlaðra á Norðurlöndum miðar að því að fötluðum sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum heimaslóðum og hafa áhrif á eigin lífskjör. Flutningur fatlaðra úr stórum mið- stýrðum stofnunum til sambýla eða sjálfstæðrar búsetu, sem nú á sér stað á Norðurlöndunum, hefur vakið nýjar þarfir fyrir fjölbreytilegri búsetu og heimilisgerð, til að stofna til félags- legra tengsla, til þátttöku í atvinnu- lífinu, og eiga sér innihaldsríkar tóm- stundir. Umræðan um lífsgæðin á sinn þátt í að skilgreina þessa þróun og skapa ný hugtök. Beiting hugtaka á borð við sjálfsákvörðun og sjálfsmat eru til marks um nýja afstöðu hjá stuðningsfólki og starfsliði. I vaxandi mæli er að því stefnt að skapa jákvæða sjálfsímynd og hvetja til virkrar þátt- töku fatlaðra í samfélaginu. Mikil áhersla er lögð á að bæta menntun starfsfólks, bæði grunnmenntun og endurmenntun, sem eykurhæfni þess til að fylgja eftir hinum nýju sjónar- miðum í félagsþjónustu fatlaðra. Arið 1990 hófu fulltrúar félags- málaráðuneyta í Noregi, Svíþjóð Finnlandi, Danmörku og íslandi að leggja drög að sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um málefni fatlaðra. Verkefnið hlaut fjárstuðning frá Norr- ænu ráðherranefndinni og naut að- stoðar Þróunarstofnunar félagsmála í Kaupmannahöfn. Framkvæmdastjóri verkefnisins var danski félagsfræð- ingurinn Per Holm, en yfirumsjón var í höndum sérstakrar stjómar sem í áttu sæti: Eva Lisskar-Dahlgren og Peter Brusén frá Svíþjóð, Steinar Bergh og Margrét Margeirsdóttir. Anne Bakke frá Noregi, Viveca Arrhenius frá Finnlandi, Margit Jespersen frá Danmörku og Margrét Margeirsdóttir frá Islandi. Verkefnið hófst formlega 1992 og því lauk í apríl 1995. Fulltrúum rúm- lega 50 þróunarverkefna frá þátttöku- ríkjunum fimm var boðið að eiga aðild að verkefninu. Markmiðið var m.a. að koma á tengslum milli lykil- fólks í þróunarvinnu í hverju landi fyrir sig og miðla reynslu og þekkingu af áhugaverðum nýjungum og þróun- arverkefnum. Einnig að hvetja til nýrra hugmynda og ýta úr vör nýjum þróunarverkefnum. Verkefnið átti þannig að efla faglega starfshætti og vera hvatning sem yki veg og virðingu góðs félagsmálasamstarfs á Norður- löndunum og leggja sitt af mörkum til að auka áhrifin af nýjum norrænum aðgerðum varðandi málefni fatlaðra. Verkefnið var að inntaki byggt upp kringum þrjú svið: Fatlaðir í heimabyggð. Stjórn eigin mála og lífsgæði. Tjáskipti / samskipti. Varðandi hið fyrstnefnda var m.a. kynnt reynsla manna af þverfaglegum og “þversviða” verkefnum, með það að markmiði að samræma sem mest þjónustu í þágu fatlaðra og vinna gegn því að verkefni splundrist eða týnist rnilli stjórnkerfa. A fundum og ráðstefnum sem voru haldnar með þátttakendum á þessu þriggja ára tímabili meðan verkefnið stóð yfir, var reynslan af þróunar- verkefnum kynnt og rædd. Afstaða og mismunandi skoðanir manna voru ræddar ofan í kjölinn. Gengið var útfrá gildandi starfsháttum í hinum einstöku löndum og borið saman það sem er líkt og frábrugðið í skilningi norrænna þjóða varðandi lífsgæði, lífskjör og menningu fólks á Norð- urlöndum. I eftirfarandi verður drepið á nokkrar greinar sem birtast í um- ræddum bókum. s Ifyrstu skýrslunni er fjallað um flutning af sólarhringsstofnunum, ný búsetuform, atvinnu og tómstundir, sagt frá reynslu af þróunarverkefnum og skýrt frá vitneskju sem fyrir liggur. í því sambandi má nefna grein eftir sænska félagsfræðinginn Magnús Tideman um flutning á málefnum fatl- aðra frá Landsþingi (héraðsstjóm) til sveitarfélaga. Þar skýrir hann ítarlega frá mismunandi skipulagsformum sem sveitarfélög velja til að stjórna hinum nýju verkefnum fyrir fatlaða sem sveitarfélagið á að sjá um þegar ábyrgðin flyst til sveitarstjórna. Hverjir eru kostir og gallar við mismunandi skipulagshætti? Tideman byggir á reynslu varðandi breytingar sem urðu á þessum málum í Hallandi og Jamtalandi í Svíþjóð. Hann greinir sérstaklega frá hvernig til tókst í Halmstadsveitarfélaginu (80 þús. íbúar) þegar það tók við málefnum fatlaðra. Grete Dammen og Britta Iversen sem eru starfsmenn í Bærum sveitar- félaginu í Noregi (90 þús. íbúar) segja frá reynslunni af víðtækum skipu- lagsbreytingum í sambandi við að 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.