Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 13
geðveikisástandi. Kristján Níels Jónsson, þekktur undir skáldanafninu “Káinn”, var að vísu ekki sérlega trúaður á það, ef marka má eftirfar- andi vísu hans: Bindindismennirnir birta það hér, að brennivín geri menn “crazy”, en það get ég sannað, að orsökin er oftast nær brennivínsleysi. Páll Olafsson orti kvæði, sem hann nefnir: “Timburmenn “: Heim er ég kominn og halla undir flatt, því hausinn er veikur og maginn; ég drakk mig svo fullan - ég segi það satt- ég sá hvorki veginn né daginn. En vitið kom aftur að morgni til mín og mælti, og stundi við þungan: “Bölvaður dóni ertu að drekka eins og svín! Það drafaði gær í þér tungan. Og gerirðu þetta, þá getur þú séð ég get ekkert átt við þig lengur, því sjónin og heymin og málið fer með og minnið úr vistinni gengur.” * Ég lofaði vitinu betrun og bót að bragða ekki vín þetta árið; en svo er ég hræddur, ef margt gengur mót, að mig fari að langa í tárið. Hann lýsir í kvæðinu ýmsum afleiðingum ofneyslu áfengis. Getur þess til dæmis, að áfengi fer illa með haus og maga. Skilningarvitin truflist, neytandinn verði viti sínu fjær og minnið gangi úr vistinni með öllum þeim óheppilegu afleiðingum, sem það getur haft á hegðun viðkomandi og félagslegar aðstæður. Ofdrykkja hefur margan rænt auðnu og atvinnu, búi og börnum, fé og frama. Káinn kvað einhverju sinni: Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin bestu, öl og vín, og honum á ég það að þakka, að þú ert ekki konan mín! Hann er reyndar sáttur við þá niðurstöðu í þessu tilfelli, en sakir drykkju hefur margur misst frá sér eiginkonu, sem hann hefur sárlega saknað, eða orðið af kvonfangi, sem hann lagði hug á. Páll hefði getað í kvæði sínu bætt við lýsingum á truflun og skemmdum lifrar, beinmergs og fleiri líffæra, en sennilega hefur honum þótt nóg kom- ið. Sá tvískinnungur og sú sjálfs- blekking, sem í brjósti drykkju- mannsins býr, hefði sjálfsagt fengið hann til þess að taka undir orð skáld- bróður síns Káins þegar hann kveður: Oftast, þegar enginn sér og enginn maður heyrir, en brennivínið búið er, bið ég guð að hjálpa mér. Reyndar kemur greinilega fram í lok kvæðis Páls hér að framan, að hann óttast þetta sjálfur. Hér að fram- an hef ég vitnað til Ijóða nokkurra vel þekktra íslenskra skálda, sem af bit- urri reynslu hafa lært af og dregið upp skarpar myndir af sumum þeim slæmu afleiðingum, er óhófleg neysla áfengis oft hefur í för með sér. Best þætti mér ef þær vektu ykkur til um- hugsunar um hið mikla tjón, þá miklu andlegu og líkamlegu örorku, sem ofneysla áfengis beint og óbeint veldur ótrúlega stórum hópi Islend- inga ár hvert og hvemig helst mætti úr því draga. Jóhannes Bergsveinsson, læknir. HLERAÐ I HORNUM Maður einn tók oft undarlega til orða svo auðvelt var að misskilja. Einu sinni kom hárprúð stúlka inn í verzlun í Borgarnesi, heimabæ mannsins. Þá sagði hann við vin sinn: „Þama kemur stúlkan með síðasta hárið í Borgamesi“. * Á stríðsárunum var bóksali í Danmörku settur inn fyrir þær sakir að hann stillti myndum af Hitler og Mússólíni út í gluggann og á milli myndanna setti hann bók Victors Hugos: Vesalingarnir. * Ungur maður gekk undir munnlegt próf fyrr á öldinni. Hann var heldur tæpur í greinunum utan sögu sem hann kunni utanbókar. Þarhugði hann gott til glóðarinnar og um leið og ljóst var að viðfangsefnið væri Karl tólfti tók hann til við að þylja og lét sig engu skipta spumingar prófdómarans. Að lokum stöðvaði prófdómarinn hann og sagði: „Já, þér kunnið þetta greinilega, en svarið nú spurningunni um það hvert Karl tólfti fór allra síðast“. Ungi maðurinn hikaði en sagði svo: „Ég er auðvitað ekki alveg viss, en ég býst við að hann hafi farið beina leið til helvítis". FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.