Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 16
HÚSSJÓÐUR Á ÍSAFIRÐI - EINNIG í BOLUNGARVÍK að teljast svo sem engin tíðindi út af fyrir sig, þó Hússjóður Öryrkjabandalagsins afhendi íbúum húsnæði til leigu, húsnæði sem annað tveggja hefur verið byggt eða keypt. Lottóið er að sjálfsögðu ævinlega sem allra bezt nýtt til þess einmitt að leysa úr húsnæðisvanda öryrkja. Biðlistinn hér sýnir það og sannar, hversu vandinn er mikill, hversu margir bíða í hreinum vand- ræðum, alltyfiríað kalla megi algera neyð. Enn skipta slíkir hundruðum og auk þess vitað að alltof margir bíða þess eins að biðlistinn verði á ný opnaður fyrir umsóknum, enda ærið mikið að því spurt. Lottóféð til húsnæðismála öryrkja er því engu síður bráðnauð- synlegt núna en þegar Alþingi setti á sínum tíma lög hér um. Lán alltof margra öryrkja er í húfi, ef hrófla á við þeirri tekjulind, sem færir þeim öryggi og skjól. En tilefnið - eitt af ótalmörgum árlega - var það að 23. júní sl. afhenti Anna Ingvarsdóttir fram- kvæmdastjóri Hússjóðs tveim ísfirð- ingum lykla að leiguíbúðum sínum vestur á Isafirði. Hér er um að ræða prýðisbúið raðhús vestur þar, við Fjarðarstræti 21 á ísafirði. Svæðis- skrifstofa Vestfjarða á Isafirði er leigutaki og ber ábyrgð á húsnæðinu sem slík gagnvart Hússjóði. Hús- sjóður lét byggja þetta hús og við þessa látlausu en skemmtilegu athöfn vestur frá voru þau Anna og Vífill Oddsson verkfr. mætt af hálfu Hús- sjóðs. Margt góðra gesta var við afhendinguna: starfsfólk svæðisskrif- stofu, fulltrúar í svæðisráði um mál- efni fatlaðra, og gestir frá bæjar- félaginu og heilsugæzlunni. Eftir að íbúarnir tveir, sem eru karlmenn, höfðu tekið við lyklunum þá var kaffidrykkja á hóteli bæjarins þar sem fólk fagnaði ágætum áfanga. Við þetta tækifæri sagði annar íbúanna, að hann gleddist innilega yfir nýrri glæsilegri íbúð en ekki síður því að nú væri lokið þeirri óvissu um húsnæðismál sín sem erfið hefði verið. “Nú verð ég ekki lengur á hrakhólum”, sagði hann orðrétt. Þessir tveir fbúar munu búa þarna með nauðsynlegri heimahjálp og liðveizlu frá bæjarfélaginu svo og umsjón svæðisskrifstofu og frekari liðveizlu þaðan. Heimamenn fögnuðu framtaki þessu vel og kváðu hér hafa verið vel og myndarlega að verki staðið af hálfu Hússjóðs. s Aðan var sagt að hér væri um eitt tilefni af ótalmörgum árlega að ræða, enda mála sannast að árlega eru keyptar eða byggðar hátt í 30 fbúðir á vegum Hússjóðs. Þessar íbúðir eru í öllum kjördæmum landsins, flestar hér á Stór - Reykjavíkursvæðinu, en ærið margar bæði á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og svo á Aust- urlandi. Bezt sézt þróun þessara mála frá því lottóféð kom til skjalanna 1987 á því, að þá átti Hússjóður Öryrkja- bandalagsins 250 fbúðir en íbúðatalan nú er hvorki meira né minna en 502. Hverjum áfanga er því fagnað vel, þvílík lausn sem öruggt húsaskjól er hverjum og einum, ekki sízt þeim sem erfiðara eiga með að fá þak yfir höf- uðið en aðrir. Von- ir allra þeirra sem bíða eru því bundnar því að áfram verði hægt af sömu elju og fyrirhyggju að tryggja æ fleiri þetta öryggi. Sam- þykkt Alþingis á sínum tíma var virkilega til sóma og hefur mörgum reynzt dýrmæt í áranna rás. Því dýrmæti mega engir gleyma, aldrei. Eftirmáli: Og enn að vestan því ekki var látið við Isafjörð einan sitja vestra þar. Nú á síðsumardögum festi Anna fyrir Hússjóðsins hönd kaup á tveim íbúð- um í Bolungarvík, við Lambhaga þar í bæ. Ibúðimar tvær eru báðar á jarð- hæð, en þarna eru samliggjandi sex íbúðir með aðgengi, sem er eins og sniðið að kröfum Hússjóðs, en stærð hverrar íbúðar eru tæpir 70 fermetrar. Inn í þessar íbúðir hafa nú flutt tveir fatlaðir einstaklingar og hefur svæðis- skrifstofan þar vestra umsjón alla og ábyrgð um leið gagnvart Hússjóði. Þessi góðu dæmi frá Vestfjörðum eru auðvitað aðeins dæmi ein af svo ótal- mörgum sem tíunda mætti. Um leið og íbúunum er allra heilla árnað með þennan góða áfanga, skal enn undir- strikuð nauðsyn þess að áfram megi ótrautt halda með hjálp fólksins í land- inu. H.S. Anna og Vífíll með vöskum íbúum á Bolungarvík. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.