Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 26
Elísabet Guttormsdóttir deildarstjóri: Ný reglugerð um öryrkjavinnu Ný reglugerð um öryrkjavinnu gekk í gildi í febrúar sl. Reglu- gerðin á sér stoð í lögum um almanna- tryggingar nr. 117/1993. Hér er um mjög tímabært úrræði að ræða í atvinnumálum fatlaðra sem mun væntanlega auka möguleika þeirra á að fá vinnu í fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði. Aðilar, sem sinna atvinnumálum fatlaðra, Öryrkja- bandalag Islands og önnur samtök og fulltrúar fyrirtækja og stofnana höfðu barist fyrir því að eldri lögum og reglugerð um sama málefni frá 1978 yrði breytt. Til þess þurfti lagabreyt- ingu og m.a. þess vegna tók það langan tíma að ná fram breytingum. Enn fremur þurfti að taka málið upp oftar en einu sinni við embættismenn og ráðherra þar sem ríkisstjórnir komu og fóru á þessu tímabili. Helstu nýmæli Helstu breytingar frá gömlu reglugerðinni eru þær að nú er samn- ingstíminn hjá fyrirtækjunum sveigj- anlegur og ekki þarf lengur að semja til 3ja ára eins og áður var. Bætur öryrkjans falla ekki lengur allar niður (þar með talinn grunnlífeyrir) þegar hann fer á samning, heldur skerðast bætur eftir þeim almennu reglum sem þar um gilda þegar fatlaðir afla sér tekna á vinnumarkaði. Þá nær þessi nýja reglugerð til breiðari hóps en áður, en eldri reglugerðin náði aðeins til örorkulífeyrisþega. Hvers vegna var ný löggjöf nauðsynleg? Sjaldan hefur verið jafn erfitt og nú að útvega fötluðum vinnu á almenn- um vinnumarkaði vegna mikils al- menns atvinnuleysis og var því meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að fá nýtt úrræði til að liðka fyrir ráðn- ingum. Með þessari nýju reglugerð ættu fleiri fatlaðir að fá tækifæri til að þjálfast til starfa á almennum vinnumarkaði og öðlast reynslu af því starfi sem þeir helst telja sig ráða við. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa margir hverjir bent á nauðsyn þessa nýja fyr- ÉL Elísabet Guttormsdóttir. irkomulags. Nú geta fyrirtæki, sem tilbúin eru að ráða fatlaða til starfa, sótt um fjárhagslegan stuðning til Tryggingastofnunar ríkisins skv. reglum sem eru mun sveigjanlegri en áður þar sem samningstíminn er ekki njörvaður niður til mjög langs tíma í einu eins og áður var. Fyrirtækin hafa oft verið hikandi að gefa fötluðum tækifæri til að spreyta sig vegna þess að þau hafa ekki talið sig hafa efni á því að ráða fólk með skerta starfsorku. Hvað þetta hugtak varðar er rétt að undirstrika að vinnuhömlun vegna fötlunar er ákaflega mismunandi og engin tvö tilvik eru eins. Vinnufæmin getur t.d. verið skert að litlu leyti, miklu leyti eða að öllu leyti og oft er hægt að draga úr vinnuhömlun með réttum hjálpartækjum og breyttum aðstæðum á vinnustað. Tilkoma nýju reglugerðarinnar hefur því ekki í för með sér að allir fatlaðir, sem vilja vinnu á almennum vinnumarkaði, þurfi eða vilji fara á samning. Einnig munu sum fyrirtæki vera tilbúin, eins og áður, að ráða fatlaða án reglugerð- arinnar. Endanlega er það síðan Tryggingastofnun sem á síðasta orðið um hvort samningur er talinn nauð- synlegur í hverju tilviki fyrir sig. Fatlaðir - fjölbreytt vinnugeta í raun eru í þeim hópi, sem skil- greindur er sem fatlaður, svo ólíkir einstaklingar að næsta ógerlegt er að fjalla um þá sem eina heild og vinnu- færnin er afar misjöfn og fjölbreytileg alveg eins og hjá þeim sem ekki teljast fatlaðir. Hjá Atvinnudeild fatlaðra, sem er deild á vegum Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, hafa greindar- skertir einstaklingar verið í meirihluta á skrá undanfarin 3 ár, næstir að fjölda erueinstaklingarmeðgeðræn vanda- mál og síðan hreyfihamlað fólk. Margir, sem til okkar leita, vilja fyrst og fremst starf á almennum vinnu- markaði en aðrir kjósa fremur að vinna á vemduðum vinnustað. Langur biðlisti er eftir störfum á vemduðum vinnustöðum og fullnægja þeir, sem fyrir eru í Reykjavík, engan veginn Frá útskrift Starfsþjálfunar fatlaðra. Víst er þeim vinnan þörf. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.