Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 33
Frá fundi á Suðurlandi. Þórarinn Sigurjónsson í ræðustól. Kaflinn um Gigtarfélag íslands er glöggur og kemur inn á margt, en þar munu félagsmenn nú vera um 2750. Gigtarfélagið hefur verið vel kynnt hér í blaðinu en ekki sakar að hnykkja á hinu þríþætta hlutverki þess: - Að annast fræðslu um gigt. - Að bæta meðferðarmöguleika gigtsjúkra. - Að stuðla að rannsóknum á gigt. Sömuleiðis er minnt rækilega á þá góðu meðferðarmöguleika sem Gigtarféiag íslands býður upp á og enn er á gigtarrannsóknastofnun hamrað sem bráðbrýnni nauðsyn. Að lokum er farið nokkuð yfir samanburð við hin Norðurlöndin, sér í lagi þá með tilliti til þeirra niður- staðna sem norræna gigtarárið leiddi í ljós. Raktir eru helztu styrkleikar og veikleikar þjónustu við gigtsjúka á Islandi, þar sem kostir eru margir m.a. stuttir biðlistar að öðru en tekur til bæklunarlækninga, auðveld og greið samskipti sjúklinga og sérfræðinga og það að gigtardeildir hér eru ekki einangraðar frá öðrum á sjúkrahúsum hér. Veikleikar eru t.d. þeir tíundaðir að skortur sé á iðjuþjálfun, sömuleiðis skortur á matsstöð m.t.t. vinnuhæfni og endurhæfingar, legurými of fá, fræðslu- og ráðgjafarþáttur mun lakari, m.a. skortir nær al veg stuðning félagsráðgjafa og sálfræðinga. Sjúkradagpeningar mjög lágir og biðlisti vegna bæklunaraðgerða langur. Með þessari álitsgerð nefndar- innar, sem hefur þá kosti að vera sett fram á ljósu, skiljanlegu og skýru máli svo og er uppsetning öll og kafiaskipti mjög skipuleg - með henni fylgja allmörg fylgiskjöl m.a. kostnaðaráætlun við að setja á stofn rannsóknarstofnun í gigtarsjúkdóm- um og reka hana í 5 ár og fjármögnun þess. Þá er merkileg greinargerð frá Gigtarfélagi Islands um framtíðar- hlutverk félagsins. Þar er tjallað um sjálfshjálp með aðaláherzlu á for- varnir; hlutverk félagsins sem neyt- endasamtaka m.a. gagnvart opinber- um aðilum sem fagaðilum; sérverk- efnið hvað snertir miðstöð gigtar- rannsókna; hlutdeild félagsins í norr- ænni, evrópskri og alþjóðlegri sam- vinnu og í lokin hið eilífa viðfangs- efni: fjármögnun margra og þarfra verkefna. Hér að framan hefur á stóru verið stiklað en aðeins reynt að gefa örlitla innsýn í áiitsgerðina sem nefnist : Landsáætlun um gigtarvarnir. Nú vill einmitt svo vel til að fyrsti flutningsmaður tillögunnar til þings- ályktunar þeirrar, sem er upphaf þessa alls fer nú með heilbrigðis- og trygg- ingamál sem ráðherra og mun því örugglega freista þess að fylgja til- lögum í landsáætluninni sem allra bezt eftir. Eitt er alveg víst: Gigtin mun halda áfram að hrella fólk og hrjá og allra góðra aðgerða því ærin þörf. H.S. Endir allra funda Formálsorð: Formaður MG félagsins Ólöf S. Eysteinsdóttir kom hér og bað okkur að birta þetta ljóð sænska skáldsins Hjalmars Gullberg í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar. Hjalmar þessi háði harða bar- áttu við MG sjúkdóminn og var m.a. fleiri ár í öndunarvél, því á þeim tíma þekktust ekki þau ráð sem þó eru í dag. Og hér er svo þetta gullna ljóð í þýðingu Magnúsar. Hjalmar Gullberg: Endir allra funda. Ef í eyðiskóg angist kvöl þér bjó, fundur á förnum vegi færði lausn og ró. Skrafa um skyggni og átt, skilja í friði og sátt, - svo skal maður manni mæta á réttan hátt. Einlæg orð, en fá, örva sporin þá. Endir allra funda ætti að vera sá. Þýð: Magnús Ásgeirsson Hlerað í hornum A: „Hvernig iíður konunni þinni?“ B: „O, ekki sem bezt. Það er bakið núna rétt einu sinni“. A: „Jæja, er hún með bakverk?“ B: „Nei, biddu fyrir þér, hana vantar bara loðkápu". * Ameríkumaður var að segja Englend- ingi sögur, og ekki allar sem trúleg- astar.„Það var maður, sem varð af skipi í enskri höfn, en kastaði sér í sjó- inn og synti á eftir því alla leið til New York, svo að hvorki dró sundur né saman“. Ameríkumaðurinn: „Þér leggið nú víst ekki trúnað á þessa sögu“. „Jú, auðvitað trúi ég henni“, sagði Englendingurinn, „ég var maðurinn!“ FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.