Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 47
Styrkhafi úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur með þeim Halldóru og
Hafliða. Sjá bls. 4.
atvinnuleysi sem fyrst og mest. Síðan
skal því trúað og treyst að í kjölfar
álitsins um atvinnumál fatlaðra verði
mörkuð skýr stefna þar sem átök í
atvinnumálum skipa öndvegi svo allir
öryrkjar eigi þess sem allra beztan
kost að fá vinnu við hæfi.
Heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Ingibjörg Pálmadóttir,
hefur skipað nefnd til þess að endur-
skoða tryggingalöggjöfina og kallaði
til þess fulltrúa hinna ýmsu aðila er
þessi mál varða mestu.
Öryrkjabandalagi íslands var boð-
ið að nefna til fulltrúa í nefnd þessa
og er undirritaður þar á vettvangi.
Von okkar hér er sú að vel takist
til og tryggingaþegar njóti góðs af
þessari endurskoðun. Þeir helzt sem
rnest þurfa á að halda og eru hvað háð-
astir bótum almannatrygginga. Hitt
er svo dagljóst að ýmsar tillögur eru
á kreiki um að meginmál sé að spara
í þessum fjárfreka málafokki og jafn-
vel það að láta lífeyrissjóðina annast
að hluta til þau verkefni sem almanna-
tryggingar sjá um í dag. Hér þarf að
fara með fullri gát og gæta þess grannt
að í engu sé lífsafkoma þeirra skert
sem eiga athvarf sitt í bótum almanna-
trygginga, því ofurljóst ætti það að
vera öllum sem kynna sér þessi mál
og um leið lífskjör þessa hóps að
nauðsynin er á þann veg að lyfta
lífskjörum, létta þessu fólki erfiðan
róður sem unnt er.
Nefndarinnar bíður mikið verk og
vandasamt en mikilsvert er að hún fái
að starfa ótrufluð af öllum skyndi-
ákvörðunum á tryggingasviðinu sem
aldrei skyldi gera, þegar lífsafkoma
fjölda fólks er í veði.
En auðvitað gerum við okkur alveg
ljóst að það er hin stefnumarkandi
leiðsögn stjórnvalda sem ferðinni
ræður og því skal það eitt vonað að
þar takist vel til, að félagsleg sam-
hjálparsjónarmið megi ráða ferð.
Enn á ný skulu skattamál viðruð
hér á vettvangi og að vonum að
það gerist, þegar fólk hefur fengið
álagningarseðla sína og sumt af því
er að reyna að fá leiðréttingu þess sem
lagt hefur verið á.
Hér á bæ fáum við alltaf allnokkuð
af slíkum málum og leggjum fólki lið
eftir föngum, að leiðrétting megi fást.
Þá koma ýmis atriði upp öðru
fremur sem vekja athygli manns.
Kona ein með tekjur rétt undir
skattleysismörkum þarf engu að síður
að greiða gjald í Framkvæmdasjóð
aldraðra. Það sýnir að fáir eru óhultir
fyrir því annars ágæta gjaldi, sem við
öll sem betur rnegum, eigurn með
gleði að greiða. Sú hugsun vaknar enn
á ný, hvort ekki væri rétt að hækka
tekjumörk fyrir gjaldtökunni, þannig
að t.d. þeir lífeyrisþegar sem hafa nær
engar tekjur aðrar en bætur almanna-
trygginga megi sleppa við þessa
gjaldtöku, því mála sannast er að hjá
þessu fólki munar um hvern þúsund-
kallinn og fjórir slíkir eru þar á bæjum
býsna mikill peningur.
Sannleikurinn er sá að oft hefur að
okkur hvarflað, að löggjafinn mætti
nú alveg gera öryrkja gjaldfría með
öllu vegna aðstæðna þessa fólks á svo
margan máta, en af því að ekki er
alveg víst um örlæti þetta, þá mættu
öryrkjar að minnsta kosti búa við önn-
ur tekjumörk og hærri en almennt er.
Að þessu verður hugað héðan
hvort sem lausn fæst einhver eður ei.
Annað atriði, ólikt tilfinnanlegra í
ýmsum tilvikum, kemur afar
víða upp við skattaskil sumarsins. Þar
er um að ræða meðhöndlun skattayfir-
valda á aðstoð félagsmálastofnana,
framfærsluaðstoð sem sértækri
neyðaraðstoð sem farið er með sem
hreinar launatekjur og lagt á skv. því.
Fyrir allnokkru áttum við héðan
ágætan fund með flestum þeim sem
þarna koma að málum s.s. fulltrúum
T.R., fjármálaráðuneytis, félagsmála-
yfirvalda og skattayfirvalda.
Þar var beiðni okkar um aðra
skattalega meðferð þessara fjármuna
hafnað, en á móti var bent á óó.grein
skattalaga sem veitir heimildir til
lækkunar álagningar einmitt af þeim
ástæðum sem eru einkennandi fyrir
afar stóran hóp okkar fólks.
Eins var okkur lofað að henni yrði
beitt s.s. lög segja til um sérstaklega í
þágu okkar fólks s.s. sanngirnismál
eitt er.
Enda þótt skattakærur héðan hafi
fengið ágæta, réttláta afgreiðslu ber
þess að geta að langflestir öryrkjar
sem þannig er ástatt urn fara ekki út í
kærumál og margir hafa ugglaust enga
vitneskju um grein þá númer 66 sem
skattayfirvöld veifa svo gjarnan sem
lausn og líkn.
En ekki síður þykir okkur þó um
sé beðið sér í lagi og ástæður tíund-
aðar með tilvitnan í margumrædda
mildandi grein skattalaga, sem á sé
allnokkur brestur að til þess sé tillit
tekið.
Hins vegar knýr ýmislegt það sem
við höfum verið að sjá á liðnu
sumri hjá okkar fólki okkur til þess
að fara enn einu sinni á stúfana og
freista þess m.a. að fá fram einhverja
tryggingu þess að heimildarákvæði
66.greinar til lækkunar verði tvímæla-
laust beitt þar sem það beinlínis á við.
Sömuleiðis er full ástæða til þess að
löggjafinn endurskoði tekjumörkin á
ný varðandi gjöld í Framkvæmdasjóð
aldraðra.
Meginmálið er samt áfram sem
áður það að skattprósentan er of há
fyrir svo lágar tekjur og skattleysis-
mörkin alltof lág svo hvoru tveggja
stórskaðar afkomu okkar fólks.
A því þarf og verður að verða
breyting.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47