Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 9
Carl á mörg áhugamál, eins og garðrækt, trjárækt og endurnýjun fornbíla. Þarna standa tveir gljáfægðir Volvo '66 fyrir framan húsið í Hraunborginni - eins og út úr kassanum. í sextán ár vann ég suður á Kefla- víkurvelli. Fyrst sem birgðavörður, síðan verslunarstjóri, skrifstofustjóri og starfsmannastjóri. Síðar réðst ég til Isal og var sendur á vegum Alusuisse til Sviss í þriggja mánaða námskeið í málmfræði og fleiru því tengt. Ég var í 23 manna hópi og gleypti þýskuna í mig. Þar á staðnum varð ég starfs- mannastjóri fyrir hópnum og gegndi þeirri stöðu í sex ár. Ég var fyrsti starfsmannastjóri Isal og mótaði og lagði grunn að því starfi fyrir þá sem á eftir komu. -Af hverju hætti ég þar? Verk- smiðju, þar sem allt gengur vel, má líkja við rennandi járnbrautarlest á teinum sem hverfa út í ekki neitt. Starfið var hætt að vera hvetjandi. Þá rak ég augun í auglýsingu í Morgun- blaðinu. Þingmaðurinn Oddur Olafs- son, læknir og formaður Öryrkja- bandalags íslands, auglýsti þar eftir endurhæfingarfulltrúa. Þetta var um áramótin 1973. ✓ Eg setti á glæru það sem ég hélt að myndi skipta máli, símaði svo niður í Alþingi og fékk viðtal við Odd. Hann var fljótur að blaða í gegnum umsókn mína og sagði: “Elskan mín góða, þú ert fullfær í þetta!” - Já, en ég er ekki háskólagenginn! “Símaðu í Gylfa!” sagði Oddur. Gylfi var yfirsálfræðingur á Klepps- spítala. Það þurfti að grandskoða piltinn, spyrja og prófa,” segir Carl kímileitur. “Ég var kallaður fyrir Endurhæf- ingarráð í maí 1973. Allir sátu hátíð- legir í kringum borð þegar ég gekk inn. “Gjöra svo vel að gera grein fyrir því, hvernig þú myndir haga þessu starfi!” Ég hélt ræðu, en er þó enginn ræðumaður. Fyrsta júní var búið að stilla piltinum upp og skjóta hann niður,” segir Carl gamansamur. “Þetta átti eftir að koma yfir mig í 23 ár - fyrir utan það að giftast kon- unni minni. Þá var að lesa sér til og setja sér, hvað ætti að gera. Þekkingin, sem ég sótti í sálfræðibækur móður minnar ungur maður, átti eftir að reynast mér gagnleg. En starfssviðið var hið sama og ég hafði byggt upp suður á Keflavíkurvelli í sextán ár og sex ár hjá Isal - að meta starfshæfni manna. Hjá Isal hafði ég geymt allar umsóknir í viku, leitaði meira að segja til Saksóknara ríkisins, hvort við- komandi væri á sakaskrá. Starfs- ráðning er fjár- festing af hálfu fyrirtækis, ábyrgð- in var mín - og ég réði ekki vafa- sama menn til starfa. Annaðhvort passaði viðkom- andi inn í starfið eða ekki, svo ein- falt var það. Endurhæfingar- ráð hafði sáralítið yfir mér að segja. Ég varð að finna leiðina sjálfur og var fær um það - að eigin dómi. Ég skildi aldrei við fólk grátandi. Maður verður að bera umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum, líka að treysta eigin dómgreind - hafa sjálfstraust og vinna starfið af alúð. Ég á góða kunn- ingja meðal þeirra sem voru unglingar á Reykjalundi á þessum árum, sem síma oft til mín. Guðmundur Löve gerði töluvert að því að koma fólki í vinnu, hann átti að taka við þessu starfi, en hafði alltof mikið að gera. Hann var á fundinum þegar ég var ráðinn. I mörg ár kom ég fólki í vinnu og þjálfun. Endurhœfing öryrkja Ég lagði til að Múlalundur yrði notaður sem endurhæfingarstaður fyrir öryrkja í þrjá mánuði. Um 90 manns störfuðu í Múlalundi þegar flest var. Skjólstæðingum mínum kom eilíflega á óvart að þurfa að hætta þar og fara út á vinnumarkaðinn. Ferlið var nokkurn veginn svona: - Heyrðu, verð ég að hætta í Múlalundi? Já, þú ert með bréf upp á það. En er ég fær um að fara á vinnustað? Þá kom í hlut minn að hjálpa viðkomandi að standa fyrir máli sínu, ef hann gat það ekki þá svaraði ég fyrir hann. Endurhæfingarráð var lagt niður 1982, en átta svæðisstjómir settar upp umhverfis landið. Asta Eggertsdóttir var ráðinn svæðisstjóri Reykjavíkur og ég átti að vera hennar hægri hönd. Ásta gaf mér verkefni, lét mig búa til skýrslur og skrifa reglugerðir um verndaða vinnustaði. Ég var ritari nefndarinnar, en ýmislegt sem nefnd- in lagði til gerðist ekki. Mér fannst ég aldrei geta tekið á málum eins og ég hefði getað. Þetta var tímaeyðsla, engin framtíð og þess vegna sagði ég upp. “Þú getur ekki hætt, við gefum þér kost á hálfsdagsvinnu,” var þá sagt í félagsmálaráðuneytinu og ég hélt áfram. Eftir því sem árin liðu tók ég eftir breytingu á þeim sem komu til mín. Fjöldinn var sá sami, en færri og færri voru hæfir til að takast á við störf. Nýju geðlyfin, sem sjúklingar fengu ávísun á, höfðu þau áhrif að þeir sýndust meira hæfir. Fólkinu leið betur, en það hafði hvorki öðlast nýtt líf né nýja hugsun. Veikleiki þess var eins og falinn eldur. Það er tilhneiging hjá fagfólki að nota lyfin sem staf - til að útskrifa fólk út í lífið. Fagfólk á sjúkrahúsum, sem hefur umsjón með sjúklingum og skip- ar þeim fyrir svo og svo lengi, hættir til að heilaþvo viðkomandi. Allt sjálf- stæði og frumkvæði er tekið af fólki sem er búið að vera á lyfjum í mörg ár - það er orðið að stofnanafólki - og langan tíma tekur að virkja aftur vinnugetu þess og kraft til að standa á eigin fótum. Við getum ekki ætlast til að stofnanafólk sem sjúkrahús og læknar hafa svipt öllu frumkvæði um árabil - geti allt í einu farið að hugsa sjálfstætt. Fólk sem er veikt fyrir og haldið óskhyggju um að aðrir leysi málin fyrir sig, þarf meiri þjálfun. Ég sagði því við þetta veikburða fólk: Komið FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.