Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 11
77 ára aldurs. Orsök uppsagnar minnar voru viðbrögð skrifstofu- stúlknanna þegar þær heyrðu hvað ég var gamall: “Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir svona gamall!” í orðunum lá ásökun um vanhæfni - vegna aldurs. Ég gat ekki starfað við slíkar aðstæður, þótt ég ætti auðvelt með að leysa starf mitt af hendi og væri hluti af ferlinefnd, með það markmið að móta lög og reglugerðir. Það var enginn gleðskapur þegar ég hætti. I lokauppgjörinu við mig þurftu þeir ekki að óttast, að ég færi fram á meira en mér bar. Ég hafði það nefnilega eins og skipstjórarnir, logga allt niður! I loggbókina mína skrifaði ég allt niður, sá nákvæmlega hvert ég fór og hvað ég gerði. Annað hefði aldrei hvarflað að mér en hafa allt rétt. Ég kann nefnilega ekki að ljúga. Mér finnst hörmulegt til þess að vita, að skrifstofa mín skuli enn standa óhreyfð með öllum mínum starfs- gögnum. En þegar enginn starfsmaður tekur við starfinu. þá standa vinnu- plöggin óhreyfð. Ég vann sjö árum lengur en ég átti að gera, konan mín var að verða veik, ég hefði því átt að hætta fyrr. A móti kemur, að ég var eini starfsmaðurinn á þessu verksviði. Frá því að ég hætti störfum, má segja að ég hafi unnið að sam- antekt um fyrri störf. I mörg ár hef ég setið í ritnefnd og fjárhagsnefnd varðandi bók sem tekur á ferlivanda öryrkja. Bókin er nú að koma út og ber heitið: AÐGENGIFYRIR ALLA - handbók fyrir hönnuði og arkitekta. Já, ég lærði mikið þessi 23 ár - og margt sem ég heyrði og gerði var trún- aðarmál. Þegar ég var verslunarstjóri suður á velli var ákaflega margt í þeirri verslun sem íslendingar ásæld- Hlerað í hornum I útvarpsþætti fyrir skömmu var kennari einn spurður að því hvort hann yrði mikið var við vestfirskan framburð nemenda sinna, en kennar- inn kenndi einmitt fyrir vestan. Svarið var: “Ég sé hann nú ekki mikið, en ég sé hann þó hjá sumum”. * * * Kær vinkona ritstjóra eystra sagði honum þessa litlu sögu af meintum “ellimörkum” eiginmanns síns. “Ég fór eins og svo oft seinna að sofa en ust, en ég leyfði aldrei konu minni og börnum að koma og sjá. Ég talaði aldrei um mitt starf suður frá. Á sama hátt tók ég aldrei heim með mér vandamál allra öryrkjanna sem ég tók á móti. Ég lýsti aldrei skjólstæðingum mínum, hvað sem þeim leið illa - eða ábyrgðinni sem hvfldi á mér, en hún var oft þrúgandi. Ég varð að fá eitt- hvað til að dreifa huganum - þess vegna fékk ég mér 200 hænsni í gjána hérna - og þegar ég fór að tala við hænumar mínar var ekkert Endurhæf- ingarráð til. Ég held að ég hafi haft vit á að hugsa rökrétt. Ábyrgðin var mín, ég varð að vita hvar skóinn kreppti, þess ektamakinn og þegar ég brá mér undir sængina hjá honum kvartaði ég sáran undan því hvað mér væri kalt. Held- urðu að hann rjúki ekki upp úr rúminu og segist skuli fara eins og skot og laga miðstöðina”. * * * Góð vinkona ritstjóra var að spyrja hann út í helti hans en hann sagði sem var að hann hefði slitið á sér hásinina. Hún leit sposk á hann og sagði. “Jæja, verra gat það verið. Það hefði nú verið ólíkt lakara ef þú hefðir brotið í þér málbeinið”: vegna horfði ég sálfræðilega á skjól- stæðing minn. Spurði sjálfan mig: - Hvernig er þessi maður? - Hvernig hugsar hann? - Er hægt að bjarga hon- um? Forn-Grikkir vissu, að sérhver maður verður að hafa vilja til að standa sig og sögðu: Sjúklingur, græddu þig sjálfur! Líkami, græddu þig sjálfur! Þú ert með lausnina, þú getur gert þetta sjálf- ur. Þetta er enn jafnmikið í gildi og það var þá.” Oddný Sv.Björgvins. * * * Einu sinni var nemandi í framhalds- skóla spurður að því hvort hann vissi hvað þinghelgi væri og það stóð ekki á svarinu.: “Það þýðir að þingmenn eru friðaðir um helgar.” * * * Og enn ein speglasaga og aftur að tvíburum. Þeir voru afar líkir tví- burabræðurnir Arnar og Indriði og einu sinni lítur Arnar í spegil sem oftai' en kallar svo í afa sinn og spyr: “Afi, er þetta Indriði eða ég?” Sögulegur aðdragandi og þróun í ferlimálum að hluta: a) 26.9.1978 var samþykkt á fundi borgarráðs Reykjavíkur að skipa nefnd til að vinna að lögum um úrbætur í málefnum fatlaðra. b) 29.9.’78 er skipuð Alfanefnd Reykjavíkur til að sinna ferlimálum hreyfihamlaðra sem starfar út kjörtímabilið. c) 22.5.’82. Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta gera úttekt á nauðsynlegum endurbótum á opinberu húsnæði til að auðvelda hreyfihömluðum aðgang... d) 28.1’82 fundar Alfanefnd um flutningsmál fatlaðra, þ.e. Ferðaþjónustu fatlaðra. e) haustið ’82 er skipuð samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á vegum félagsmálaráðuneytisins. f) 23.3.’83 samþykkt lög um málefni fatlaðra. Úrdráttur úr 22. grein: “Svæðisstjórnir skulu hafa eftirlit með að aðgengi fatlaðra verði sem best tryggt við byggingu nýrra vinnustaða, og gera tillögur um hvernig breyta megi eldri vinnustöðuni í sama tilgangi.” g) 6.3.’84. Félagsmálaráðuneytið beinir því til sveitarstjórna að þær hlutist til að skipuð verði samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra í viðkomandi sveitarfélagi. h) nóvember ’84 lögð fram skýrsla unnin af Húsameistara ríkisins í samvinnu við ferlinefnd fatlaðra. i) 14.11. ’87. Bókun frá bæjarstjórn Akureyrar: “... að teikningar af byggingum sem almenningi er ætlaður aðgangur að, verði yfírfarnar af tveim fulltrúum ferlinefndar, áður en þær verði lagðar fyrir bygginganefnd.” k) 1.8.’89 tók ný byggingareglugerð gildi með þau nýmæli “ - að uppfylla kröfur um aðgengi fatlaðra. AÐGENGI FYRIR ALLA - handbók fyrir hönnuði og arkitekta kemur út á þessu ári. Að baki henni liggur 7 ára vinna. Carl bindur miklar vonir við bókina. fréttabréf öryrkjabandalagsins 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.