Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 15
félagsmálaráðuneytis með spurninga- lista um almennt aðgengi, sent hinum ýmsum aðilum m.a. prestum landsins og svo hins vegar frá bréfi þeirra Helga Hróðmarssonar og hennar til aðildarfélaga bandalagsins vegna nefndarstarfs í félagsmálaráðuneyti um tómstundir, listir og menningarlíf fatlaðra. 4. Fjárhagsáætlun bandalagsins fyrir árið 1999 Garðar varaformaður gerði grein fyrir tillögu framkvæmdastjórnar að fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og skýrði hina ýmsu liði hennar í fjarveru gjald- kera, Hafliða Hjartarsonar, sem var veikur. Prósentuskipting milli Hús- sjóðs og Öryrkjabandalags af áætluð- um tekjum frá Islenskri getspá var 55 ámóti45. Rekstrarafgangur var upp á rúmar 3 millj. kr. Miklar umræður urðu um fjárhags- áætlunina og m.a. var gagnrýnt of lágt framlag til Vinnustaða Öryrkjabanda- lagsins og enn þyrfti aukið fé í kjara- og kynningarmál. Upplýst var þó að auglýsingaátakið í febrúar upp á nær 1,5 millj. kr. hefði verið greitt af afgangi fyrra árs. Gísli Helgason flutti tillögu um jafna skiptingu 50% til Hússjóðs og ÖBI. Mikil umræða fór fram um vægi húsnæðis í þörfum öryrkja og vinnu hins vegar og sýndist sitt hverjum. Margir töldu að opinberir aðilar ættu alfarið að sjá um mál eins og húsnæð- ismál, en á það bent á móti hvert neyðarástand þá mundi ríkja miðað við biðlista hjá Hússjóði nú upp á á fjórða hundrað manns. Ábending kom fram um að fjárhagsáætlun ætti að afgreiðast miklu fyrr, helst fyrir áramót ár hvert. Hafdís Gísladóttir kom síðan með tillögu um skiptingu upp á 47,5% til ÖBÍ og 52,5% til Hússjóðs og við- bótin færi til Vinnustaða ÖBÍ 1,3 millj. kr., til kynningarmála 1 millj. kr. og 1 millj. kr. í hækkun á styrkja- upphæð. Sami rekstrarafgangur. Til- lagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 5. Kjaramál. Garðar kynnti nokkur helstu atriði úr skýrslu for- sætisráðherra um stöðu öryrkja sem dreift var rétt fyrir þinglok og all- nokkur umræða var um á Alþingi. Hann rakti ýmsar meinlegar mis- sagnir í skýrslunni og villandi álykt- anir sem þar væru dregnar, þó margt væri þar upplýsandi. M.a. væri reikn- að út frá dæmigerðu tilviki, öryrkja um fimmtugt með meðallaun frá tvítugu og þar með áunninn drjúgan rétt í lífeyrissjóði. Ut frá þessu dæmi- gerða tilviki væri svo samanburður tekinn við kjör öryrkja á Norðurlönd- um og þannig fengin hagstæðari útkoma. Hækkun heimilisuppbótar væri annað dæmi, þar sem ekki væri til þess tekið tillit, að inn í hana hefðu verið fengin áður áunnin fríðindi varðandi útvarp og síma. Garðarminnti einnig á ummæli forsætisráðherrra um þessi mál sem bentu til annars en vitneskju um veruleikann. Svohljóðandi tillaga var svo samþykkt samhljóða í lokin: Öryrkjabandalag Islands Iýsir yfir vonbrigðum vegna þeirrar myndar sem forsætisráðherra hef- ur kosið að draga upp af kjörum öryrkja. Sérstaka undrun vekur að hann skuli í skýrslu sinni til Alþingis um stöðu, aðbúnað og kjör öryrkja leggja til grundvallar, að hinn dæmigerði öryrki fái 87 þúsund krónur á mánuði í greiðslur úr lífeyrissjóði (sjá bls. 15) og fyrir bragðið séu kjör öryrkja almennt betri hér en á hinum Norðurlönd- unum. Staðhæfingar þessar eru ekki aðeins fjarri öllum sanni heldur nægir að vísa í sömu skýrslu til að sjá hve fráleitur málflutn- ingur hér er á ferð (sjá m.a. svar við spurningu 7 á bls. 8). Öryrkjabandalag Islands fer þess vinsamlegast á leit við for- sætisráðherra að hann opni augun fyrir þeirri neyð sem við blasir og bregðist við með uppbyggilegri málflutningi en viðhafður var gagn- vart þingi og þjóð þann 11. mars sl. Öryrkjabandalagið mun innan skamms gera nánari grein fyrir afstöðu sinni til skýrslu forsætis- ráðherra. Ályktun þessi var send forsætis- ráðherra og fjölmiðlum. Fleira var ekki á dagskrá. Fundi var slitið um kl. 19.30. Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags fslands 11. maí sl. í fundarsal að Hátúni 10 og hófst kl. 16.40. Formaður, Haukur Þórðarson, bauð fólk velkomið og þá sérstaklega þau þrjú sem nú sátu sinn fyrsta stjórnarfund, en þau voru: Friðgerður Guðmundsdóttir frá MND félaginu, Jón Sveinsson frá Félagi nýrnasjúkra og Sigurrós M. Sigur- jónsdóttir frá Sjálfsbjörg. Hann færði Félagi heyrnarlausra sérstakar hamingjuóskir í tilefni af hinum markverða dómi Hæstaréttar um táknmálstúlkun sem frá er greint annars staðar. Hafdís Gísladóttir fagnaði þessum dómi, sem eftir væri tekið víða í Evrópu í heimi heyrnarlausra. Tákn- málstúlkun sjálfsögð mannréttindi skv. dómnum. 1. Yfirlit formanns. Formaður flutti því næst yfirlit sitt og gat þess að frá síðasta stjórnarfundi hefðu verið haldnir 3 framkvæmda- stjómarfundir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.