Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 17
AF VINAHJÁLP I GERÐUBERGI s hryssingslegu og köldu síðdegi í apríl sl. lögðum við Guðríður Ólafsdóttir, félags- málafulltrúi okkar, leið okkar upp í Gerðuberg m.a. til að finna forstöðu- konu félagsstarfsins svo og þær Vinahjálparkonur sem við vissum að áttu þarna öruggt athvarf á þriðju- dögum í viku hverri. Það var sannarlega gott að koma inn í hlýjuna í Gerðu- bergi og ekki var hlýj- an minni í móttökun- um hjá Guðrúnu Jóns- dóttur forstöðukonu og ekki orð um það meir. En aðalerindið var nú að fræðast duggunarlítið um Vinahjálp sem raunar hefur einu sinni áður verið lítillega kynnt hér í Fréttabréfinu þegar þær góðu konur færðu Tölvumiðstöð fatlaðra höfðinglega gjöf. Fyrst um Vina- hjálp. Það er rík ástæða eða ástæður til þess að þessara góðu og gjöfulu kvenna sé getið hér, því þegar ég frétti af þeim nú um páskana höfðu þær nýlega reitt af hendi álitlegar fjárhæðir til tveggja félaga okkar. Þegar litið er til þess og liðinna ára er ljóst að framlög Vina- hjálpar til aðila í fötlunargeiranum skipta milljónum án þess að farið sé að rekja framlög hvers árs enda þeim Vinahjálparkonum lítt að skapi að hafa hátt um góð verk þeirra. að voru þær Doris J. Tómasson og Magnea Waage sem spjölluðu við okkur Guðríði og fræddu okkur. Stofnunina í janúar 1963 má rekja til þeirrar hugmyndar þriggja sendiherra- frúa að fá konur í sendiráðum hér og íslenskar konur til að efna til nánari kynna með því að hittast, sauma, spila bridge og aðstoða konur nýkomnar til landsins og nota þá peninga sem söfnuðust til góðra verkefna. Góður og sterkur kjarni hefur ætíð haldið félaginu gangandi. Þess má svo geta til gamans að Doris Briem sendiherra- frú hefur verið formaður félagsins frá 1972 (þegar fyrst var tilnefndur for- maður) og er nú 97 ára og örugglega elsti félagsformaður á landi hér, and- lega vel ern. Saumahópurinn sem við Guðríður sáum að störfum og töfðum þær Doris og Magneu frá hittist í mörg ár í Coca-Cola byggingunni Haga, en nú um fimm ára skeið hafa þær átt athvarf sitt hjá Guðrúnu í Gerðubergi og nú hefur Vinahjálp sinn fasta þriðjudagssess í dagskrá félagsstarfs- ins. Bridgehópurinn (spilað á 10-12 borðum) hittist annan hvom miðviku- dag á Hótel Sögu. Þar er greiddur aðgangseyrir þar sem ríflegur hluti fer beint til að styrkja hin ýmsu verkefni. Öllum tekjunum frá saumahópnum, páskahappdrætti sem árlega er haldið, bankavöxtum og einkagjöfum er á hverju ári veitt til hinna þörfustu verk- efna: heimila fyrir fötluð böm, spítala, fæðingarheimila, heilbrigðisstofnana og félagasamtaka s.s. okkar félaga. s Eg náði að sjá yfirlit yfir styrk- veitingar frá 1987 og við laus- lega samlagningu sýndist mér framlög Vinahjálpar nema á þessum tíma eitt- hvað í kringum - á verðlagi hvers tíma vel að merkja - 7 millj. kr. og geri önnurfélög og fjölmennari betur. Var- lega áætluð mun upphæðin á núvirði vera nokkuð á annan tug milljóna. Þær Doris og Magnea sögðu konur frá Keflavíkurflugvelli oft hafa verið með sér s.s. var nú í saumahópnum og þær verið duglegar að selja af- rakstur vinnunnar þar syðra. Þær vildu geta þess að verslanir ýmsar hefðu verið hjálplegar með afganga sem vel hefðu nýst til þess að gera úr gripigóða. Ogauðvitað sögðust þær vinna mik- ið að þessu heima einn- ig. Þær sögðust vera of fáar og farnar að eldast, en eldmóður þeirra þótti okkur Guðríði ekki sýna þann aldur sem um var talað. í lokin vildu þær færa fram hlýjar þakkir til Guðrúnar og hennar fólks í Gerðubergi og við Guðríður færum á móti þakkir frá öllum þeim okkur tengdum sem notið hafa afrakst- urs þessara ágætu og fómfúsu kvenna, en það em a.m.k. 3/4 hlutar af heildarfram- lögum og það munar um minna. Kærar þakkir konur góðar. Við spjölluðum svo yfir kaffibolla við hana Guðrúnu Jónsdóttur sem m.a. sagði okkur frá ágætu sam- starfi hennar og þeirra Magnúsar Pálssonar og Brynju Arthúrsdóttur félagsráðgjafa á Reykjalundi varðandi fólk sem þaðan kæmi úr endurhæf- ingu og vildi ná áttum út í lífið á ný. Áfram heldur Guðrún sínu striki varðandi öryrkja undir aldri í félags- starfinu enda má ekki kalla þetta leng- ur félagsstarf aldraðra í Gerðubergi eins og ritstjóri mun síðast hafa gerst sekur um, aðeins félagsstarfið í Gerðubergi en aðeins ekki hið rétta orð um þá blómlegu starfsemi og fjöl- breyttu sem þar fer fram. Hrollur aprflnæðingsins var löngu á bak og burt þegar við héldum á brott enda annaðhvort eftir yljandi fróðleik og allar móttökur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.