Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 34
Greiningar- og ráðgjafarstöð rrkisins, Fötlunarsvið 4; Einhverfa og málhamlanir STARFSNÁM Á ÍSLANDI OG í NOREGI Ráðgjöf vegna barna með einhverfu - Heildræn atferlismeðferð byggð á kenningum Dr. Ivars Lovaas. / Aíslandi fæðast rúmlega 4000 böm á ári hverju. Niðurstöður rannsókna á algengi einhverfu á íslandi 1984 - 1992 sýna að 7 af hverjum 10.000 greinast með ein- hverfu og 10,4:10.000 ef ódæmigerð einhverfa er talin með. Þetta eru hærri tölur en áður hafa þekkst á Islandi. Börn með ódæmigerða ein- hverfu þurfa að öllu jöfnu á sömu meðferð að halda og börn með ein- hverfu. Orsakir einhverfu eru að mestu óþekktar og horfur hafa verið taldar frekar slæm- ar, það er að segja aðeins örfáir ná að lifa sjálfstæðu lífi. Þó hafa rannsóknir Lovaas (1987) orðið til þess að ekki erkveðiðjafn fast að orði og horfur taldar betri með öflugri atferl- ismeðferð. Þegar grunur um einhverfu eða skyldar fatlanir vaknar, er börnum vísað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fötlunarsvið 4; Einhverfa og málhamlanir en þar starfa greinar- höfundar. Auk þeirrar greiningarþjón- ustu og fyrstu ráðgjafar sem stofnunin hefur veitt hingað til mun hún nú einnig veita ráðgjöf um meðferð, fræðslu og sinna rannsóknum vegna barna með einhverfu og skyldar fatlanir. Ráð- gjafarþjónustu þessari var um áraraðir sinnt af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans en er nú á ábyrgð Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Agnes Elídóttir, þroskaþjálfi Guðný Stefánsdóttir, yfi rþ roskaþjálfi Vegna nýfengis hlutverks Grein- ingarstöðvar og þörf fyrir þekkingu á ráðgjöf í atferlismeðferð á Fötl- unarsviði 4, ákváðum við að leggja áherslu á þann þátt í starfi okkar. Með góðum stuðningi sviðs- stjóra sviðs 4, forstöðumanns Greiningarstöðvar og Sigríðar Lóu Jónsdóttur, sálfræðings, gerðum við ráðgjafanám í atferlismeðferð að veruleika. Alþjóðlegt rannsóknarverk- efni (The Multi - site Young Au- tism Project): Með rannsóknum sem birtust 1987, sýndi Dr. Ivar Lovaas fram á að börn með ein- hverfu tóku verulegum framförum eftir að hafa fengið einstaklings- bundna heildstæða atferlismeðferð í 40 stundir á viku í tvö ár eða leng- ur. Árangur meðferðarinnar reynd- ist viðvarandi. Niðurstöður rann- sóknarinnar vöktu mikla athygli, en einnig kom fram ábending um þörf á endurtekningu. Ákveðið var að endurtaka rann- sóknina þar sem fleiri aðilar kæmu að. Dr. Lovaas fékk meðal annars styrk frá National Institutes of Men- tal Health til að skipuleggja hlið- stæða rannsókn, The Multi-site Young Autism Project, sem hófst árið 1994. Rannsóknin er nú fram- kvæmd með þátttöku fjölmargra rannsóknaraðila á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og í Evrópu, meðal annars á Islandi og í Noregi. Yfirstjórnendur rannsóknarinnar eru þeir Dr. Ivar Lovaas,við Kalifomíu- háskóla í Los Angeles (UCLA) og Dr. Tristram Smith, Washington State Uni- versity. Við UCLA hefur Dr. Lovaas og samstarfsfólk hans þróað yfirgrips- mikla og heildstæða atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu og skyldar þroskaraskanir. Rannsóknin á Islandi (Iceland Young Autism Project-IYAP): Árið 1995 hóf Sigríður Lóa Jóns- dóttir, sálfræðingur rannsókn hér á landi (Iceland Young Autism Project - IYAP) ) sem tengist alþjóðlegu rann- sókninni. Hafði Sigríður Lóa þá lokið sérhæfingu hjá Dr. Lovaas. Fram að þessu hafa 6 börn hafið þátttöku í rannsókninni hér á landi og hafa þau öll tekið hraðari framförum eftir að meðferð hófst. Meðferð barn- anna fer frarn á leikskólum og á heim- ilum þeirra, með þátttöku foreldra. Þjálfarar bamanna hafa einkum ver- ið þroskaþjálfar og B.A. sálfræði- nemar. Ráðgjafanám á Islandi og í Noregi: I byrjun árs 1998 hófum við undir- ritaðar nám sem gerir okkur kleift að sinna ráðgjöf vegna atferlismeðferðar fyrir börn með einhverfu, skipuleggja meðferð ásamt því að veita foreldmm og fagfólki fræðslu og þjálfun til að sinna meðferð af þessu tagi. Leiðbeinendur okkar í náminu eru Sigríður Lóa Jónsdóttir og Dr. Svein Eikeseth, sálfræðingur og stjórnandi Multi - site rannsóknar í Vestfold í Noregi. Náminu er skipt í þrjú stig, þjálfari Agnes Elídóttir Guðný Stefánsdóttir 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.