Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 37
Margeirsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson og Ólöf Ríkarðsdóttir. Og þá er það ljóðið góða hennar Helgu: Draumur og veruleiki Mig dreymdi draum þar sem lítil falleg stúlka elti mig á röndum, en ég vildi ekkert með hana hafa. Hún brosti, dansaði og gerði sér dælt en ég hörfaði alltaf frá henni en leið samt ekki vel með það. í draumnum skildi ég ekki af hverju ég kom svona illa fram við þessa stúlku, sem var svo kát og skemmtileg. Og er ég vaknaði fann ég fyrir sorg þess vegna. Nokkrum vikum síðar rann upp fyrir mér Ijós að þessi litla stúlka sem ég vildi ekkert með hafa var ég sjálf. Síðan þá hefi ég faðmað hana og verið góð við hana því hún á það skilið. Helga Aðalsteinsdóttir. Héðan eru færðar hlýjar heillaóskir til Hringsjár og allra þeirra er þar fræða og nema fyrr og síðar. H.S. Ásgeir Árnason kennari: Ásta Þótt hún horfðist í augu við fjandafjöld henni féllust ei hendur, vék ekki um spönn. Jafnvel er ævinnar komið var kvöld og kraftarnir þurru var óslitin önn allt hennar líf. Hún var öðrum hlíf, einstök, heilsteypt og sönn. Sá er hugsar án afláts um annarra hag, hvert andartak, hann er bestur. Sá er ann sér ei hvíldar einn einasta dag sem er hann á jörðinni gestur en skilyrðislaust með skipandi raust heimtar skerf þeirra smæstu, - er mestur. Því var ekki öllum svo auðvelt að tjá sinn einlægan harm er hún lést, þessi einstaka kona er allir þeir dá sem örlögin léku verst, þeirra sorg er svo sár. Þeirra saknaðartár sýna að þeir þekktu hana best. Asgeir Arnason Ljóðið birtist áður í Lesbók Mbl. Davíð Art Sigurðsson: Þegar Ijóð eru Formálsorð: Á liðnu ári gaf þrítugur Reykvík- ingur, kvæntur þriggja barna faðir í Breiðholtinu, út ljóðabók sem hann nefndi: Þegar ljóð eru. Listataug Davíðs Arts er drjúg, því hann er einnig menntaður í klassískum söng. Við formlega vígslu félagsmiðstöðvar Geðhjálpar að Túngötu 7 flutti Davíð Art, en Art er lista- mannsnafn hans, tvö ljóða sinna úr ljóðabókinni og var gjörður að góður rómur. Hér á eftir fara þrjú önnur ljóð Davíðs Arts sem hann leyfði ritstjóra vinsamlegast að birta. Kveðja líkt og blóm skaltu næra sjálf þitt svo andinn megi dafna og færa þér fegurð lífsins Kvöldganga spegilmyndin í tjörninni stekkur Ijóta andarunganum á flótta vinur minn vindurinn gárar vatnið og losar mig við ímynd sem ég óttast inni í mér hefur svanurinn sig til flugs Leiðsögn röddin sem aldrei talar til mín upphátt röddin mín hún leiðir mig hverja stund í allan sannleikann um sjálf mitt og ég hlusta og trúi og treysti og þakka fyrir lífið og Ijósið í hringnum Davíð Art Sigurðsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.