Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 41
Uppbætur
og einstæðir
foreldrar
✓
Imars sl. var kveðinn upp afar
athyglisverður úrskurður í
tryggingaráði varðandi rétt ein-
stæðra foreldra til heimilisupp-
bótar og sérstakrar heimilisupp-
bótar, réttur sem við höfum í raun
talið sjálfgefinn í samræmi við
lagagreinina hér um og ótvíræð-
an anda hennar.
Túlkunin áður í Trygginga-
stofnun sem í raun hefur hlotið
ákveðna blessun bæði trygginga-
ráðs og ráðuneytis tryggingamála
hefur hins vegar verið sú að
skilyrði til þess að hljóta slíkar
uppbætur félagslegrar aðstoðar
væri það að viðkomandi byggi
einn og auðvitað býr og er enginn
einn sem er með böm sín hjá sér.
En af því að lagagreinin gengur
nú út á, að viðkomandi sé synjað
vegna fjárhagslegs hagræðis af
sambúð við annan aðila þá hefur
okkur þótt túlkunin með miklum
endemum og fátt eins mikið út í
hött, þó enginn dragi gæfuaukann
í efa að eiga börn og hafa þau hjá
sér. Hver ráðherrann af öðrum
hefur talið þetta með öllu ófært,
en aldrei verið hreyft við fyrr en
nú að loks er tekið af skarið. Vit-
að er að þessi úrskurður trygg-
ingaráðs um að einstætt foreldri
skyldi njóta beggja þessara upp-
bóta, heimilisuppbótar og
sérstakrar heimilisuppbótar, frá
og með 1. mars sl. ef annað aftr-
aði ekki í tekjutengingu, þessi
úrskurður var upp kveðinn í
samráði við eða að tilhlutan ráðu-
neytis tryggingamála eða í raun
heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra.
Vissulega er þetta mikilvægur
sigur þó ugglaust þyki
ýmsum sem afturvirkni hefði átt
að koma til samkvæmt eðli
málsins og því að í raun er verið
að fallast á að túlkunin sé rétt nú
en hafi áður kolröng verið s.s. við
höfum ætíð haldið fram. Sjálf-
sagt munu menn til í að láta á það
reyna og það er þá vel. En meg-
inatriðið sem nú snýr að okkur
og enn frekar þá að öllum þeim
einstæðu foreldrum sem rétt eiga
og hafa átt, að þeir sæki þennan
rétt sinn nú þegar ákvörðun um
rétta túlkun hefur loks verið
tekin.
Við höfum leitað eftir því hjá
forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins, Karli Steinari Guðna-
syni, að einstæðir foreldrar fái
frá stofnuninni vitneskju beint
um þennan möguleika, því
sjálfkrafa er hann ekki, umsókn
þarf til að koma. Forstjóri og
lögfræðingur lífeyristrygg-
ingadeildar sem við Guðríður
Ólafsdóttir ræddum við um þessi
mál tóku mjög vel í það að öllum
þeim einstæðu foreldrum, sem
ekki hefðu fengið þessar
uppbætur vegna fyrri túlkunar,
yrði tilkynnt það að nú yrði
umsókn þeirra um uppbætur
þessar afgreiddar og samþykktar
og því yrði um þær í snatri að
sækja.
Við vonum svo sannarlega að
við þetta verði staðið svo allir fái
sitt refjalaust. Itrekuð skal sú
meining okkar að um afturvirkni
hefði átt að vera að ræða og við
ekki búin að afsala okkar fólki
einu eða neinu í því sambandi.
Hitt er jafnsjálfsagt að fagna því
að loks skuli réttlætið að fullu ná
fram að ganga frá og með 1 .mars
sl. og þar með eitt af brýnum
baráttumálum okkar komið
þannig í heila höfn til framtíðar
horft.
H.S.
Öfugmælavísur
Elínar
Hér kemur seinni hluti hinna ágætu
öfugmælavísna frá Elínu Þorbjarnar-
dóttur fengnar.
Krumma sá í krambúð ég
kaupa varning nýjan,
út á borðið elskuleg
að honum rétti krían.
Prúðbúinn ég piltinn sá
prjóna í lýsistunnu.
Friðarsinnar flugust á
og fuglar garnið spunnu.
Prestar syngja í púnsglasi,
púkum hrinda úr nágrenni,
smíða tinda úr tóbaki,
tæta úr syndum bandreipi.
Séð hef ég flóna flóa mjólk,
fallega músin hey upp bar,
kýrnar steypa kerti úr tólk,
kjötið sjóða rjúpurnar.
Séð hef ég hanann hörpur slá,
hestinn organ troða,
fílinn smíða fínan Ijá,
flærnar brauðið hnoða.
Séð hef ég kapalinn eiga egg,
álftina folaldssjúka,
úr reyknum hlaðinn vænan vegg,
úr vatninu yst er kjúka.
Séð hef ég kýrnar vinda voð,
veiðibjöllu steikja roð,
lóminn þamba sjóðheitt soð,
selinn éta úr básum moð.
Séð hef ég köttinn syngja á bók,
selinn spinna hör á rokk,
skötuna elta skinn í brók,
skúminn prjóna smábandssokk.
Séð hef ég páska setta um jól,
sveinbarn fætt í elli,
myrkur bjart, en svarta sól
synda á hörðum velli.
Tíkin las á tölvuna,
tjóðrið vindinn hefti,
vitið sprengdi völvuna,
vatnið húsið refti.
Tíndi ég ber á tærum ís,
tók mér far með kletti.
í heitum loga helst allt frýs.
Hani varð að ketti.
Kærar þakkir lesenda.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41