Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Page 42
Skýrsla
um einhverfu
Hingað hefur á borð borist
hin ágætasta skýrsla frá
Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins sem heitir: Þjónusta
við börn og ungmenni með ein-
hverfu.
Ekki eru tök á því hér að gjöra
þessari skýru
skýrslu skil, að-
eins getið um
kaflaheiti og lít-
ið meira.
Fyrsti kafl-
inn er um gagn-
tækar þroska-
raskanir en
helstu flokkar
þeirraeru: Ein-
hverfa. Ódæmi-
gerð einhverfa.
Ofvirknirösk-
un ásamt
þroskahömlun
og stegldum hreyfingum. Asperg-
erheilkenni. Upplausnarþroska-
röskun. Rettsheilkenni.
Síðan er fjallað um faralds-
fræði þessara þroskaraskana. Þar
kemur m.a. fram að algengi á
einhverfurófinu s.s. það er nú
kallað sé áætlað 5-6 af hverju
þúsundi. Þá er fjallað um þátt
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar-
innar í greiningu á einhverfu 1986-
1996 m.a. dagdeildarþjónustu,
sem nú hefur verið lögð niður.
Varðandi svo aukið hlutverk vegna
einhverfu 1996-1998 kemurfram
að vettvangur fagteymis í þjónustu
við einhverfu er nú á Greiningar-
og ráðgjafarstöð. Síðan er fjallað
um breytt skipulag og fjölgun
stöðugilda hjá stöðinni.
Fjallað er um greiningarkerfið
með tilliti til yngstu barna sem
fróðlegt er um að lesa.
á er næst kaflinn: Ný verkefni
- Hvað er framundan? - þar
sem m.a. kemur fram að mark-
miðið sé heildstæð þjónusta alla
ævi. Uppbygging samstarfs,
fræðsla, rannsóknir er svo efnið í
þessum kafla og nefnd forgangs-
verkefni í rannsóknum: Greining,
flokkun og faraldsfræði. Klíniskar
rannsóknir. Önnur forgangsverk-
efni í líf- og
læknisfræði.
Árangur með-
ferðar.
Næst er svo
rætt um for-
gangsröðun og
takmörkun
þjónustu þar
sem sagt er að
“á meðan ekki
hafa verið ráðnir
fleiri starfsmenn
til að þjóna ein-
staklingum með
einhverfu sé
ljóst að ekki verður hægt að
bregðast við öllum óskum um
greiningu, ráðgjöf eða eftirfylgd”,
en öll spjót standi á stöðinni að
veita umbeðna þjónustu. Síðan er
bent á í kaflanum um þjónustu
sveitarfélaga að hin lagalega
ábyrgð sé þeirra við að byggja upp
faglega þjónustu við böm í leik- og
grunnskólum.
I lokin eru svo dregnar saman
ákveðnar niðurstöður af því sem að
framan hefur verið sagt þar sem
brýn þörf Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar fyrir a.m.k. þrem
viðbótarstöðugildum er vel rök-
studd.
Ábyrgðarmenn þessarar skýrslu
eru Evald Sæmundsen sem er
sviðsstjóri fyrir einhverfu og mál-
hamlanir hjá G.R. og svo for-
stöðumaðurinn Stefán Hreiðarsson
læknir. Án efa fræddist ritstjóri um
margt af lestri hennar. Hún er
sannarlega góðra þakka verð.
H.S.
Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins
Merki stöðvarinnar.
Steinunn Gísladóttir
Sönn sumarást
s
Eg er svo ástfangin. Eg elska vin
minn. Mér finnst hann svo
fallegur. Eg er svo ung, bara 17 ára.
Núna er kvöld, það er komið miðnætti.
Eg er í sveit fyrir austan fjall, ég var
16 ára þegar ég kom hingað til þess að
vinna við garðyrkjustörf, það heitir víst
að vera kaupakona, ég átti afmæli í
sumar og varð 17 ára. Fólkið sem ég
bý hjá hefur verið mjög gott við mig.
Mér finnst allir góðir héma í sveitinni.
Sumarið hefur verið mjög skemmti-
legt, nú er það liðið. Þetta kvöld er
síðasta kvöldið, á morgun fer ég suður
á mölina eins og sagt er, sem sagt til
Reykjavíkur. Égeraðkveðjavin minn,
ég elska hann svo heitt, við áttum
saman yndislegt kvöld. Vinur minn
hefur svart hár, það er svo góður ilmur
úr því, hann er mjög sterklega byggður
og vöðvastæltur, mér finnst svo gott að
faðma hann að mér og finna hitann frá
líkama hans. Hann er sveitt-ur núna,
það er ekkert skrítið, þvflíkur kraftur
sem hann hefur í líkamanum. Ég horfi
í þessi fallegu dökkbrúnu augu og um
mig fer sælustraumur. Okkur líður svo
vel saman. Vinur minn er alltaf góður
við mig, hann er rólegur en samt
svolítið móður eftir ævintýrið. Golan
er volg og strýkur mér um vangann.
Vinur minn stendur fyrir aftan mig og
ég finn heitan andardrátt hans á hálsi
mínum. Það er svo sárt að kveðja, ég
veit að vinur minn og ég munum ekki
hittast aftur. Ég ætla að fá mér vinnu
þegar ég kem til Reykjavíkur, kannski
hitti ég einhvern strák sem ég verð
skotin í, hver veit. Ég faðma vin minn
að mér og það renna nokkur tár niður
kinnar mínar, “saknaðartár”. Vinur
minn horfir á mig sínum blíðu, dökku
augum og segir ekki neitt. Ég mun
seint gleyma honum. Svona er nú lífið.
Hann lítur á mig stórum augum í
kveðjuskyni. Sörli hneggjar og töltir
út í hagann.
Steinunn Gísladóttir.
42