Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 50
Stúdentagarðar
Draumljóð
Ein lítil leiðrétting - og viðbót
Ekki er það einleikið hversu oft fer á verri veg í vinnslu míns ágæta
blaðs. Auðvitað á ritstjóri að uppgötva þetta við yfirlestur þegar rétt fer
þó frá honum, svo hans er ævinlega ábyrgðin sem hann engan veginn
vill undan skorast.
I litlu, fallegu ljóði saknaðarhreims sem hún María Skagan lét mér í té
féll niður eitt orð í ljóðinu Örlög - orðið þar í fjórðu línu sem mikla
þýðingu hefur þó. Og hér kemur það kórrétt:
Örlög
Forðum ég átti mér frækinn jó
er fór á kostum yfir grund og mó
á heimsenda sá hófagaldur dró
þar undrið söng í ævintýraskóg.
Þá laust mig högg og lífið dó.
Ég á mér ei framar ungan glæstan jó.
En fyrst við erum nú í ljóðum Maríu Skagan á annað
borð þá er ekki amalegt að bæta einu ljóði við.
Sveitungi minn
Líkt og samanbarinn
úr særeknum rekadrumbum
áratuga erfiðismaður
settist hann við orgelið heima
og laðaði kræklóttum fingrum
til flugs allt það sem
mönnum liggur þyngst á hjarta.
Alskyggnum organtónum.
María Skagan.
Hlerað f hornum
Ung stúlka sem taldi sig afar fallega
kom til skriftaföðurins og sagðist
þurfaaðjátaásigsynd: “Éggetekki
slitið mig frá speglinum við að skoða
hina miklu fegurð mína og glæsileika.
Er þetta ekki alvarleg synd?” Þá
svaraði skriftafaðirinn: “Nei, stúlka
mín, þetta er engin synd, þetta er bara
misskilningur.”
+++
Heyrtíútvarpi: “Það er búið að ganga
svo um hnúta”, “Og úr söngtexta:
“Ég fer með hálfan huga.”
+++
Prestur einn, afar klaufskur í orðavali
sagði í líkræðu um látinn sómamann:
“Síðast þegar ég sá hann Jón á lífi var
hann á leið upp stiga. Nú er hann á
niðurleið.”
+++
Sagt er að prestur einn fyrr á öldinni
hafi ekki verið beint tilhaldsmaður í
klæðaburði. Einu sinni komu til hans
menn að sunnan og prestur fór með
þeim til bónda nokkurs sem var með
mikið æðarvarp til þess að skoða
varpið. Prestur var í einstaklega
snjáðum og rifnum jakka og annar
búnaður eftir því. Nú fer bóndi með
þeim í varpið og hverfur prestur frá
þeim en kemur til baka von bráðar og
undrast menn þá í hversu góðum
Ritstjóra ÖBÍ blaðsins barst
snemma vors ábending frá
félaga sínum þess efnis að það væru
þrjár aðgengilegar íbúðir fyrir
hjólastólafólk í Stúdentagörðunum
við Suðurgötu í Reykjavík. Og fannst
honum tilvalið að birta upplýsing-
amar.
Það sem um er að ræða eru tvær
29 fermetra einstaklingsíbúðir á
Skerjagarði, Suðurgötu 121 og ein 58
fermetra einstaklings- eða paraíbúð á
Asgarði, Eggertsgötu 32. Ibúðirnar
eru allar á fyrstu hæð og mjög
aðgengilegar. Aðkoma að bflastæðum
og gangstéttir sem liggja að tilteknum
görðum eru upphituð. Svo eru tvö
bílastæði við Vetrargarða merkt fötl-
uðum og þau eru einnig upphituð.
Rétt til Garðvistar hafa þeir einir sem
stunda reglulegt nám við Háskóla
Islands og sýna eðlilega námsfram-
vindu. Umsóknarfrestur fyrir Garð-
vist á haust- og vormisseri er til 20.
júní ár hvert. Umsóknum skal skilað
á sérstökum eyðublöðum sem liggja
frammi á Skrifstofu Stúdentagarð-
anna. Leigutíminn er eitt ár eða frá
1. september til 31. ágúst og skulu eft-
irfarandi gögn fylgja með: skráning-
arvottorð við HÍ, afrit af skattaskýrslu
síðasta árs og sé sótt um fjölskyldu-
íbúð, skal skila inn þungunarvottorði
ef þess þarf með. Allar frekari upp-
lýsingar eru veittar í síma 5 700 700.
Þessar ágætu upplýsingar voru
gefnar ritstjóra af þeim vísa manni,
Ingólfi Erni Birgissyni ritstjóra
Klifurs og honum vel þakkaðar
ábendingamar.
jakka hann var miðað við hinn snjáða
og spyrja hann hvaðan honum hafi
komiðjakkinn. Prestur var skjótur til
svars: “Ég hafði jakkaskipti við
fuglahræðuna í varpinu”.
+++
Prestur einn fyrir vestan var orðhvatur
vel og eitt sinn er hann var að reka fé
í rétt, ásamt öldruðum föður sínum,
tóku tveir hrútar sig út úr hjörðinni.
Þá kallaði prestur: “Pabbi, nú fara
hrútarnir til helvítis. Hlauptu á eftir
þeim.”
+++
Annar prestur, einnig vestra, var að
segja frá samtali sínu við aldraða konu
sem hann vissi að hafði í meira en
50