Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 53
Kærkomin sending Iapnlbyrjun fékk ritstjóri ágæta sendingu austan frá Hveragerði frá góðvini Fréttabréfsins, Þórhalli Hróðmarssyni kennara. Bréfkorn hans fylgir hér með orðrétt. “Tilefni þessara skrifa eru tvenn: Annað er að það sem ég hleraði í horninu á bls. 45 í síðasta tölublaði Fréttabréfsins um metinginn í hjónakomunum minnti mig á kviðling sem ég gerði fyrir þorrablót í vetur. Hitt er að í sama tölublaði upplýsti ritstjórinn að lítið bærist af óumbeðnu efni. Af framangreindum ástæðum datt mér sem sagt í hug að senda þér áðumefndan kviðling. Ef hjónakornin sem um ræðir hafa verið þú og konan þín mun ég sýna því fullan skilning.” Og svo kom þetta ágæta litla ljóð: Minni kvenna Að Adam gæti ailt eins verið kona. Ýmsir leyfa sér að bulla svona. Víst þótt margir vilji þetta meina, ég veit það kemur hreint ekki til greina. “Þótt hafir, Drottinn, hundinn gert að apa og hljóti æfing meistarann að skapa, að hoppa beint í hápunkt sköpulagsins hefði verið strembin skipun dagsins. Ef falleg kona fyrsti væri maður, fjarska hefðir þú þá orðið glaður, ó, Drottinn minn ég veit þú hefðir varla verið að fúska við að gera karla.” Þórhallur Hróðmarsson. E.s. Kærar þakkir Þórhallur og þú sérð það hér svart á hvítu að ég var ekki hikandi við að birta þetta allt smbr. athugasemdina í lok bréfsins. Hlerað í hornum Sú litla varð svo reið við mömmu sína að hún sagði: “Þegar þú deyrð mamma þá fæ ég mér kók og snakk.” +++ Kerling ein sagði: “Það sem hefur aldrei gerst áður getur alltaf gerst aftur.” +++ Bakarameistari einn danskur var ætíð í heimabæ sínum kallaður bager- mester Jörgensen. Hann var tljótfær og leit stórt á sig. Einn morguninn þegar hann er að flýta sér er konan hans að skúra og kallar til hans að fara frá, því gólfið sé blautt. Þá fýkur í bakarameistarann svo hann gengur að fötunni, sparkar í hana svo allt hellist niður og segir hvasst um leið: “Tror du kone at bagermester Jörgensen vil lade víkja sér úr vegi for en helvedes skolpefade?” +++ tír skýrslu: 8 hættu vegna heilsu- leysis þar af tvær konur vegna barnsburðar. +++ Maður einn dó og fór beint í neðri staðinn. Þar voru eðlilega hinar ýmsu refsingar í gangi og honum boðið að velja. Hann leit í kiingum sig og sá þá gamlan karl sitja með sannkallaða þokkadís í fanginu sem lét mjög vel að honum. “Ég vil fá svona refsingu eins og hann”, var hann fljótur að Lækningalauf Sigurlaugs Formálsorð iðrandi ritstjóra: Sér til mikillar skelfingar sá ritstjóri það að fyrirsögn á fögru ljóði Sig- urlaugs Elíassonar í síðasta blaði hafði lent hið næsta ljóðinu sjálfu með sama letri í þokkabót og þannig í raun runnið saman við ljóðið og engin fyrirsögn orðið. Þó ritstjóri hafi í handriti gengið vendilega frá þessu á réttan hátt tekur hann eðlilega alla ábyrgð á sig á þessum ofurleiðu mis- tökum og biður skáldið auðmjúklega afsökunar á svo ótækri meðferð. En Ijóðið sjálft með sinni hugnæmu fyrirsögn hér birt á ný. Lækningalauf Krukkan með Ijónslappanum lífgar þó altént upp á hilluna, gefur kofaþilinu græðandi styrk. En jafnsléttan orðin mér nógu drjúg fyrir fæti, illfærukynnin endurnýja ég ekki. Telaufið hef ég tínt mér meira til gamans horfi á krukkuna, hita víst ekki teið í sumar. Sigurlaugur Elíasson segja. Þá sagði Satan: “Þetta er ekki hans refsing heldur hennar.” +++ Litla stúlkan togaði í kjól mömmu sinnar og spurði hana svo: “Gaf pabbi þér þennan kjól?” “O, nei hann pabbi þinn gaf mér hann nú ekki og ef ég hefði nú alltaf unað við það sem hann hefur gefið mér, þá ætti ég ekki einu sinni þig.” Svör við gátum bls. 46 1. Sjálfan sig í of miklum hita. 2. Ellin. 3. Bergmálið. 4. Þakskeggið. 5. Ekkert. 6. Jurt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.