Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 49
AÐALFUNDUR ÖRYRKJA- BANDALAGS ÍSLANDS Hinn 6. nóv. 1999 var haldinn þrítugasti og sjöundi aðal- fundur Öryrkjabandalags- ins. Hófst hann kl. 9.30 árdegis og var í Borgartúni 6. Formaður banda- lagsins Haukur Þórðarson setti fundinn með stuttu ávarpi og bauð menn velkomna. Fundinn munu hafa sótt 64 full- trúar og 13 starfsmenn og gestir. Fundarstjórar voru kjörnir Þórir Þorvarðarson og Sigríður Kristins- dóttir, en fundarritarar voru þau Helgi Hróðmarsson og Kristín Jóns- dóttir. Eins og á síðasta aðalfundi höfðu skýrslur verið sendar tíman- lega út til allra fulltrúa þ.e. skýrsla formanns, framkvæmdastjóra, skýrsla fulltrúa um samstarfsverk- efni og erlend samskipti, skýrsla lögfræðiþjónustu ÖBÍ, skýrsla Hringsjár- starfsþjálfunar fatlaðra, skýrsla Hússjóðs og skýrsla Vinnustaða ÖBÍ. Sömuleiðis yfirlit frá nefndum: atvinnumálanefnd, félagsmálanefnd, kjaramálanefnd og menntamálanefnd svo og sam- stæðureikningar. Haukur Þórðarson formaður ÖBÍ kom í skýrslu sinni inn á tvo merkisdaga í desember á liðnu ári: Dag fatlaðra 3. des. og 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar S.Þ. 10. des. Hann gat um sam- stöðuhátíð í Reykjanesbæ, áform um alþjóðlega ráðstefnu á íslandi, sam- ráð ÖBÍ við Félag eldri borgara í Reykjavík og Landsamband eldri borgara. Og heimsókn Johan Weseman. Þá minnti hann á úthlutun úr Sjóði Odds Ólafssonar, breytingar á bifreiðakaupastyrkjum til hreyfi- hamlaðra, breyttar reglur um örorku- mat og úrskurðarnefnd um almanna- tryggingar. Allt eru þetta mál áður kynnt hér. Hann lagði út af þrem atriðum í máli sínu: Tekjulind banda- lagsins af lottófé sem gjörði banda- laginu ijárhagslega kleift að heyja baráttu sína. Yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem um ríkti nú mikil óvissa en yrði eitt meginmál næsta starfsárs og að síðustu und- irstrikaði Haukur nauðsyn þess að bandalagið rækti vel hin erlendu sam- skipti svo þýðingarmikil sem þau væru. Lokaorð Hauks voru: “Við sem búum á eylandi langt frá öðrum löndum verðum að halda uppi sam- skiptunum við aðrar þjóðir eða hverfa ella inn í gráma einangrunar- innar.” í skýrslu Helga Seljan fram- kvæmdastjóra var minnt á hina miklu einstaklingsfyrirgreiðslu er bandalag- ið veitti. Hann rakti samskipti við Alþingi og stjórnvöld, yfirfærslu málefna fatlaðra, fréttabréfið og útbreiðslu þess sem gagnsemi, sagði frá úthlutun Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og nýmælum ársins s.s. djáknaþjónustu og sumarbústaða- málum. Iskýrslu Helga Hróðmarssonar full- trúa minnti hann á reiðnámskeiðin (nú yfir veturinn einnig), útilífs- skólann og samstarf við ITR vegna fatlaðra ungmenna. Hann minnti á handbók um ferlimál, nefnd um félagsmál þar sem hann átti sæti f.h. ÖBÍ, hjálpartækjasýningu á næsta ári og fræðslu til verðandi djákna s.s. undanfarin ár. Fleira var í skýrslu hans. Helgi var einnig með hinar fróðlegustu upplýsingar um þátttöku ÖBI í erlendu samstarfi sem er einkar mikil. Svo aðeins sé að skammstöf- unum vikið þá eru þetta: HNR, RI, NFR, NSH, NHPR, MI, EDF og HKIN en alls staðar þar á vettvangi eru fulltrúar frá ÖBÍ. Svo er bara að ráða í skammstaf- anirnar miðað við þann mikla fróð- leik hér um sem Helgi hefur áður miðlað lesendum. I skýrslu Jóhann- esar Alberts Sævarssonar lögfræð- ings kom fram að milli aðalfúnda hefðu 285 komið í viðtöl hjá lög- fræðiþjónustunni auk símtala. Jóhannes Albert minnti á mál hjá umboðsmanni Alþingis vegna lækk- unar mats úr 75% í 65% hjá ungri konu vegna náms hennar en úr- skurður umboðsmanns gekk konunni í vil. Jóhannes Albert fagnaði einnig hinni nýju úrskurðarnefnd almanna- trygginga. Fjölbreytni mála hjá lögfræðiþjónustunni er afar mikil. í skýrslu Guðrúnar Hannesdóttur fyrir Hringsjá- starfsþjálfun fatlaðra var minnt á þjónustusamningana við félagsmálaráðuneyti og Trygginga- stofnun ríkisins. Við nám eru nú 76 nemendur, FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.